Thursday, November 03, 2005

Færsla #28

Sigga:


Fíliði Sálina? Nei, ekki ég heldur en við pjásurnar þrjár erum samt búnar að kaupa okkur miða á Sálarball sem verður haldið hér í Köben á laugardaginn. Ákváðum bara að skella okkur - miðinn kostaði skid og ingenting og svo verður þetta pottþétt magnað djamm, hehe! Það versta er samt að ég hef aldrei hlustað neitt á Sálina, nema á MR-böllum. Maður mætti nú á böllin hérna í den, hehe. En samt sem áður þekki ég enga texta að ráði og hafði því áhyggjur af því að vera eins og kjánaprik á ballinu og skella mér á barinn í hvert sinn sem þeir spila lag sem ég þekki ekki... og þá myndi ég líklega vera á barnum allt kvöldið. Má ekki gerast!

Ragnhildur deilir þessum áhyggjum með mér og bauð mér yfir til sín á þriðjudag í Sálarupphitun. Ég mætti galvösk yfir til pjásunnar og jah... á dauða mínum átti ég von en jöminn! Ragnhildur var að sjálfsögðu að blasta Sálarlögin þegar ég mætti. Tók á móti mér alvarleg í fasi og rétti mér ljósrit af öllum þessum helstu Sálartextum og sagði: "Komdu vinkona, við höfum verk að vinna!" Framundan var erfitt kvöld. Með textana f. framan okkur sungum við hvert Sálarlagið á fætur öðru uns ég gat ekki meir... En það kom berlega í ljós í þessari upphitun okkar að Ragnhildur er laumu Sálar-fan. Ég minnist gullmola eins og: "Oh dem! Þetta er ótrúlega gott lag!" og "Nei, við hlustum á þetta aftur og aftur þangað til þú kannt textann, Sigríður!". Svo kvaddi hún mig með þessum orðum: "Vertu dugleg að lesa textana yfir! Þarft sérstaklega að skerpa á 100.000 voltum og millipartinum í Orginal!"

Kíkti í miðbæinn í gær til að skoða gleraugu og kaupa flytte ind gave handa Óla bró og Sunnu. Ótrúlegt hvað maður er duglegur að bonda við Danina við hinar ýmsu aðstæður. Ein stelpan stoppaði mig á Strikinu, rétt við Kongens Nytorv, og spurði hvort ég nennti að spjalla í smástund. Í ljós kom að hún er í grasrótarsamtökum sem vinna að náttúruvernd og sagði mér frá spillingunni og þeim ósóma/náttúruspjöllum sem fylgja stóriðju. Bað mig svo um að gerast félagi. Ætti ég að slá til? Mig vantar svo pólitíska vini (hint til þín Ragga, hehe!). Krakkarnir á ganginum mínum hafa ekki mikinn áhuga á kosningunum sem í nánd eru hér í DK. Allan hinn massaði sendi t.d. einum kallinum í sjónvarpinu fingurinn í hádeginu til þess að undirstrika vanþóknun sína á pólitíkusunum.

Annars kemur Tuborg-jólabruggið á morgun kl. 16:59 og eru Danirnir alveg að fara yfir um af spenningi. Verður víst óskaplegt fjör! Verst að mér finnst dökkur/brúnn bjór ekki góður. En hvað gerir maður ekki fyrir jólafílingin? Hehe...

6 Comments:

Blogger Bibba Rokk said...

Góða skemmtun á Sálinni :) Vildi óska að ég væri að fara líka, en nei nei, ég er að fara á Vík í Mýrdal á fundi.... How sad

10:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Góð grein, hehe!

Þeink jú honní! ;) Er ekki hægt að djamma á Vík? Maður hefur nú gert annan eins skandalinnn, hehe!

11:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já, góða skemmtun stelpur! Þetta verður gott fassbakk í MR árin góðu. Dansið af ykkur rassana ;)
Þessi upphitun var rosa massíf. Standið ykkur vel.

12:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

"hey kanííína, kond'í partýýý"

Ohh stelpur, ég gæti alveg farið með ykkur á ballið. Skemmtið ykkur rosa vel ;)

Ástarkveðjur
ÞG

2:38 PM  
Blogger Alma said...

Mér finnst þessi mynd ekki nógu góð af þér Sigga, myndin af þér í bláu skyrtunni er miklu betri. Það er erfitt fyrir Stjórnaraðdáanda eins og þig að venjast öðrum hljómsveitum en ég er viss um að þér text að læra eins og eina eða tvær línur af Sálartextum.

5:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Allamalla, sálin bara ad breytast í studmenn... verda tónleikarnir kannski í Tívolíi? Hvernig bragdadist svo jólabruggid?

10:53 PM  

Post a Comment

<< Home