Sunday, October 30, 2005

Færsla #25

Sigga:

Nú er búið að seinka klukkunni hér í DK og ég er alveg rugluð! Veit ekki hvaða áhrif þessi tímabreyting mun hafa á líkama og sál. Á ég t.d. að fara klst. fyrr að sofa í kvöld eða á ég að fara mér hægar í breytingunum og ná aðlögun með smærri skrefum, t.d. tíu mínútum í senn? Hefði ég átt að djamma klukkustund lengur um helgina eða læra klst. lengur? Kannski skipta græddum klukkutíma jafnt á milli allra dagsverka minna? Ég er í gífurlegu ójafnvægi vegna þessa og vona að breytingin fari ekki of illa í mig.

Annars var helgin góð. Slikmutter á barnum á fimmtudaginn; nammiskot (Gei joooúl og Fissjermannsfrend) á 5 kr. alla nóttina. Skemmtum okkur fram á nótt - m.a. með þessum gaurum:


En nú... iðnaðartölfræði! Held að aukaklukkutímanum væri býsna vel varið í hana.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Innovative and Comprehensive Sports Scores and News By Voice - By Phone From ifbyphone
Sports fans are just a phone call away from the latest scores and sports news. ifbyphone's Content on Command service is available anytime, anywhere.
I thought this website would be helpful Gallbladder

5:59 PM  
Blogger Valla said...

Já þetta er helvíti ruglandi!

3:49 AM  
Blogger Alma said...

Ert þetta þú á myndinni, Sigga? ;)

1:05 PM  

Post a Comment

<< Home