Monday, September 26, 2005

Færsla #12

Ragga:

Það er sannarlega líf og fjör hér í útlandinu. Óli Freyr var hjá okkur um helgina og gaf okkur drauma. Mjög vinsælt. Við skoðuðum fullt fullt af kirkjum og höllum og tókum netta Japani á þetta hvað myndatöku varðar.

Í Danmörku er klárlega eitt hæsta hlutfall krúttlegra gamalla kvenna (Sigríði til mikillar ánægju). Þessi áhyggjulausa dúlla var að krúttlast í einum garði og vakti (óskipta) athygli okkar.


Kampsax partý á laugardaginn var hressandi og enduðum við Sigríður á stjörnuskoðun upp á fjalli. Náttúrlega var fjallið bara hóll, allavega blésum við Sigíður ekki úr nös þegar á toppinn var komið enda hraustar píur í toppformi.

Á sunnudaginn fórum við (Nanna, Kris, Sigga, Óli og Þói) á lokakvöld tívolísins. Kashmir voru að spila en misstum við SS af því sökum þreytu. Það var samt ótrúlega gaman. Strákarnir fóru í turninn og skríktum við stelpurnar af kátínu á jörðu niðri.


Í gær hittum við loksins Þóru og Hrabba en þau eru búin að vera góðu yfirlæti hjá hinni síhressu Jóhönnu Árósapíu. Fengum okkur unaðslega pizzu og allir voru hressir og kátir:



Nú er það bara lærdómur á lærdóm ofan þangað til annað kvöld en þá kemur frú Lára í heimsókn. Lilja Þórunn, ætluðum við ekki að skottast eitthvað saman um helgina? Sendu mér Emil, búin að gleyma þínum!

Hérna kemur fimmlistinn minn en Alma klukkaði mig. Alma er ein uppáhaldsvinkona mín þessa dagana og skyldi engan undra. Hún gaf mér Freyjurís og þurfti ég ekki annað en að lygna aftur augum á meðan súkkulaðið bráðnaði í munni mér og fannst mér ég vera komin aftur á heimahaga. Meira svona, Alma!

1. Ég hata bein. Fæ massíva klígju af því að hugsa um að snerta bein.

2. Ég hef litla sjálfstjórn og fer stundum í rosaleg hlátursköst. Það getur verið mjög hvimleitt og vandræðalegt.

3. Mér finnst gaman að pússla.

4. Mér finnst fyndið að vera með annarra manna gleraugu á djamminu. Því sterkari, því betra.


5. Mér finnst ljótt að vera með mottu. (Þetta er hint til Sigga þar sem hann er með ranghugmyndir og dellu fyrir Oktoberfest.)
Ég klukka Jesper, Teresu, Ane og Kristian. (Jeg klukker jer alle: Jesper, Teresa, Ane og Kristian!)

19 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er þá ekki einmitt upplagt að ég safni mottu meðan þú getur ekki séð hana :) Annars stefnir þetta hraðbyr í lélegustu mottu allra tíma hjá mér. Meira að segja Björgvin er kominn með meiri hýjung jafnvel þótt hann gleymdi sér og rakaði sig á sunnudaginn!

4:14 PM  
Blogger Bibba Rokk said...

Ragga - ert þú með gleraugun mín? Er búin að vera að leita af þeim í nokkrar vikur......ef ekki, endilega reyndu að nappa einhverjum sem eru 0,75 :)

4:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bryndís, ég skal koma heim með fullt af gleraugum handa þér. Er reyndar ekkert vön að stela þeim, fæ bara að máta í smástund en ég get alveg gert undantekningu fyrir þig. Ég er líklega ekki með þín þar sem mér finnst fyndndast að vera með stór strákagleraugu. Þarf líklega ekki að taka fram að afagleraugu eru best.

Siggi, RAKAÐU ÞIG UNDIR EINS!!

6:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Verð bara að kommenta á myndina af þér með gleraugun, þú tekur þig vel út vinan!!!
Annars er ég að fara í stórt atvinnuviðtal á morgun í gegnum símann. Eigandi ferðaskrifstofunnar ætlar að hringja í mig og spjalla ( stress stress)...svo fer þetta allt saman að koma í ljós hvort ég fer út eður ei. Takk annars fyrir bréfið...skrifa þér annað fljótlega við tækifæri!
Kossar og knús!

9:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

ps. Er algjörlega sammála Röggu í sambandi við mottur, alveg hrikalegur andskoti!!!

9:23 PM  
Blogger Alma said...

Ragga, hvaða strákur er þetta með þér á myndinni? Þú mátt ekki gefa Sigga alveg upp á bátinn þótt hann sé með mottu greyið (samt ógóljótt, sammála fyrri ræðumönnum).

11:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hann er allavega á síðasta séns, drengurinn :) Þetta er gömul mynd af mér og Gerta coach.
Gangi þér vel í atvinnuviðtalinu, Lilja!

11:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ættir að skella myndinni af þér með gleraugun hans Greg (þykkbotna) á síðuna líka. Tókst þig svo helvíti vel út með þau!

3:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað ég get samsvarað mig þér með sjálfstjórnina..hef nákvæmlega enga.
Búin að senda þér emil.
P.S. Ég er algjörlega ósammála ykkur með motturnar! Eruði að djóka eða?
..Siggi, hlustaðu ekki á þær, mér finnst það foxy!

9:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ahahaha, búin að gleyma þykkbotna gleraugunum hans Greg. Það var eins og maður væri með opin augu ofan í sjó þegar maður var með þau á sér. Ógeðslega gaman!

Lilja Þórunn, verður að skrifa undir nafni (ef þetta ert þú?)! Þú ert einna skæðust í hlátursköstunum og ég VEIT að þér finnst ekki foxy að vera með mottu. Er ekki búin að fá bréf frá þér, sendu á reg1@hi.is.

10:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ragga!
Opnunin er i sivalna turninum i dag kl 16!! Kemuru ad hitta okkur?
Eg er med simann.. HRINGDU!!
Annars verdum vid eitthvad ad turistast a morgun.
Hringdu i mig!
Og ja, tad er foxy ad vera med mottu!!

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

ÉG FÉKK VINNUNA!!! Fer líklega í lok október til London og verð í starfsþjálfun eitthvað til að byrja með.
Allir velkomnir í heimsókn!

1:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

SNILLD! Til hamingju, kem líklega ekki í heimsókn fyrr en eftir áramót! Oh gaman!! :)

7:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta,
hvaða fólk er þetta sem þú ert að klukka?? Er þetta ímyndað lið eða ertu ennþá að sanka að þér útlendingum??
Siggi þér verður ekki boðið í laxakvíslina með hýjung ;) Þetta verður að fara af fyrir jólin..
Svo skal ég fara að skrifa þér bréf bráðum eva mín.. þetta er allt að koma.
Kiss kiss.

4:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mottan er farinn :( Þetta var orðið vandræðalega lélegt

5:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Neinei, fjarri því að vera ímyndað lið. Jesper er gaurinn sem var alltaf ber að ofan í tímum þegar það var sem heitast. Ane er með mér í körfu. Teresu hittum við Sigga á djamminu og gáfum henni e-mailið okkar en hún hefur því miður ekki haft samband. Kristian býr ská á móti mér og er alltaf ber að ofan á djamminu. Ég mun líklega bjóða þeim öllum heim um jólin, þau langar nefnilega svo að smakka hangikjöt.

5:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja Ragga mín!
Takk fyrir mig í DK. Það var ekkert smá gaman að sjá þig og skreppa með þér á pöbbarölt! Gerum þetta aftur við tækifæri,)

4:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ragga!
Fannstu lyklana í GALLABUXUNUM þínum?! Þessar sem þú varst í?
Hvernig í ósköpunum fóru þeir fram hjá þér þar? Hvar leitaðiru?!
Sjitt.. ég er bara í kasti að lesa mailin frá þér í tíma. Vúbbs!

4:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehemm, já sko, leitaði alveg oft í buxunum mínum (kom eiginlega enginn annar staður til greina) en þeir voru ekkert þar. Er ábyggilega með álf í rassinum sem tók þá.. eða eitthvað. Er samt mjög hress með þetta, hefði sko kostað 1600 DKR að fá nýjan lykil.. svooo kynntist ég svo skemmtilegu fólki á meðan ég var að reyna að komast inn á herbergið... einmitt! En já, endurtökum þetta endilega við tækifæri!!

6:23 PM  

Post a Comment

<< Home