Wednesday, November 16, 2005

Færsla #32

Sigga:

Nú hef ég kvatt mömmu og pabba en þau hafa verið hér í Køben síðustu vikuna. Það var rosagaman að hitta þau og því ekki laust við að tárin hafi fallið við kveðjustundina á hótel Palace við Rådhuspladsen þar sem settið gisti síðustu tvær næturnar. M+P vildu allt fyrir mig gera og því hef ég lifað eins og kóngur síðustu vikuna. Farið út að borða oftar en góðu hófi gegnir og ekki laust við að prímadonnustælarnir þvælist fyrir mér nú þegar líferni fátæks námsmanns blasir við.

Í gær fórum við út að borða á Jensen's bøfhus og það var hár í matnum hennar mömmu og var henni því gefið gjafabréf upp á nýja máltíð sem vitaskuld féll í minn hlut. Jesss! Hver vill koma með mér út að borða? Með okkur í för var ástarkærustuparið Láki bróðir minn og Sunna.

Síðastliðinn sunnudag bauð Sunna (tilviljun?) okkur upp á dásamlega ISO-önd sem elduð var með ást og tilfinningu. Kann ég henni bestu þakkir fyrir góða máltíð og ekki síður Óla sem valdi öndina af mikilli kostgæfni.

Annars er kominn fjandans kuldi hérna í Djéká og er ég pabba ævinlega (eða a.m.k. eitthvað áfram) þakklát fyrir trefilinn og vettlingana sem hann gaf mér. Sem stendur sé ég að það er tveimur gráðum heitara í Reykjavík en í Kaupmannahöfn! Magnað! Vildi að ég væri kominn heim í hitann. En í tilefni lækkandi hitastigs og komandi vetrar fjárfesti ég í nýjum leðurjakka sem ég fékk á Købmagergötu. Hann er fjandi flottur og fullnægir í senn praktísku hlutverki sem og leður-fetishi okkar Gillz. Búast má því að ég verði búin að bæta leðurbuxum í safnið áður en langt um líður.

Að lokum. Staðfestur heimkomudagur er 22. desember.

5 Comments:

Blogger Alma said...

Ertu byrjuð með Gilzenegger? Sílvía Nótt verður brjáluð...æi, nei þau eru hætt. Hún er núna með Páli Óskari. Óli sætur á myndinni.

12:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Búbba mín, ég vildi bara benda þér á að hver sem er getur fengið sér bloggsíðu og sett myndir af systkinum sínum á hana. BURT MEÐ MYNDINA!

ps: Er ekki allt í lagi með Röggu?

1:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ ég vildi bara nota tækifærið og kasta kveðju á hana Sunnu sætu...

10:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Flott mynd af brodur tinum og kaerustunni Sigga!

2:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Danke schön.

2:54 PM  

Post a Comment

<< Home