Monday, August 29, 2005

Færsla #2

Ragga:
Sigga lét djammara sumarsins á desktopið og við fórum í hláturskast þegar ég kveikti á tölvunni í miðjum tíma. Panikaði nett yfir því að fólki fyndist ég hallærisleg að hafa mynd af sveittri, miðaldra skutlu. Eða það sem verra væri, mömmu minni á djamminu.

Hittum Nönnu loksins í dag og voru það fagnaðarfundir. Hún toppar okkur báðar og er í heilum fjórum kúrsum á dönsku. Að auki á pían danskan kæró og hefur því töluvert forskot í dönskunni.

Ég og Sigga fórum í tvo nýja kúrsa í dag, iðnaðartölfræði (IT) og framleiðslugreiningu (FG). IT lofaði góðu framan af, eða alveg þangað til við fórum í verklegt. Þurfum að læra á nýtt forrit sem virðist við fyrstu sýn drepleiðinlegt. Við reynum samt auðvitað að vera léttar í lund.

FG er kenndur á dönsku og var það heljarinnar sjokk. Skildum voða lítið en vorum ekki alveg að meika að koma með: “Kan du venligst snakke lidt langsamer.” Sátum bara með sitthvort súkkulaðistykkið og gláptum á kallinn, svona eins og hann væri fílamaðurinn. Ekki mjög skemmtilegur fílamaður þó, því Sigga sofnaði stuttu seinna. Þetta reddast pottþétt því danskan verður ábyggilega fljót að koma og svo á þessi kúrs ekki að vera erfiður.

Við erum annars ofsalega þreyttar í dag og það má segja að það sé mikið búið að ganga á í hjónarúminu hans Óla (einkar kurteis og viðkunnalegur piltur sem leyfir mér og Siggu að nota rúmið sitt). Í fyrrinótt hrökk ég upp við að Sigga var að berja, og þá meina ég berja, í rúmið. Krúttið var þá steinsofandi að tuska til þjóf sem stal veskinu hennar. Ég held það sé helvítis álag á stelpunni.

Í gærkvöldi gekk okkur illa að sofna og sváfum frekar laust. Vorum alltaf að bylta okkur sem er ekki sniðugt því rúmið hefur einkenni vatnsrúms að því leyti að þegar ein snýr sér við þá hristist hin. Stemmning.

1 Comments:

Blogger Alma said...

Ekkert skrítið að Sigríður litla sofni í tímum ef hún ber þjófa á nóttunni...

11:26 AM  

Post a Comment

<< Home