Færsla #16
Ragga:
Helgin var með besta móti. Á fimmtudaginn (hér byrjar helgin á fimmtudögum því þá er partý á Kampsaxbarnum) var køkkenmøde í mínu eldhúsi. Ég og Steinunn mættum galvaskar, staðráðnar í að halda kúlinu og vera einkar settlegar.
En ekki hvað?Helgin var með besta móti. Á fimmtudaginn (hér byrjar helgin á fimmtudögum því þá er partý á Kampsaxbarnum) var køkkenmøde í mínu eldhúsi. Ég og Steinunn mættum galvaskar, staðráðnar í að halda kúlinu og vera einkar settlegar.
Á fundinum voru hin ýmsu mál rædd. Ákveðið var að kaupa nýjan örbylgjuofn, sjónvarp og kökukefli. Nokkrum tillögum var hafnað, t.d. settum við hnefann í borðið við þeirri hugmynd að fá strippara fyrir afgangspeninga úr bjórsjóðnum. Einnig afþökkuðum við boð um aukavinnu (já, sem stripparar).
Orð fundarins voru klárlega: SKÅL og ER DU FRA JYLLAND? (Maður verður að öskra þetta síðarnefnda fullur fyrirlitningar.) Fyndið. Eftir hressilegan drykkjuleik var hópsöngur næst á dagskrá og því næst var haldið á barinn. Tequila partý á barnum var ekki alveg að gera sig. Skynsöm eins og ég er ákvað ég að fá mér frekar besta staup í heimi, ice slush. Var frekar fegin daginn eftir þar sem það er víst næsta áfengislaust.
Á föstudagskvöld héldum við Steinunn matarboð. Þangað komu Aga frá Póllandi, Alexandra frá Júgóslavíu, Bjöggi frá Íslandi og Sigga af Kleppi. Maturinn heppnaðist prýðilega en á boðstólnum voru tvenns lags kjúklingaréttir. Bjöggi tók Jessicu Simpson á þetta: "Mmm, this is very good. What kind of fish is this?"
Hér eru Aga, Alexandra, Steinunn og Bjöggi.
Eftir matinn hélt stuðið áfram inni hjá Steinunni. Alltaf bættust fleiri í hópinn og var sérdeilis skemmtilegt þegar Helga frænka og Tommi komu. Lítill heimur! Trítluðum svo á Oktoberfest seint og síðar meir og tjúttuðum fram á rauða nótt.
Sigga hitti tyrkneskan dansfélaga sem kann ekki að dansa í hring. Mjög fyndið þegar Sigga sagði: "In Iceland we dance in a circle." Tyrkinn miskildi það auðvitað og tók næstu mínútur í nýjan dans þar sem hann veifaði bjórglasinu sínu í kringum hausinn á sér.. svona circles. Hann kom svo öllum á óvart eftir festina þar sem hann birtist með gítar og var Sigríður svo heppin að fá einkatónleika á leiðinni heim þar sem kauði söng hástöfum Bítlalög.
Hér er Folga með gítarinn.
Þessir tveir eru á ganginum mínum.
Sá til vinstri heitir Morten og tókst honum að axlarbrotna í svefni. Það var mjög vont þegar læknarnir kipptu honum í liðinn en yfirleitt hlær hann að sársauka. Af honum hef ég lært þá lexíu að segja ekki kaldhæðinn brandara hérna í útlandinu. Hann misskildi og heldur nú að ég ætli að brjóta hina öxlina hans.
Sá til hægri heitir Martin og býr við hliðina á Steinunni. Hann er þokkalega metró gæi. Ef ryksugan er ekki inni í eldhúsi er næsta víst að hann sé að dúlla sér með hana. Hreinlæti og myndarskapur eru hans einkunnarorð enda er kjeppinn fyrirmyndarkokkur og með þrifáráttu á háu stigi. Hann var einn af fáum sem tók eftir því að ég var búin að lita á mér hárið. Stelpur, hann er á lausu!
6 Comments:
sælar dömur mínar! mikið er alltaf gaman að lesa bloggið ykkar - svo eruð þið líka svo sætar og hressar pjásur ;) Það er ekki laust við að Jókunni sé farið að hlakka til að koma til Köben, þá verður merkilegur hittingur og aldrei að vita í hverju maður lendir með ykkur (allaveganna af blogginu ykkar að dæma)Hafið það gott og í guðanna bænum fariði varlega...kveðja frá Árósum :)
Jójójó, erum líka rosa spenntar að hitta ykkur hjúin! :)
Jójójó, teik a tjill pill mamma! Ég kalla Jókuna stundum Jójójó og það er töff! Svo vitna ég nú bara í: "kúkurogkúkurogkúkur og PISS!!" Þarf að segja meira? :) Sé fram á massa skemmtilegan nóvember mánuð, ég, þú, Gunnur og Ingster! Gamla fernan.. :) Bíð spennt eftir bréfi!
Gaman að þessu. Skemmtilegt blogg, þetta hljómar gott og blessað hjá ykkur. Heyri í þér fljótlega...er mjög líklega að fara út núna næsta mánudag. Strax komið plan um fyllerí ( byrjar vel hmmm!) þar sem að það verður reunion hjá mér og gamalli vinkonu frá Granada ( sem nota bene er þekkt fyrir vodkadrykkju!!)
Eeeeeníveis...hafðu það gott snúlla...og auðvitað þið allar snúllurnar mínar.
Kossar og knúsar!
Virdist vera bara svaka stud hjá ykkur í Koben! Hvad meinaru annars med ad dúlla sér med ryksuguna... djóóóók (taka léttan Óla á thetta ;) )
GÓÐUR!
Post a Comment
<< Home