Færsla #6
Nanna:
Mikið var nú gaman um helgina sem leið! Pjásan ákvað að vera ekkert að tvínóna við hlutina heldur skellti sér í svifflug. Mæli ég hér með með því öllum þeim sem þykir gaman að fljúga flugvél í mikilli ókyrrð. Ég býst við að skemmtilegasti parturinn hafi verið flugtak; gífurleg hröðun og halli sem jafnast á við besta geimskot. Eftir frábæran morgun í háloftunum var haldið heim til Jakobs og ég neydd á gamalt crosser mótorhjól. Það var ekki minna gaman! Sökum aldurs hjólsins var þó nokkuð erfitt að koma því í gír en annars gekk keyrlsan eins og í sögu og mátti sjá pæjuna bruna um mölina hring eftir hring með reykskýið á eftir sér. Áhorfendum þótti víst ægilega fyndið að lappirnar dingluðu meðfram hliðum hjólsins og að framhjólið reikaði (vinstri og hægri til skiptis - endurtekið) en þess ber þó að geta að það var bara fyrst. Ég náði góðum tökum á endanum og er efni í bestu hljólatík. Meðfylgjandi mynd náði Kris að smella af og sýnir hún glögglega stemninguna sem ríkti þennan dag.
Dagurinn endaði svo á skotæfingu með pumpunni hans Jakobs (krúttleg byssa) og þótti ég hafi staðið mig með afbrigðum illa. Ástæða þess er enn óljós en ég kenni Jakob um. Ástæða þess er óljós. Lífið í stórborginni er annars ákaflega ljúft. Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi! Danskan er því miður fremur slöpp en ég og Kris tölum sífellt meira saman á dönsku og get ég nú státað mig af gífurlegum orðaforða fúk- og skammaryrða. Nú er bara að vara sig þegar pjásan tekur upp á því að blóta á dönsku!
Mikið var nú gaman um helgina sem leið! Pjásan ákvað að vera ekkert að tvínóna við hlutina heldur skellti sér í svifflug. Mæli ég hér með með því öllum þeim sem þykir gaman að fljúga flugvél í mikilli ókyrrð. Ég býst við að skemmtilegasti parturinn hafi verið flugtak; gífurleg hröðun og halli sem jafnast á við besta geimskot. Eftir frábæran morgun í háloftunum var haldið heim til Jakobs og ég neydd á gamalt crosser mótorhjól. Það var ekki minna gaman! Sökum aldurs hjólsins var þó nokkuð erfitt að koma því í gír en annars gekk keyrlsan eins og í sögu og mátti sjá pæjuna bruna um mölina hring eftir hring með reykskýið á eftir sér. Áhorfendum þótti víst ægilega fyndið að lappirnar dingluðu meðfram hliðum hjólsins og að framhjólið reikaði (vinstri og hægri til skiptis - endurtekið) en þess ber þó að geta að það var bara fyrst. Ég náði góðum tökum á endanum og er efni í bestu hljólatík. Meðfylgjandi mynd náði Kris að smella af og sýnir hún glögglega stemninguna sem ríkti þennan dag.
Dagurinn endaði svo á skotæfingu með pumpunni hans Jakobs (krúttleg byssa) og þótti ég hafi staðið mig með afbrigðum illa. Ástæða þess er enn óljós en ég kenni Jakob um. Ástæða þess er óljós. Lífið í stórborginni er annars ákaflega ljúft. Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi! Danskan er því miður fremur slöpp en ég og Kris tölum sífellt meira saman á dönsku og get ég nú státað mig af gífurlegum orðaforða fúk- og skammaryrða. Nú er bara að vara sig þegar pjásan tekur upp á því að blóta á dönsku!
4 Comments:
Hahahah... það er hrikalegt að heyra í stelpunni tala dönsku. Ekkert nema dónaorð og blótsyrði! ;)
Hæhæ gaman að sjá að þú ert að skemmta þér þarna úti :) Vertu endilega dugleg að blogga stelpa
Þú ert nú meiri töffarinn Nanna! Brunandi um á mótorhjóli, skótandi og blótandi á dönsku. Geri aðrir betur.
Jæja...habbarasona! Ég held samkv. þínum lýsingum að svifflug væri EKKI fyrir mig vegna ólýsanlegri flughræðslu!
Bið annars að heilsa...ha´det bra!
Post a Comment
<< Home