Færsla #7
Í kvöld var fjölskyldufundur hjá mér, sumsé køkkenmøde. Þar voru ýmis mál tekin fyrir og endaði með einsöng Bei Bei úr herbergi 2101 (án gríns). Eftir fundinn stilltum við okkur svo upp í hópmyndatöku. Ég er í nýju vesti úr H&M e-s staðar þarna í miðjunni.
Lífið hérna í Kampsax er mjög ljúft. Aðallega Danir sem búa hérna en svo líka nokkrir Kínverjar. Ragga er búin að taka þá nokkra Kínverjana á löpp enda með bestu pikköpplínu ársins: "Hey! I have a new sweater. It's made in China - just like you!"
Annars verður þetta nú ekki eintóm afslöppun og gleði hérna hjá okkur stallsystrum. Við erum allar þrjár í frekar erfiðum kúrsum. Þar á meðal er Styrkelære 3 (metinn sem hönnun burðareininga) sem við véla-og iðnaðarstelpur tökum. Kennarinn þar er ljúfur sem lamb og duglegur að hjálpa okkur. Hins vegar er um mjög mjög fræðilegan kúrs að ræða og kennslubókin sannkallað torf, ekkert nema jöfnur og lítið um frekari útskýringar. Í einhverju stresskasti í dæmatíma í dag fengum við Ragga hláturskast með kennarann yfir okkur. Það var hræðilegt! Við höfðum reyndar áður gert grín að því að andardráttur hans lyktar eins og hangikjöt og það var líklega kveikjan að öllum hlátrinum. Svo spurði grey kennarinn af hverju við værum að hlæja og ég svaraði ósköp eðlilega að okkur þætti það bara svo drepfyndið og fráleitt hvað við hefðum verið lengi að reikna út einhverja energy density!
Þrátt fyrir gott skipulag í kúrsunum hérna úti verður að segjast að fyrirlestarnir heima eru MIKLU betri. Þetta er sko fáránlegt... kennararnir tala svo óskýrt og láta út úr sér hin og þessi orð sem maður botnar ekkert í. Já, íslensku kennararnir eru töluvert skýrmæltari. Það mega þeir eiga.
Jæja, þá er það barinn! Enginn skóli hjá mér á morgun - ekki sömu sögu að segja um Ragnhildi sem var rétt í þessu að hrópa til djammandi Dana á ganginum:
"Ti stille! Jeg har kemi i morgen!"
11 Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
Sorrí, leynilegur aðdáandi okkar er orðinn dáldið dónalegur.
-Sigga
Sigga, mér sýnist að dagsetningafídusinn á myndavélinni þinni sé eitthvað vanstilltur, tjékaðu á því gæskan.
Ragga mín!!! Þú verður nú aðeins að haga þér við aumingja kínverjana!Alltaf sami helvítis dóninn!
og jú btw Ragga. Emeilið er enn þetta..takk esskan. Ótrúlega gaman að lesa bréfið frá þér. Skrifa þér annað fljótlega um mitt boring líf.
Já, ég traðka á Asíubúum. Pantaði mér þvottavél í fyrradag, hélt það væri fimmtudagur (var miðvikudagur) svo frekjan ég stal tveimur vélum af einum Chinaman. Hann gaf mér mjög illt augnaráð.
Ragga frekar gróf í „pikk-öppinu“. :)
til Röggu: Já hann var megabeib gamli kallinn í sundskýlunni. Hann gaf mér símann sinn og ég fer fljótlega í heimsókn á elliheimilið.
Týpískt Ragga! Alger partíkiller. Þú ættir kannski að lesa á bókasafni þegar aðrir eru að reyna að hafa gaman! Hefurður hugleitt það?!
Alltaf sami einkahúmorinn hér. Er að bíða eftir að tíminn minn byrji og er í kasti á hlöðunni (svefngalsi, fór á ókristilegum tíma í leikfimi í morgun) fólk er farið að senda mér illt augnaráð úr öllum áttum. Held ég forði mér.
Kem 28. held ég..flýg út á fimmtudegi, 28.?! Æi allavega.. hlakka til að sjá þig!
OMG! Það var kona að setjast á móti mér með hræðileg gleraugu..Allt í einu kemur Sveina upp í kollinn. Farin!
Jæja...nú er maður bara farinn að bíða spenntur eftir næsta bloggi frá ykkur heimshornaflökkurum!
Post a Comment
<< Home