Færsla #15
Sigga:
Átti ég ekki eftir að segja ykkur að ég bý við hliðina á íslensku celebi? Muniði eftir þessum? Algjört yndi b.t.w.
en við erum samt hressar!
Á meðan Nanna krúttlaðist með Kris sínum og Reva djammaði með íslensku píunum um síðustu helgi kíkti ég til Noregs með Ölmu sys og fleiri íslenskum gellum til Noregs á Café Norden. Café Norden er samkoma ungs fólks á Norðurlöndunum þar sem fram fara líflegar umræður og var þemað í ár Nordisk historia och nordens framtid (*geisp*). Hrikalega spennó. Ekki síður spennandi var djammið sem tók við þegar sagnfræðilegum samræðum sleppti. Samkoman var haldin í Tönsberg sem að sögn syngjandi sagnfræðings með regnhlíf var eitt sinn höfuðstaður Noregs. Þar er næturlífið ansi hreint ágætt og ber þar helst að nefna karíókíbar sem sló í gegn hjá hópnum og sýndu Helga og Rásta stjörnutakta uppi á sviðinu. Freyja sýndi líka góða takta en á öðru sviði þó... Við Alma vorum penar og stilltar að vanda. Þótt djammið hafi endað á karíókíbar byrjaði það með kojufylleríi í orðsins fyllstu merkingu. Mér leið eins og í verbúð.
Það sem stendur upp úr eftir Noregsferðina er fólkið sem ég kynntist þar. Danirnir voru auðvitað langhressastir - einkum Mette sem er mjög tæplega mellufær í íslensku. Eitthvað kann hún þó því að reglulega gall við í stelpunni:
"Du er en tybisk pjása! "
Auðvitað blöskraði okkur Ölmu talsmátinn í þeirri dönsku enda eru konurnar í okkar ætt ekki þekktar fyrir slíka orðanotkun en ekki skemmdi það þó fyrir ánægjulegum kynnum.
Þá hitti ég samíska stúlku sem hafði haft spurnir af nafni mínu og sagði mér við fyrstu kynni að ef hún eignaðist einhvern tímann stúlku skyldi hún hljóta nafnið Sigga. Pæling! Hefði verið kurteisi af mér að svara í sömu mynt og segja að ef ég myndi e-n tímann eignast stelpu fengi hún sama nafn og hún?
Já, sérdeilis skemmtileg helgi... en alltaf er gott að koma heim aftur eftir velheppnað ferðalag í hið daglega amstur. Hér að neðan sést Ragga þvo þvottinn minn.
Þá hitti ég samíska stúlku sem hafði haft spurnir af nafni mínu og sagði mér við fyrstu kynni að ef hún eignaðist einhvern tímann stúlku skyldi hún hljóta nafnið Sigga. Pæling! Hefði verið kurteisi af mér að svara í sömu mynt og segja að ef ég myndi e-n tímann eignast stelpu fengi hún sama nafn og hún?
Já, sérdeilis skemmtileg helgi... en alltaf er gott að koma heim aftur eftir velheppnað ferðalag í hið daglega amstur. Hér að neðan sést Ragga þvo þvottinn minn.
Átti ég ekki eftir að segja ykkur að ég bý við hliðina á íslensku celebi? Muniði eftir þessum? Algjört yndi b.t.w.
Annars er ástandið á okkur stelpum hræðilegt. Svo erfitt að halda tönnunum hreinum og fínum hérna. Ætli það sé harkan í vatninu? Mútta sagði mér að það þyrfti að nota margfalt meira þvottaefni hérna í DK en heima því að harkan í vatninu er svo mikil. Skyldi það sama gilda um tannkrem? Þetta lítur ekki vel út...
en við erum samt hressar!
8 Comments:
elsku pjásurnar mínar! Ég er með lausn á þessu. Safniði bara nógu myndarlegum mottum fyrir Októberfest sem ná niðu fyrir tanngarðinn.
bara smá spurning...hver er þetta svokallaða celeb, kem honum ekki alveg fyrir mér.
ps.sætar myndir af ykkur elskurnar!
Ég sé nú ekki að tennurnar ykkar hafi breyst. Þetta hlýtur að vera eitthvað smávægilegt
Afhverju er hann celeb Sigga? Ég vann með honum hjá Landsvirkjun en ég man samt ekki hvað hann heitir.
Þú hefðir átt að segja við stelpuna að þú hefðir í huga að skíra barnið þitt eftir henni, Lena Lottudóttir, ekkert smáflott nafn!!!
Valla! Vannstu með honum? Heppin! Hann var auðvitað í Gettu betur liði MH 95 og 96 að mig minnir. Svo er hann víst líka liðtækur í skákinni. Hann er samt rosalega hógvær og niðri á jörðinni.
Ég trúi ekki að ég hafi misst af þessu celebi bara vegna ómanngleggni! Fyrirgefiði stelpur.
Fátt eins frábært og að lesa nýtt blogg frá ykkur þegar maður er að morkna á hlöðunni.
Nördinn í mér náði nýjum hæðum þegar ég sendi efnafræðikennaranum mail áðan og bað hana vinsamlegast að setja inn dæmin í kaflanum sem farið verður í næsta þriðjudag..omg!
Haldið áfram að vera svona liðtækar á blogginu,)
Post a Comment
<< Home