Færsla #10
Ragga:
Ég og Sigga hjóluðum á bensínstöðina til að láta pumpa í hjólin. Það var frekar flókin pumpa, með stillingum þar sem maður átti að velja þrýstinginn, eitthvað sem við lufsur vorum ekki alveg að skilja.
Kom askvaðandi einn gamall gaur, baðandi út höndum og talaði á fullu. Hann var í klossum og hélt sko að hann ætti pleisið. Ég varð stressuð og fór í hláturskast. Hann fór að fikta í stillingunum á meðan hann blaðraði. Svo lét hann mig halda á pumpunni á meðan hann dældi:
"Nejnej, du holder den forkert!"
Alveg upp á honum typpið maður.
Allavega, skarfurinn dældi allt of mikið í dekkið mitt þannig að það sprakk á því í fyrrinótt.
Næst þegar ég sé hann ætla ég að gefa honum selbita í ennið og hrópa: "DUMBE MAND"
Það var það. Annars fór ég í póker með strákunum á ganginum í gær. Elska póker! Við pjásur erum meira að segja að spá í að fara að æfa. Nefnilega boðið upp á það í skólanum einu sinni í viku.
Annars var ég að skoða deltagerlistann í Mennesket og de fysiske omgivelser. Ekkert smá skrýtið lið sem er með okkur í tíma. Ein rosa Mansongella, alltaf í síðum leðurfrakka sveiflandi einhverjum keðjum og hvæsandi að kennaranum. Maður er bara hræddur:
Ég og Sigga hjóluðum á bensínstöðina til að láta pumpa í hjólin. Það var frekar flókin pumpa, með stillingum þar sem maður átti að velja þrýstinginn, eitthvað sem við lufsur vorum ekki alveg að skilja.
Kom askvaðandi einn gamall gaur, baðandi út höndum og talaði á fullu. Hann var í klossum og hélt sko að hann ætti pleisið. Ég varð stressuð og fór í hláturskast. Hann fór að fikta í stillingunum á meðan hann blaðraði. Svo lét hann mig halda á pumpunni á meðan hann dældi:
"Nejnej, du holder den forkert!"
Alveg upp á honum typpið maður.
Allavega, skarfurinn dældi allt of mikið í dekkið mitt þannig að það sprakk á því í fyrrinótt.
Næst þegar ég sé hann ætla ég að gefa honum selbita í ennið og hrópa: "DUMBE MAND"
Það var það. Annars fór ég í póker með strákunum á ganginum í gær. Elska póker! Við pjásur erum meira að segja að spá í að fara að æfa. Nefnilega boðið upp á það í skólanum einu sinni í viku.
Annars var ég að skoða deltagerlistann í Mennesket og de fysiske omgivelser. Ekkert smá skrýtið lið sem er með okkur í tíma. Ein rosa Mansongella, alltaf í síðum leðurfrakka sveiflandi einhverjum keðjum og hvæsandi að kennaranum. Maður er bara hræddur:
10 Comments:
Helvíti er hún lík Siggu þessi Mansongella
Já ég er ekki frá því að þær séu svoldið líkar... ;)
En nú verðið þið að hætta að kynnast fólki, er ekki að nenna að sitja uppi með einhverja skrítna Dani í jólaboðum..
Já er sko sammála henni Lindu...viljiði fara að hætta þessu stelpur. Það verður fljótlega allt of flókið að lesa bloggið ykkar útaf nýju og nýju fólki, maður verður alveg ringlaður.
Ps. fríkí gella maður
Mér leiðist í vinnunni!
Viljiði koma með einhver skemmtileg komment eða annað blogg svo ég hafi eitthvað að lesa!!!
Góður gæinn með pumpuna.Vona bara að ég verði vitni að því þegar þú segir "DUMBE MAND".
Ég ætla að sofa hjá manson gellunni...
ARRRRRRRRRRRRRGgggggggggggggggghhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh hún er ekki fucking Manson heldur gothic, stupid
Er þetta Marilyn Manson sjálfur sem er að kommenta? Hann tekur þessa færslu kannski aðeins of persónulega
Ég er kannski algjör bjáni...en hver er annars munurinn á gothic og manson?
Manson er fucking allt annað heldur en gothic. Mansonistar eru bara fucking wannabees!!!
Post a Comment
<< Home