Thursday, October 27, 2005

Færsla #22

Ragga:

Það kann að hljóma ótrúlega en tvinnfallagreining er skemmtilegasta fag annarinnar. Oliver hinn þýski hefur algjörlega tekið að sér kennarahlutverkið og leiðir okkur Ylfu í gegnum dæmin. Frekar vinsælt!

Þetta er Oliver.

Ylfu finnst ekki gaman að reikna og hefur þess í stað tekið að sér að vera fyndin. Dó næstum úr hlátri í dag.

Oliver og Ylfa að tala saman og ég að glápa á þau. Fékk svo snöggan verk aftan í hnakka sem leiddi leifursnöggt gegnum haus og blokkaði sjón á hægri auga. (DON´T PANIC PEOPLE.. var sko bara í hálfa sekúndu eða minna). Ég fann einhverja þörf fyrir að segja frá þessu og byrja að útskýra með mínum íslenska hreim: “... and there was like a strike through my head and then I lost my sight..”
Ylfa horfði í smástund á mig og svo: “Maybe you´re mentally ill, maybe it´s the math, you know, you see what you wanna see.”
Ég: “I was watching you..” Við í hláturskast.

Svo aðeins seinna ætlaði ég að spyrja Ylbs hvert hún væri komin í dæmunum. Ég er svo orðheppin: “Ylfa, where are you..?”
Hún horfði á mig dáldið áhyggjufull, svona eins og það væri eitthvað stórkostlegt að mér, byrjar svo að vinka: “I´m right here, can´t you see me?”

Æi, kannski svona had to be there.

Annars er allt fínt að frétta. Slikmutter kvöld á barnum á eftir. Dáldið furðulegt nafn á kvöldi en við ætlum að gefa því séns, öll nammiskot á fimmkall. Verð samt settleg því ég á að mæta í efnafræði kl.8 í fyrramálið. Jesssss..

Ég og Sigga keyptum miða á Sálina áðan. Kostaði skid og ingenting og allir að fara. Óli bró er meira að segja búinn að bjóða í fyrirpartý. Hann klikkar sko ekki á stemmningunni kallinn. Heheeee...

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Dansk tak!

10:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Dansk tak! Og ja, det var du burde har været der moment!

12:53 AM  
Blogger Alma said...

Voruð þið rosalega duglegar í nammiskotunum? Sigga a.m.k. langt fram á nótt...humm. Annars hefði ég ekki trúað því upp á töffara eins og ykkur að fara á Sálina.

11:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahaha Ragga min,tu og tin fyndnu komment stundum : where are you? algjor snilld. Se tetta svo gjorsamlega fyrir mer.
Annars er eg buin ad boka 3 ferdir fyrir breta sem eru ad fara til Islands um jolin, ekki dugleg??

4:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Alma: Við erum duglegar stelpur! Sódómaaaaaaaaaaaaaaa! Þú getur keypt þér pakkaferð á Sálina, alveg hræbillegt sko! Plís, koddu!
Lilja: Jú, þú ert æðislega dugleg! Svarthvítaaa hetjan mín!

4:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég fer að hætta lesa bloggið ykkar á hlöðunni. Frekar ósmekklegt að frussa af hlátri, ein úti í horni!
En mér finnst þetta þeim mun fyndnara þar sem ég hef hitt Ylfu.. sé þetta alveg fyrir mér!

2:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, hún er yndislega fyndin!

7:08 PM  

Post a Comment

<< Home