Wednesday, August 31, 2005

Færsla #5

Ragga:
Annasamur dagur að baki. Hittumst allar þrjár yfir hádegisverði í Lyngby center og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri enginn maður með mönnum hér í landi nema hann væri með sílíkon. Við ákváðum að vera ekkert að tvínóna við hlutina og hoppuðum bara beint út í djúpu laugina. Sigga og Nanna ákváðu að lappa aðeins upp á smettið og fengu sér fyllingu í varir. Þær voru ægilega heppnar og fengu þetta á einhverjum spes díl, svakalega ódýrt. Greyin eru stokkbólgin og bera sig frekar illa. Þær eru þó nokkuð ánægðar með afraksturinn þó að það sé kannski lítið að marka núna út af bólgunni.





Ég átti hins vegar erfitt með að gera upp við mig hvort ég ætti að laga rass eða brullur. Hvernig líst ykkur á?

19 Comments:

Blogger Alma said...

Þið eruð miklu sætari svona, nú er bara að skella silíkoni í júllurnar, ekki hika stelpur!

11:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

Guð hvað þið eruð SEXY!!!!!

2:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ohh Sigga, þú ert svo kyssuleg svona....

2:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jú Ragga, nú muntu meika það í verkfræðinni!Og hvur veit nema að nú takist að fá vinnu sem módel í næsta rúmfatalagersbækling.
Langar annars að vera með ykkur.
Miss you
Kissikiss mjásan mín

11:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

Eva, þú ert rosaleg með búbbingana...

11:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

tad er bara ekkert annad :)

12:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Var maginn skyldukaup með jullunum eða ertu dottin í burgerana Ragga?

12:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ja, gleymdi alveg ad segja fra tvi. Eg er byrjud ad rifa i mig kjot og geng nu um gotur med spjotid a lofti i leit ad brad. Maginn er afleiding af tvi :)

4:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Và, thid erud gedveikt flottar! Ragga èg myndi halda mig vid brjòstin.

12:05 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sigga þú minnir mig á Angelinu Jolie, geturu gert jafngóðan stút?

5:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað þetta er fyndin færsla. Meiri svona húmor.

2:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ragga ég vil ekki sjá svona feik!

6:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hej hej...jæja farin að bíða eftir næstu færslu.Herru Ragga, heldurðu að ég hafi ekki bara hitt gamla kærastan þinn, hann Sigurgeir niðri í bæ um daginn. Hann skilar ástarkveðjum. Annars er hann víst eitthvað farinn að yngja upp því hann var með litlu systu hennar Lilju Smára. Allavega...smá húmor.

11:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ahaha, en fyndið komment! Þú ert ekki í lagi :) Ástarkveðjur til hans ef þú hittir á hann aftur.

4:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehehe skal skila því! Ég sá tárin í augunum þegar ég sagði honum að þú værir byrjuð með öðrum. Nei djók. Allavega...hvað er eiginlega langt síðan??? Var þetta í 5. eða 6. bekk?
PS: Vinsamlegast skrifa eitt blogg á dag fyrir Lilju sína!!! Hún er allan daginn fyrir framan tölvu og vantar eitthvað upplífgandi í lífið.

5:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eins og þetta hafi gerst í gær...

8:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jújú gömlu góðu dagarnir... {ekkasog}
ps.sakna þín

11:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nanna, ertu komin með nýtt e-mail? Kíkiru ennþá á hí-mailið?

2:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ji stelpur! Brad dömpar örugglega Angelinu fyrir ykkur. Æðislega foxy!!

10:44 AM  

Post a Comment

<< Home