Færsla #3
Nanna:
Ég átti fávitadag í dag. Úff! Fór í fyrsta sinn í geoteknik, sem er svona jarðtæknikúrs og mér leist bara asssskoti vel á! Danskan var svosum ekkert að angra mig það mikið, það er þegar ég komst yfir sjokkið, reyndi bara að hafa eyrun opin og hlusta vel. Ég á það samt til að missa einbeitningu.. fer yfirleitt að hugsa um föt eða djamm.... eða Kris. Allavega. Fyrstu 2 klukkutímarnir eru fyrirlestur og síðan tekur við verkefnasession sem tekur annað sett af klukkutímum. Ég bara skildi ekki neitt. Ekkert. Jú fyrsta liðinn í fyrra dæminu og eftir það tók bara svartamyrkur við í mínum kolli. Mér varð óglatt ég sver það! Og það virkaði enginn annar í vandræðum, niiii hvurs vegna? "Snýst um að skilja skilgreiningarnar. Ef þú gerir það ekki...." Já mikið rétt, þetta sagði Gunnar Baggi kennari við mig. Hann talar annars eins og Ófeigur í spaugstofunni. Kannski var sá gaur bara Dani eftir allt saman..? Jæja.. Allavega, 2 gaukar í bekknum sáu aumur á mér og buðu mér að vera með sér í verkefnahóp (ég var ekki farin að skæla sko....) sem er súperfínt! En þeir eru algerir snillingar sem lætur mér líða eins og amöbu. Þetta var svolítið fyndið samt. Einn gaurinn var að útskýra eitthvað fyrir mér (því ég starði bara á blaðið og skrifaði formúlurnar aftur og aftur) og ég alveg "jááááá nú skil ég!" Stráksi brosti, ofsa sáttur... Og svo hélt ég áfram að stara á blaðið. Því ég skildi ekki hvað hann var að meina. Tók síðan smá brainstorm í lestinni á leið heim og ég held ég sé að fatta skilgreiningarnar sem útskýra aðferðirnar. Ekki svo erfitt. En svei ef ég lendi í þessu aftur! Annars er ég búin að vera ofsalega kvefuð undanfarið en nú held ég það sé loks að skána. Er hægt að snýta heila? Það myndi allavega útskýra ýmislegt. Lokaorð? Það er gaman að ferðast í lest! Steig samt í eitthvað gú á leiðinni í skólann um daginn. Það var ekkert spes...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home