Tuesday, August 30, 2005

Færsla #4

Sigga:

Það hefur gengið vel að rifja upp dönskuna síðustu daga. Nanna auðvitað orðinn meistari danska koddatalsins og við Ragnhildur duglegar að fitja upp á skemmtilegum samræðum á barnum, í búðinni og síðast en ekki síst í umræðutímum í skólanum. Við mættum galvaskar í umræðutíma í Operatios Analyse í gær og gekk vel að ræða hinar ýmsu hliðar línulegrar bestunar við Danina.
Annars hefur verið rosagott veður undanfarna daga og strákurinn hér að ofan, Jesper, var bara ber að ofan í Regulerings Teknik - tíma í morgun. Tímarnir eru ósköp notalegir. Við erum einu stelpurnar þannig að það er komið fram við okkur eins og drottningar.

Við erum búnar að skrá okkur í blakliðið og hér má sjá mynd af liðinu síðan í fyrra. Liðið síðan í fyrra heldur sér að mestu.


Stelpurnar eru mjög öflugar og þykja með þeim betri meðal dönsku háskólanna. Bikarinn fór að vísu í fyrra til Århus en við vonum að í ár verði breyting.

Annars er lífið hérna úti fremur dýrt. Auðvitað í fyrsta skiptið sem við snótur stöndum á eigin fótum og því mikið um ófyrirsjáanlegan kostnað. Því erum við að spá í að fá okkur vinnu til þess að endar nái saman. Það liggur auðvitað beinast við að fara í módelstörfin og planið er að reyna að komast á samning hjá Jysk (Rúmfatalagernum).


6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

HTML!
Heyrðu já Jysk sengetojslager - ég er nú aldeilis með það á hreinu, enda kemur það fyrir svona tvöhundruð sinnum á dag í vinnunni minni. Þessi myndasyrpa er æðisleg og ég verð að segja að þið lúkkið ansi vel í þessum helstu auglýsingum. Go for it - ég var frekar smeykur fyrst þegar ég fór í módelbransan en hann er frábær bransi. Ég hvet ykkur allavegna til að láta slag standa.

11:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þið eruð glæsilegar á myndunum, ekki spurning að módelstörfin henta ykkur vel...:)
Það er greinilegt að það er nóg um að vera hjá ykkur, fullt af nýju fólki að kynnast og svona. Blakliðið lítur vel út, glæsilegt fólk og greinilega mikið íþróttafólk, verðið að kynnast þeim betur...svona ekta fólk sem gaman er að hafa samband við eftir að þið komið aftur til Íslands.. eigið aldrei eftir að gleyma gömlu góðu tímunum í blakinu.
Hlakka til að lesa fleiri sögur frá ykkur... hressilegt að byrja daginn á góðum frásögnum um Dani og aðra...
Hafið það gott, ykkar Linda ;)

12:23 PM  
Blogger Alma said...

Þó svo að þið takið ykkur vel út á myndunum þá notar Jysk sængetøjslager greinilega fagmenn, þessi módel eru rosalega flott. En haldið áfram og verðið þið jafnfærar og þessi tvö.

12:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fyllti commentið mitt hjá Nönnu mælinn í gær? Bara allt horfið! Þetta með módelbransann er frábært framtak hjá ykkur stelpur! Ég mundi falla fyrir auglýsingum með ykkar myndum. Mjög sannfærandi.

2:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, Nanna tók brjálæðiskast í gær og eyddi út greininni sinni. Við rétt náðum að bjarga greininni en kommentin glötuðust því miður.

7:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábær mynd ég er einmitt að vinna að markaðssetnigu rúmfatalagersins á Íslandi og var að velta fyrir mér hvort þið væruð til?
Stella

10:39 AM  

Post a Comment

<< Home