Færsla #20
Haustfríið búið og lærdómur lífs míns tekur við... frá og með morgundeginum. Áttum voða ljúfa daga þar sem þetta stóð upp úr:
Reef ‘n Beef (ástralski staðurinn) þar sem ég fékk mér þorsk. Siggi var aðeins frumlegri og fékk sér emúa. Gott stöff.
TDC hjá Siggu þar sem Jakob á ganginum hennar skaut Gilla og Sigga tvisvar. Hann var með byssuþema og var að sýna þeim byssur: “Stand up, turn around, two bullets for each” og svo skaut hann þá í rass og bak. Mjög eðlilegt.
Experimentarium, vísindasafn með skemmtilegum speglum þar sem maður er æðislega mjó himnalengja. Þar eru reyndar líka speglar þar sem maður er ekki eins töff, hálfur metri og með feitasta rass í heimi.
Playboy night á barnum niðri og besta comeback allra tíma frá Peter á ganginum mínum. “Why weren´t YOU watching?”
Næturlífið í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Birkir og Jóhanna voru afar hress:
Á Pilegaarden hitti Siggi Önnu Beggu frænku sína og í sameiningu skipulögðu þau mini-ættarmót sem haldið var í dag hjá Mumma og Ástu ásamt því að huga að jólagjöfum handa skyldmennum.
Annars átti Sigríður hvern stórleikinn á fætur öðrum og toppaði allt þegar hún pantaði sér í þynnkumat stykki sem leit út eins og kúkur. “Ég bara VERÐ að smakka þetta.” Ógirnilegri mat hef ég ekki augum litið.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home