Færsla #9
Reg&Sig:
Sitjum í huggulega hreiðrinu hennar Siggu og höfum spjallað saman um lífið og tilveruna í allt kvöld. Svo skrítið að hugsa til þess hvað við erum orðnar fullorðnar. Gleymum því aldrei þegar við vinkonurnar djömmuðum saman í fyrsta skiptið. Það var í 4. bekk í MR *söknuður* og við vorum áhyggjulausar ungar stelpur sem áttum framtíðina fyrir okkur. Þetta var í sumarbústaðarferðinni eftir vorprófin og margir ungir einstaklingar í bekknum að uppgötva hinar ýmsu hliðar lífsins. Pési drakk bjór í fyrsta skipti og Hallgrímur missti sveindóminn með Þórkötlu sem hafði víst einhverja reynslu á þessu sviði. Við vinkonurnar smullum alveg saman og fundum strax að þessi vinátta átti eftir að endast út ævina. Nú erum við saman í Danmörkunni og hefur þessi dvöl sannarlega styrkt vinaböndin, erum hreinlega eins og blóm í eggi.
Annars erum við tussuþunnar eftir gærkvöldið! Sjitt, helvítis djamm á manni. Skriðum inn á herbergi einhvern tímann í morgun og vorum að vakna. Í gær var sumsé DTU-djamm með rokktónleikum. Eða það minnir okkur a.m.k. *blikk* Við lufsurnar skiptum einni hvítvínsflösku, eins og venjulega. Gúddsjitt! Miðað við höfuðverkinn í dag höfum við víst innbyrt eitthvað aðeins meira en hálfa hvítvínsflösku á mann. Ég meina... svona er djammið bara!
Kvöldið var engu að síður gott. Kynntumst fólki sem aldrei fyrr. Fyrsta ber að nefna Mette sem var að fá sér að míga á sama tíma og við. Þokkalega hot gella með perm:
Ragga hataði ekki ruglið og bauð einum strák gistingu á meðan besti vinur hans var að fá sér að ríða. Það kom sem betur fer ekki til þess, líklega hefur hann ekki náð honum upp eða eitthvað.
Annars erum við bara búnar að vera að taka myndir af nágrenninu. Þetta er gatan okkar:
Þetta er herbergið hennar Röggu:
Hún er búin að hengja ógeðslega sæta mynd af Siggu upp á vegg. Sigga er aftur á móti svo mikill töffari, finnst of væmið að vera með mynd af Röggu upp á vegg. Þetta er herbergið hennar:
Sitjum í huggulega hreiðrinu hennar Siggu og höfum spjallað saman um lífið og tilveruna í allt kvöld. Svo skrítið að hugsa til þess hvað við erum orðnar fullorðnar. Gleymum því aldrei þegar við vinkonurnar djömmuðum saman í fyrsta skiptið. Það var í 4. bekk í MR *söknuður* og við vorum áhyggjulausar ungar stelpur sem áttum framtíðina fyrir okkur. Þetta var í sumarbústaðarferðinni eftir vorprófin og margir ungir einstaklingar í bekknum að uppgötva hinar ýmsu hliðar lífsins. Pési drakk bjór í fyrsta skipti og Hallgrímur missti sveindóminn með Þórkötlu sem hafði víst einhverja reynslu á þessu sviði. Við vinkonurnar smullum alveg saman og fundum strax að þessi vinátta átti eftir að endast út ævina. Nú erum við saman í Danmörkunni og hefur þessi dvöl sannarlega styrkt vinaböndin, erum hreinlega eins og blóm í eggi.
Annars erum við tussuþunnar eftir gærkvöldið! Sjitt, helvítis djamm á manni. Skriðum inn á herbergi einhvern tímann í morgun og vorum að vakna. Í gær var sumsé DTU-djamm með rokktónleikum. Eða það minnir okkur a.m.k. *blikk* Við lufsurnar skiptum einni hvítvínsflösku, eins og venjulega. Gúddsjitt! Miðað við höfuðverkinn í dag höfum við víst innbyrt eitthvað aðeins meira en hálfa hvítvínsflösku á mann. Ég meina... svona er djammið bara!
Kvöldið var engu að síður gott. Kynntumst fólki sem aldrei fyrr. Fyrsta ber að nefna Mette sem var að fá sér að míga á sama tíma og við. Þokkalega hot gella með perm:
Annars erum við bara búnar að vera að taka myndir af nágrenninu. Þetta er gatan okkar:
Þetta er herbergið hennar Röggu:
Hún er búin að hengja ógeðslega sæta mynd af Siggu upp á vegg. Sigga er aftur á móti svo mikill töffari, finnst of væmið að vera með mynd af Röggu upp á vegg. Þetta er herbergið hennar:
10 Comments:
Ég veit alveg að herbergið hennar Siggu er ekki svona. Hættu þessu bulli Ragga! Er það nokkuð svona?
Afar heimspekilegt blogg hjá ykkur...furðulegt hvað tíminn líður. Eeen allavega...gott að þið skemmtuð ykkur á djamminu, og að þið séuð loksins farin að kynnast fólki þarna.
BTW.flott herbergi Sigga.
Takk! Ég er rosaánægð með ljósakrónuna, gefur herberginu svo klassískt útlit!
Við vorum þá greinilega ekki saman í 4. bekk... nema þá að ég hafi bara verið í ruglinu.
Æi, þetta er eiginlega bara alveg eins og herbergið þitt hérna heima, Sigga...flott mynd í þínu Ragga. :)
Þið eruð svo fyndnar stelpur.. ég er í kasti!
Annars gott að kynnast fólki á klóinu. Ég eignaðis marga góða vini þar á djamminu í Helsinki. Myndast svo sterk bönd milli fólks í sömu aðstæðum..
Já sammála Sigga...ljósakrónan er punkturinn yfir i-ið...veggfóðrið er líka að gera góða hluti!
Ofbodslega fallegt herbergi Sigga, thetta ert svo mikid thú! Ég man thá tíd thegar madur var saklaus 4.bekkingur, vid hofum alldeilis laert margar lexíur lífsins sídan thá... hehemmm...
hehehehehe....... Snilldarblogg stelpur. Gaman að Ragga er mætt aftur í B-ball vegna þess að það er engin eins frábær í körfu og Ragga, sérstaklega þegar hún fær krampa og byrjar að hlaupa í hringi :) eða þegar hún leggst niður í gólfið af hlátri og enginn veit af hverju.
ps. Er að pæla í að drífa mig út og á æfingu, er farin að sakna Dan svo rosalega mikið sem þjálfara......
Þú og Dan.. það voru sko tímar! :) Kannast nú ekki alveg við þessa hringi.. hmm.
Post a Comment
<< Home