Færsla #1
Við lellurnar eru komnar til Danmerkur til þess að vera næsta árið. Okkur heilsast ágætlega ef frá er skilið að Sigga er komin með bólu á augað. Hún á erfitt með að blikka og drepur það allar vonir um að hún nái að kynnast fleiru fólki á næstu dögum. Hins vegar erum við búnar að kynnast nokkrum. Í gær tókum við könnun um mataræði Dana og hittum hressa píu. Dásamleg afþreying og eilítið skemmtilegri en bíómyndin Fantastic Four sem Gilli Ammríkufari mælti svo með. Við fundum ægilega huggulegan og ódýran ítalskan veitingastað í gær sem við hyggjumst fara með alla okkar gesti á. Það má því með sanni segja að gærdagurinn hafi verið viðburðaríkur og uppfullur af spennandi ævintýrum.
Við heimsóttum mollið í Lyngby sem er afar flókið. Tilgangurinn var að kaupa díóður á hjólin því annars eigum við hættu á handtöku. Handtakan er enn yfirvofandi því engar díóður fundum við því við gleymdum okkur við eplaát og horfðum á búðina lokast þar sem við sátum á bekk eins og rónar.
Við erum duglegar að efla vínmenninguna hér. Í gær fórum við á barinn og pöntuðum hvítvínsflösku. Við fengum skrýtið augnaráð og endaði það á því að við þurftum sjálfar að opna flöskuna því að Danirnir eru greinilega vanari bjórnum.
Konan hér að ofan hefur verið valin djammari sumarsins. Þótt hún búi í nágrenni Siggu hittum við hana á Grundarfirði þar sem hún lék á als oddi og átti í raun pleisið þegar hún tók olnbogadansinn. Vonandi hittum við hana aftur.
5 Comments:
Fantastic 4 er afar raunveruleg lýsing á Ameríku nútímans. Ég get vottað það! Þið verið bara vera opnari fyrir Bandaríkjunum til að skilja myndina. Og passið ykkur á því að missa ykkur ekki í eplaátinu.
Gaman að heyra hvað ykkur líst vel á Danmörkina. Bíð spenntur eftir að prófa ítalska veitingastaðinn
Hvað eru díóður? Þið eruð rétt komnar út og strax farnar að tala tungumál sem enginn skilur...
Æ, Alma! Þú ert sooo mikið krútt!
Mmmm.... Hlakka til að prófa ítalska staðinn! Verðið að kenna Dönunum að drekka hvítvín.
Post a Comment
<< Home