Monday, October 03, 2005

Færsla #13

Ragga:

Mamma kom í heimsókn til mín á miðvikudaginn. Hún gaf mér rosa fína afmælisgjöf og bauð mér út að borða á Reef n´ Beef, ástralska staðinn. Okkur var plantað inn í mitt þorrablót hjá löggum, bara kallar og ein kona sem var orðin frekar hífuð þegar á leið (byrjuð að hífa upp bolinn og sýna löggunum eitthvað ofarlega á maganum sínum). Við vorum ekki alveg að fíla lætin og létum færa okkur. Eftir matinn og eina hvítvín vorum við aðeins hressari. Mamma: "eigum við kannski að láta færa okkur aftur til lögganna?"

Eftir ljúft líf með mömmu mætti Lilja Þórunn á staðinn og hristi heldur betur upp í hlutunum. Hún bauð mér á listasýningu í Sívala turninum en systir hennar var að sýna verk þar. Mjög flott! Hér er Lilja skutla á toppi Sívala turnsins:


Við skelltum okkur svo á pöbbarölt með fjórum íslenskum píum á laugardagskvöldið. Það var heljarinnar fjör og endaði ég á að gista hjá mæðgunum. Takk fyrir það!


Þetta er Ylfa síhressa.


Þetta eru Ylfa, Elín og Lilja.

Á myndirnar vantar Steinunni og Júlíu. Steinunn býr ská á móti mér og er hármódel. Júlíu þekki ég minna en hún gæti líka verið módel. Þær komust ekki á mynd þar sem Steinunn var ýmist ullandi eða ég var með á mynd. Lilja, takk fyrir að láta mig vita af bólunni!

Það sem er annars helst fram undan (fyrir utan að hysja upp um sig buxurnar í náminu) er fyrsti tíminn í blakinu á miðvikudaginn, køkkenmøde á fimmtudaginn og félagsvist með miðaldra Íslendingum von bráðar.

Sigríði hef ég lítið séð undanfarið enda var hún í Noregi og Svíþjóð um helgina ásamt Ölmu systu. Von er á ferðasögu fljótlega. Nönnu og Kris hitti ég á laugardaginn og voru þau einstaklega hress. Er ekki kominn tími á pistil frá Nönnsunni?


7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Host Color Adds Blogs to Web Hosting
Now all of the company's Max and Mega hosting plans include WordPress blogging software as a pre-installed extra.
Nice going! You have a super blog here! I have a games file site/blog. It pretty much covers games file and games file related stuff. Check it out, if you have the time.

7:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skemmtileg svona vélræn ummæli.

En að öðru. Mér sýnist sem svo að nánast allir séu búnir að sækja ykkur heim. Bíð bara eftir að heyra fregnir af komu Davíð Þorsteins. og Ásmundar þýskukennara til ykkar.

11:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ragga mín ég tók bara ekkert eftir bólunni fyrr en ég vaknaði daginn eftir við andardrátt þinn í hálsakotinu mínu.. só sorrí!
Ég fór nú bara að hlæja við að sjá mynd af Ylfu.. hvað er þetta fyndin gella! Ertu eitthvað byrjuð í blakinu með Elínu?! Ég held að þið tvær séuð sálufélagar..

11:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kristján! Ætlið þið MR-kennararnir að skipuleggja ferð og heimsækja okkur?

12:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ragga mín, takk fyrir skemmtilegt bréf. Það rifjaði upp ansi vafasamar minningar um leiðinlega þynnkudaga, en ég held að þetta hafi nú verið met.
Hafið það nú gott lömbin mín litlu.

5:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Spurning um að plata Davíð, Björn Búa, Örnu, Fúsa og fleiri... veit reyndar ekki með Fúsa... út til DK.

6:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

hehemm stúlkur mínar...ekki gleyma að þið haldið í mér lífinu hérna! Blogga vinsamlegast!!!

11:19 AM  

Post a Comment

<< Home