Thursday, November 17, 2005

Færsla #33

Sigga:

HVERSDAGSSAGA ÚR SAMTÍMANUM

Á leið minni heim úr Lyngbycenter núna rétt áðan átti ég eina klaufalegustu stund lífs míns. Ég ákvað að það væri mál til komið að fylla á matarbirgðirnar enda fátt eftir í búrinu nema hrökkbrauð og gúrka. Það var því vel klyfjuð stúlkukind sem hjólaði til baka upp í Kampsax. Mér til óhapps losnaði reimin mín á leiðinni og flæktist í vinstri pedalanum með þeim alfleiðingum að ég datt á hliðina og bakpokinn kollverptist yfir hausinn á mér. Enn kárnaði gamanið því að þegar ég ætlaði að standa upp og reyna að endurheimta virðingu mína áttaði ég mig á því að skórinn var enn fastur við pedalann og ég gat því með engu móti hreyft mig og hvað þá komið mér á lappir. Var gjörsamlega ráðalaus uns ég heyrði: "Kan jeg måske hjælpe dig?" Jesss... var ekki kominn mótorhjólatöffari sem losaði mig úr prísundinni...

Lýsi annars eftir skemmtilegum herbergisfélaga í útskriftarferðinni. Ég reyki ekki og er barnlaus.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æ æ æ æ, sé þetta alveg fyrir mér! Vildi að ég hefði samt séð þetta! Ha ha ha ha.... Gott að mótorhjólatöffarinn kom og bjargaði þér.

5:34 PM  
Blogger Alma said...

Mamma vill ekkert að þú farir ein í svona ferðalag þannig að hún ætlar með þér, þarft því ekkert að leita þér að herbergisfélaga, heppin. Ertu farin að líkjast mér meira þarna í útlandinu? Hrikalegur klaufaskapur.

6:13 PM  
Blogger Valla said...

Hvert var akvedid ad fara? Eg hata utlensk lyklabord

8:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æj Sigga, þarna misstirðu nokkur kúlstig! Sniglarnir munu aldrei taka þig með svona klaufaskap!

12:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha...tetta var fyndin saga! Verdur ad passa tig a ad halda kulinu Sigga!

1:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þóra: Já, vildi samt að hann hefði verið í leðurgalla.

Alma: Já, ég er greinilega farin að líkjast þér hérna. Er samt ekki eins öfgafull í djamminu og þú! :Þ Mikið er ég kát að mamma ætli að koma með í útskriftarferðina. Bjargar öllu.

Valla: West Coast.

Catia: Nei, gætirðu reynt að tala við stjórnina og leggja inn gott orð svo að ég komist aftur inn í Sniglana? Matti og Héðinn taka alltaf mark á þér.

Lilja Hrönn: Kúlið fauk til Færeyja þegar ég datt. Efast um að endurheimta það nokkurn tímann.

3:33 PM  

Post a Comment

<< Home