Wednesday, September 14, 2005

Færsla #8

Ragga:
Missti því miður af mat með Sigga Siggupabba áðan. Ákvað heldur að rifja upp gamla takta sem b-ball lady og skella mér á æfingu í Sporthallen.

Áður en ég skundaði af stað klippti ég toppinn minn. Vildi hafa hann svona á ská eins og er móðins núna. Svo eftir æfingu þegar ég kíkti í spegilinn brá mér heldur betur í brún. Það var eins og ég væri með hjálm. Eða að sveppur hefði stolið hausnum mínum. Æi, erfitt að lýsa þessu en þetta var sláandi.

Allavega.

Á æfingu voru mættar sjö hressar píur og Erik þjálfari. (Hann minnir óþægilega mikið á Dan. Talar alveg eins ensku og með eins bros.)

Það var rosa skemmtileg æfing, bara að spila og skjóta. Sweet. Er auðvitað í engu formi og tók nettan astmasjúkling á þetta og var næstum búin að fá krampa í bæði (já, það hefur komið fyrir áður) lærin. Helvíti töff. Náði samt að halda kúlinu þar sem þær voru ekkert allar mjög kvikk á því.

Nýju vinkonur mínar (ég er sorgleg) hvöttu mig endilega til að halda áfram og sögðu að ég myndi fá að spila mikið. Ekki af því ég væri svo góð, heldur af því að þær eiga allar krakka og eiga erfitt með að redda pössun um helgar (leikirnir eru yfirleitt á sunnudögum, mjög böggandi). Ég er sem sagt langyngst ásamt Anu þannig að maður kemur inn sem ferskt kjöt. En ekki hvað?

Annars er maður bara allur í sportinu. Við Sigga skelltum okkur í ping pong niðrí kjallara um daginn. Sigga kom með tvo spaða hérna út, öðrum er hún voðalega stolt af og vill helst ekki lána, en hinn er skítlélegur. Ég tapaði alltaf enda var ég iðulega með þann lélega og svo hefur stelpan líka æft borðtennis. Borðtennis, for crying out loud! Er samt öll að koma til í bakhöndinni og mun líklega snúa aftur til Íslands sem Forrest Gump borðtennisins. Eða Wang Nan (það er sko heimsmeistarinn í ping pong fyrir ykkur sem fylgist illa með).

Það sem er svo næst á döfinni er keramikklúbburinn (“upp á félagsskapinn” sagði Sigga). Ég man ekki alveg hvenær fyrsti hittingur er en það verður ábyggilega ógeðslega gaman. Hverjir eru game?

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, sammála þessu, þetta er mjög upplýsandi blogg og þið ættuð alls ekki að stoppa núna. Ef þið viljið kaupa og selja hvað sem er mæli ég með ebay, þið borgið bara þegar þið viljið.

Fokkins kæfa! ég hata hana maður, það er ekki lengur hægt að kommenta á módelið því ég er búinn að múra svo mikla veggi fyrir þessari kæfu.

Hvað sem því líður - ragga þú átt aldrei að láta neinn snerta á þér hárið nema jonathan archer eða svarta hommann í americas next (you know what I'm talkin' 'bout girl). Meira að segja ekki þig sjálfa.

11:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég man ekki betur en að forláta borðtennismót hafi verið háð í stofu X-ara í lok ágúst fyrir nokkrum árum... http://ohm.is/old/6x/article.asp?ID=1

12:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sigga hefur greinilega ekki verið með spaðann góða.. :)

12:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Stelpur, þið eruð nú meiri dúllurnar. Ég tók nett hláturskast þegar ég rifjaði upp þegar Eva skreið út af vellinum í miðjum leik með krampa í báðum lærunum, vona að þetta hafi ekki verið eins slæmt núna??! Góða skemmtun í keramikinu, á ekkert að skrá sig í jólaföndursnámskeið?? Ábyggilega traustur hópur þar.
Bestu kveðjur
ÞG

12:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert nú meiri gellan Ragga! Þú verður búin að kynnast svo mörgu fólki á þessum námskeiðum að þú verður kosin mest popular nemandi svæðisins! (Hef heyrt að þau hafi aldrei áður hafnað í höndum Íslendings..) Annars trúi ég því ekki að þú sért í svona hræðilegu formi! Þú sem ert alltaf svo létt á fæti,)
Tekuru ekki bara Olís sjoppuna á þetta?!

6:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að toppurinn líti mjög vel út svona

7:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ji hvað ég er ánægð með þig stúlkukind. Þú verður nú fljót að komast í form. Líst líka afskaplega vel á keramikið og ping pongið. Þið eruð öflugar þarna úti.
Ég er líka með svona hársögu af mér. Heldurðu að mín hafi ekki verið að fá sér "perms"...og ég er líka með hjálm á höfðinu...eða lítur út fyrir það. Er mjög desperate að fá mér einhvern til að laga þetta...og þá er mér sama þó það séu ekki jonathan archer eða svarti homminn í americas next top model.
eníveis...

12:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hlynur, ætla hér eftir að fara að þínum ráðum í hármálum, enda er kjeppinn fáránlega vel með á nótunum í þeim efnum.

Kreuzer, var búinn að steingleyma þessu móti. Sérlega hrifin af setningunni: "Kristján sallaði Röggu."

Systa, solid hugmynd með jólaföndrið, er á fullu að sörfa á netinu í leit að slíkum félagsskap. Það er líka pæling að skrá sig í bingó, myndum allavega slá tvær flugur í einu höggi því Siggu finnst svo gott að tala við gamlar konur.

LÞ garpur, tek klárlega Olís á þetta, sé alveg græna fánann blakta við hún.. manstu? Dem, það var án efa svaðilför dauðans.

SP og nafnlaus, takk kærlega fyrir.

LH hjálmur, taktu mynd og sendu mér. Þú bara verður!!

Rach, þú nefnilega hlóst ekkert af því þú þekktir mig svo vel...? Haha! Sakna ykkar líka, sendi góða strauma :)

1:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er alveg æðislegt blogg. Það hefur gleymst að láta mig vita af því en internetið er upplýsingamiðill og ég fékk upplýsingar um þessa síðu. Þið getið því vænst skemmtilegra kommenta og almenns hressleika frá mér í þessu kommentakerfi. Góðar stundir

12:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ok viðurkenni að þetta var aðeins ýkt hjá mér.Kannski meira svona eins og léttur blær hafi farið um hárið mitt og nú sé það aðeins úfnara. Minnir eilítið á Kirsten Dunst þegar hún lék í Interview with a vampire.

4:15 PM  

Post a Comment

<< Home