Wednesday, November 30, 2005

Færsla #41

Sigga:

Hafi alvaran einhvern tímann blasað við þá er það núna. Fjögur próf framundan (fimm hjá Röggu) og menntagyðjan hefur sannarlega ekki blessað mann þessa önnina með iðjusemi og menntafýsn. En allt stendur þetta til bóta og pjásurnar iðnar sem aldrei fyrr og eiga líklega eftir að rúlla upp þessum prófum.

Helgarferðin til Amsterdam var frábær enda ferðafélagarnir ekki af verri endanum. Það sem stendur upp úr eftir helgina er líklega að hafa hitt jólasveininn:

Þarna sat hann áhyggjulaus kallinn (eins og fólkið sem býr við skátaheimilið) og lét ýta sér á skautasvelli í miðborg Amsterdam. Ætli hann hafi ákveðið að skella sér til Amsterdam til þess að fá sér aðeins í haus - svona til að ná úr sér mesta jólastressinu?

Þá var gaman að ferðast um í sporvagni. Mikið væri það sniðugt ef land orku og öfga tæki upp á þessum ferðamáta.

Annars skrifaði Steinunn ferðasögu sem ekki verður toppuð þannig að ég læt nægja að benda á hana. Myndir úr ferðinni má sjá hér.

Mikill kuldi er núna í Danmörku og erfitt að vera fátækur námsmaður í illa upphituðu kollegíherbergi. Danirnir passa vitaskuld upp á að eyða ekki of miklu í slíkan lúxus og afleiðingin er þessi:


Þ.e. grautfúll námsmaður með trefil og húfu við lærdóminn!

Tuesday, November 29, 2005

Færsla #40

Ragga:

Aðalástæðan fyrir jólaskapinu er auðvitað síðasti tíminn í OppAnalyse sem var í gær. Henrik kennari kom heldur betur á óvart og mætti í jólasveinabúning. Svo bauð hann upp á piparkökur og allt. Þori að veðja að það er ekki svona gaman í framleiðslugreiningu heima..
Svona er Henrik vanalega.

Hér er jólasveinninn með Mette og Anne Marie vinkonum okkar. Takið sérstaklega eftir vestinu sem Anne er í en Sigga var að kaupa sér alveg eins.

Færsla #39

Ragga:

Þórdís kom í heimsókn í holuna mína í gær. Hún kom með allt þetta nauðsynlegasta: harðfisk, lopapeysu, þrista, lakkrís og lambakjöt (mmm fresh meat). Einnig fékk ég brot af hennar farangri til að flytja heim. Helst ber að nefna risastóran bleikan kassa (princesse kitchen) sem kemst ekki einu sinni í svartan ruslapoka. Verð svöl að burðast með hann á Kastrup..


Hitti þessa í gær og er orðin spennt að koma heim. Mamma, nennirðu að hafa fisk í matinn 22. desember?

Saturday, November 26, 2005

Færsla #38

Ragga:

Ég og Sigga horfðum á Ástarfleyið um daginn. Greinilega gott stöff þar á ferð og mikið sem gerist í hverjum þætti. Kann að meta svona vinnubrögð og fannst sérstaklega góð senan þar sem þau þurftu að þrífa bátinn. Gott að fá að vita hvað hverjum einasta keppanda fannst um þrifin. Ekki mikið síðri var veiðisenan sem var mjög löng. Verst að enginn veiddi neitt...

Uppáhalds okkar er að sjálfsögðu smiðurinn: “Svo vorum við látin þrífa bátinn. Það var náttúrlega bara snilld!”

Steinunn bauð okkur í Thanksgiving dinner á fimmtudaginn. Eftir hann hófst kveðjupartý fyrir mig (kannski pííínu að túlka hlutina mér í hag) þar sem stelpurnar fóru til Amsterdam á föstudaginn.


Kristian, Steinunn og Sigga pjása.

Steinunn var klárlega ferskasti Amsterdamfarinn og var mjög hressandi að vakna við lætin í henni á föstudeginum. Hún reddaði allavega kemi..

Hér er Steinunn rétt fyrir brottför á flugvöllinn.

Tóta tryllir er í Köben og fékk ég sms frá henni áðan þar sem hún sagðist vera ein á slísí gothic bar. Mjög eðlilegt bara. Hitti líklega mæðgurnar á mánudaginn - gríðarleg spenna!

Thursday, November 24, 2005

Færsla #37

Ragga:

Gleymdi alltaf að setja myndir frá síðasta fimmtudegi. Gleðin var í algleymi og Bork og Steinunn voru orðin dáldið æst:

Elska þessa mynd, hún er svo hressileg!

Peter eitthvað að gramsa í herberginu hans Bork: "What´s this?"
Bork eins og ekkert væri eðlilegra: "It´s my coconut bra!"

Hér er Peter í dressinu, strápilsið sést því miður ekki. Mjög töff að hann skyldi fara svona á barinn.

Wednesday, November 23, 2005

Færsla #36

Ragga:

Inga og Bjöggi voru í Køben yfir helgina. Þau fengu aðeins að kynnast stemmningunni á Kampsax á föstudagskvöldið. Byrjuðum á að taka póker við strákana á ganginum og eftir hann fórum við í drykkjuleik. Óhætt að segja að dönsku bjórþambararnir hafi drukkið okkur undir borð. Sigga og Nanna létu sjá sig og fannst mér sniðugt að bjóða öllum inní herbergið mitt. "Bring a chair, bring a chair!"


Nanna og Klaus (fyrir aftan er Blómið)!

Rejhan og Inga!


Bjöggi og Inga!
Svalur í nýja leddaranum!

Læt myndirnar nægja, late for class...

Færsla #35

Ragga:

Mætti snemma í Mennesket og det fysiske í morgun. Sigríður kom rétt á eftir mér, leit á mig í senn hissa og alsæl auðvitað: "Nei, á dauða mínum átti ég von.. þú hér!"
Fyrirlesarinn var sænskur og með hryllilega fyndinn hreim. Meira hvað Svíar eru gay. Skelfilega þreytandi tími en Sigríður var dugleg að finna sér ýmislegt til dundurs. Til dæmis skrifaði hún minnislista yfir það sem hún ætlaði að kaupa í búðinni. Að því loknu heyrði ég hana muldra í barm sér og hripa hjá sér einhverjar tölur. Ég leit spyrjandi á hana og fékk útskýringu: "Ég er bara að reikna út hvað þetta á eftir að kosta mig."
Litlu seinna spyr hún mig hvort hún megi fá lánaða vigtina mína. Þá var dúllan að hafa áhyggjur af yfirvigtinni og væri ég ekki hissa ef hún væri að prufupakka núna.
Ég spurði hvað hún ætlaði að gera við hjólið og varð hún þá áhyggjufull á svipinn.
"Ætli það sé hægt að selja það hérna úti?" Svo eftir smá stund ljómaði yfir henni: "Hei! Vantar þig ekki hjól?"
Allar klær úti..

Tuesday, November 22, 2005

Færsla #34

Til hamingju með afmælið elsku Gilli!


Fáðu þér nú hvítvín í tilefni dagsins! :)

Thursday, November 17, 2005

Færsla #33

Sigga:

HVERSDAGSSAGA ÚR SAMTÍMANUM

Á leið minni heim úr Lyngbycenter núna rétt áðan átti ég eina klaufalegustu stund lífs míns. Ég ákvað að það væri mál til komið að fylla á matarbirgðirnar enda fátt eftir í búrinu nema hrökkbrauð og gúrka. Það var því vel klyfjuð stúlkukind sem hjólaði til baka upp í Kampsax. Mér til óhapps losnaði reimin mín á leiðinni og flæktist í vinstri pedalanum með þeim alfleiðingum að ég datt á hliðina og bakpokinn kollverptist yfir hausinn á mér. Enn kárnaði gamanið því að þegar ég ætlaði að standa upp og reyna að endurheimta virðingu mína áttaði ég mig á því að skórinn var enn fastur við pedalann og ég gat því með engu móti hreyft mig og hvað þá komið mér á lappir. Var gjörsamlega ráðalaus uns ég heyrði: "Kan jeg måske hjælpe dig?" Jesss... var ekki kominn mótorhjólatöffari sem losaði mig úr prísundinni...

Lýsi annars eftir skemmtilegum herbergisfélaga í útskriftarferðinni. Ég reyki ekki og er barnlaus.

Wednesday, November 16, 2005

Færsla #32

Sigga:

Nú hef ég kvatt mömmu og pabba en þau hafa verið hér í Køben síðustu vikuna. Það var rosagaman að hitta þau og því ekki laust við að tárin hafi fallið við kveðjustundina á hótel Palace við Rådhuspladsen þar sem settið gisti síðustu tvær næturnar. M+P vildu allt fyrir mig gera og því hef ég lifað eins og kóngur síðustu vikuna. Farið út að borða oftar en góðu hófi gegnir og ekki laust við að prímadonnustælarnir þvælist fyrir mér nú þegar líferni fátæks námsmanns blasir við.

Í gær fórum við út að borða á Jensen's bøfhus og það var hár í matnum hennar mömmu og var henni því gefið gjafabréf upp á nýja máltíð sem vitaskuld féll í minn hlut. Jesss! Hver vill koma með mér út að borða? Með okkur í för var ástarkærustuparið Láki bróðir minn og Sunna.

Síðastliðinn sunnudag bauð Sunna (tilviljun?) okkur upp á dásamlega ISO-önd sem elduð var með ást og tilfinningu. Kann ég henni bestu þakkir fyrir góða máltíð og ekki síður Óla sem valdi öndina af mikilli kostgæfni.

Annars er kominn fjandans kuldi hérna í Djéká og er ég pabba ævinlega (eða a.m.k. eitthvað áfram) þakklát fyrir trefilinn og vettlingana sem hann gaf mér. Sem stendur sé ég að það er tveimur gráðum heitara í Reykjavík en í Kaupmannahöfn! Magnað! Vildi að ég væri kominn heim í hitann. En í tilefni lækkandi hitastigs og komandi vetrar fjárfesti ég í nýjum leðurjakka sem ég fékk á Købmagergötu. Hann er fjandi flottur og fullnægir í senn praktísku hlutverki sem og leður-fetishi okkar Gillz. Búast má því að ég verði búin að bæta leðurbuxum í safnið áður en langt um líður.

Að lokum. Staðfestur heimkomudagur er 22. desember.

Færsla #31

Ragga:

Ég er komin heim á køkken 4.

Það var yndislegt að hitta Liljuna sem talar nú orðið eins og innfæddur Lundúnarbúi, með alla frasana á hreinu. “Hann er sko ógsla poss.. þúst snobbaður!” Mér finnst náttúrlega alltaf flottast að vera með Íslendingahreim og er eftir miklar pælingar að spá í að vera ekkert að skipta..

Skruppum á djammið þar sem ég lenti í skrýtnu samtali við breska fótboltabullu: “Ædúr Gúddjonnsen is like a father to me!”

Æi plís!

..maður er alltaf vitur eftir á: hefði náttúrlega átt að segja honum frá því þegar kjeppinn var feitur og í KR í þokkabót. Furðulegt nokk, ekki svo langt síðan sem ætti að blása okkur öllum byr undir báða vængi: Allt er hægt pípúl!

Ég vil nú ekkert vera að alhæfa (hahh! ..er ekki mikið fyrir að taka stórt upp í mig. (Óli, plís ekki misskilja!)) en mikið eru Bretar hallærislegir! Sérstaklega skar úr að allar stelpurnar voru berleggja í ógeðslega stuttum pilsum og flegnum bolum. Ég á hinn bóginn hélt alveg kúlinu með húfu og vettlinga allan tímann. Það var nefnilega ógeðslega kalt.. ég elska déká, svo milt veðurfar og barinn hvort eð er alveg við hliðina þannig að veðrið er ekkert issue ef út í hart fer!! Hér erum við kærusturnar:



Var rétt í þessu að koma af S-huset. Bjöggi afmælisbarn tilkynnti markaðshugmynd aldarinnar sem vinur hans á víst heiðurinn af: “Áfengislaus vodka og smokkar með typpabragði.”

Lítur hann út fyrir að vera klár gaur? (Takið einnig eftir banvænu augnaráði kæfunnar minnar.)

Pöntuðum bjórturn í tilefni afmælisins og ég mátti hafa mig alla við að halda í við þau hin (var auðvitað bara í hvidvin, menningarljónið sjálft). Stóð mig vel að vanda.

Annars fannst Elínu alveg augljóst af blogginu að dæma að ég og serkurinn værum ástfangin. Góði mannþekkjarinn! Ykkur að segja þá er gifting í vændum og ætlum við að mála okkur gul og ég að túbera hárið og mála blátt. Simpsons þema, allir að mæta í búning.. serkurinn er nefnilega heitur fan og hvað gerir maður ekki fyrir ástina?

Wednesday, November 09, 2005

Færsla #30

Ragga:

Steinunn hélt matarboð áðan til að undirbúa fólk fyrir Amsterdam en Sigga pjása, Steinunn, Elín og Ylfa munu bregða undir sig betri fætinum 25. nóvember. Þó að ég sitji eftir með sárt ennið var mér samt boðið í matinn, enda æðislega hress pía. Steinunn eldaði rækjurétt og borðuðum við allar yfir okkur. Í eftirrétt var ís með marssósu og var blessunarlega afgangur. Við ætlum að fá okkur svoleiðis í morgunmat kl.8 og horfa á Simpsons. Gott að vera búin að plana að mæta of seint í tíma..
Héldum svo inn í herbergi að hlusta á jólalög. Steinunn er nefnilega komin í rosalegt jólaskap, bauð upp á mandarínur og jólakökur. Svo sátum við við kertaljós og sungum hástöfum: "ég hlakka svooo til!"

Helstu fréttir af mér eru þær að ég er að fara til London yfir helgina að heimsækja Lilju travel agent. Held það verði æðislega gaman að hitta skvísuna. Ef ekki þá þekki ég nú eitthvað fólk þarna...

Annars er ég mikið búin að spá í framtíðinni, finnst óþægilegt þegar hlutirnir eru óráðnir. Missi jú herbergið mitt í lok janúar og þá er fjandinn laus. Var að væla yfir þessu við Bork á ganginum. Hann er hrikalega fyndinn gaur og Harry Potter fan#1. Við Sigga köllum hann alltaf serkinn því hann á rosalega stóra gráa úlpu.



Serkurinn á góðri stund.

Allavega, Bork hélt nú að það yrði lítið mál fyrir mig að redda mér samastað og ef út í hart færi þá myndi hann bara reka út einhverja af Kínverjunum. Já gott fólk, Danirnir eru með svakalega fordóma fyrir grjónunum (djók!). Var á gangi með honum og hann byrjar þykjustusamtal við tjænamann: “you´re small and unsignificant human being. LEAVE!” Svo hló hann geðveikt en ég roðnaði og óskaði þess að enginn hefði heyrt þetta. Sussaði svo pent á hann og hann leit á mig alveg hissa á tepruskapnum. Rosalegt!

Annars kom ísbíllinn áðan. Ég var að taka siestu og vaknaði við að það klingdi bjöllum fyrir utan, æðisleg stemmning. Örfáum sekúndum síðar heyri ég einhvern hlaupa eftir ganginum og öskra: "Vúhú!" Serkurinn kann sko að meta ís!

Sunday, November 06, 2005

Færsla #29

Ragga:

Kvöldið byrjaði á partei hjá Sunnu og Óla. Einkar hressandi þar sem við hittum margan manninn. Sigríður eyddi dágóðri stund í heimspekileg málefni með danskri píu á meðan ég lærði nýjan leik með íslenskum blómarósum.

Sálin var spes. Þórdís Gúddmúndsdóttir, hei kanína er án efa lélegasta lag Íslandssögunnar!

Ég komst samt í heljarinnar stuð á tímabili, fer ekkert í felur með það. Hittum svakalega massaðan mjólkurfræðing sem hélt uppi stuðinu. “Eruð þið allar svona ensjínörar? ... ég er bara mjólkurfræðingur.” Ylfa ógeðslega jákvæð og skemmtileg: “Bíddu hvernig var þetta aftur? ..það verður enginn mjólkurfræðingur í móðurkviði!” Það voru auðvitað allir með á nótunum!

Mér fannst stemmningin viðbjóðslega fyndin og átti bágt með mig. Tók að mér rassskellingarhlutverkið sem var vandræðalegt fyrir Bjössa bollu. Sigríður var dugleg að narra tjellingar í danshringinn öðrum (þá sérstaklega mér) til ómældrar ánægju.

Bömmer kvöldsins: Myndavélin gleymdist.
Lexía kvöldsins: Ég er með ofnæmi fyrir cabernet sauvignon. Þökk sé Sigríði er það loks komið í ljós. Var eins og fílamaðurinn á tímabili (útbrot alls staðar og nef eins og rúdolf) en ss pylsan var dugleg að blása í mig kjarki. Kannski ekki svo mikill bömmer með myndavélina eftir allt saman..

Kvöldið endaði á því að það var svindlað á okkur í taxa. Við létum þó ekkert vaða yfir okkur ókeypis, rifum kjaft, kvörtuðum og beygluðum bíl.

Annars er ég enn að hlæja yfir Bodil og blauta prumpinu. Óli, áttir þú nokkurn þátt í því kommenti?

Thursday, November 03, 2005

Færsla #28

Sigga:


Fíliði Sálina? Nei, ekki ég heldur en við pjásurnar þrjár erum samt búnar að kaupa okkur miða á Sálarball sem verður haldið hér í Köben á laugardaginn. Ákváðum bara að skella okkur - miðinn kostaði skid og ingenting og svo verður þetta pottþétt magnað djamm, hehe! Það versta er samt að ég hef aldrei hlustað neitt á Sálina, nema á MR-böllum. Maður mætti nú á böllin hérna í den, hehe. En samt sem áður þekki ég enga texta að ráði og hafði því áhyggjur af því að vera eins og kjánaprik á ballinu og skella mér á barinn í hvert sinn sem þeir spila lag sem ég þekki ekki... og þá myndi ég líklega vera á barnum allt kvöldið. Má ekki gerast!

Ragnhildur deilir þessum áhyggjum með mér og bauð mér yfir til sín á þriðjudag í Sálarupphitun. Ég mætti galvösk yfir til pjásunnar og jah... á dauða mínum átti ég von en jöminn! Ragnhildur var að sjálfsögðu að blasta Sálarlögin þegar ég mætti. Tók á móti mér alvarleg í fasi og rétti mér ljósrit af öllum þessum helstu Sálartextum og sagði: "Komdu vinkona, við höfum verk að vinna!" Framundan var erfitt kvöld. Með textana f. framan okkur sungum við hvert Sálarlagið á fætur öðru uns ég gat ekki meir... En það kom berlega í ljós í þessari upphitun okkar að Ragnhildur er laumu Sálar-fan. Ég minnist gullmola eins og: "Oh dem! Þetta er ótrúlega gott lag!" og "Nei, við hlustum á þetta aftur og aftur þangað til þú kannt textann, Sigríður!". Svo kvaddi hún mig með þessum orðum: "Vertu dugleg að lesa textana yfir! Þarft sérstaklega að skerpa á 100.000 voltum og millipartinum í Orginal!"

Kíkti í miðbæinn í gær til að skoða gleraugu og kaupa flytte ind gave handa Óla bró og Sunnu. Ótrúlegt hvað maður er duglegur að bonda við Danina við hinar ýmsu aðstæður. Ein stelpan stoppaði mig á Strikinu, rétt við Kongens Nytorv, og spurði hvort ég nennti að spjalla í smástund. Í ljós kom að hún er í grasrótarsamtökum sem vinna að náttúruvernd og sagði mér frá spillingunni og þeim ósóma/náttúruspjöllum sem fylgja stóriðju. Bað mig svo um að gerast félagi. Ætti ég að slá til? Mig vantar svo pólitíska vini (hint til þín Ragga, hehe!). Krakkarnir á ganginum mínum hafa ekki mikinn áhuga á kosningunum sem í nánd eru hér í DK. Allan hinn massaði sendi t.d. einum kallinum í sjónvarpinu fingurinn í hádeginu til þess að undirstrika vanþóknun sína á pólitíkusunum.

Annars kemur Tuborg-jólabruggið á morgun kl. 16:59 og eru Danirnir alveg að fara yfir um af spenningi. Verður víst óskaplegt fjör! Verst að mér finnst dökkur/brúnn bjór ekki góður. En hvað gerir maður ekki fyrir jólafílingin? Hehe...