Sunday, November 06, 2005

Færsla #29

Ragga:

Kvöldið byrjaði á partei hjá Sunnu og Óla. Einkar hressandi þar sem við hittum margan manninn. Sigríður eyddi dágóðri stund í heimspekileg málefni með danskri píu á meðan ég lærði nýjan leik með íslenskum blómarósum.

Sálin var spes. Þórdís Gúddmúndsdóttir, hei kanína er án efa lélegasta lag Íslandssögunnar!

Ég komst samt í heljarinnar stuð á tímabili, fer ekkert í felur með það. Hittum svakalega massaðan mjólkurfræðing sem hélt uppi stuðinu. “Eruð þið allar svona ensjínörar? ... ég er bara mjólkurfræðingur.” Ylfa ógeðslega jákvæð og skemmtileg: “Bíddu hvernig var þetta aftur? ..það verður enginn mjólkurfræðingur í móðurkviði!” Það voru auðvitað allir með á nótunum!

Mér fannst stemmningin viðbjóðslega fyndin og átti bágt með mig. Tók að mér rassskellingarhlutverkið sem var vandræðalegt fyrir Bjössa bollu. Sigríður var dugleg að narra tjellingar í danshringinn öðrum (þá sérstaklega mér) til ómældrar ánægju.

Bömmer kvöldsins: Myndavélin gleymdist.
Lexía kvöldsins: Ég er með ofnæmi fyrir cabernet sauvignon. Þökk sé Sigríði er það loks komið í ljós. Var eins og fílamaðurinn á tímabili (útbrot alls staðar og nef eins og rúdolf) en ss pylsan var dugleg að blása í mig kjarki. Kannski ekki svo mikill bömmer með myndavélina eftir allt saman..

Kvöldið endaði á því að það var svindlað á okkur í taxa. Við létum þó ekkert vaða yfir okkur ókeypis, rifum kjaft, kvörtuðum og beygluðum bíl.

Annars er ég enn að hlæja yfir Bodil og blauta prumpinu. Óli, áttir þú nokkurn þátt í því kommenti?

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já...það var ég. Ég fæ alltaf commentaboxið upp á japönsku eða e-u svipuðu þannig að ég hef ekki verið að commenta mikið...Viðurkenni reynar að ég þorði ekki að setja nafnið mitt við þetta alveg strax....var heima í einkahúmorsstemmara og fannst þetta voða fyndið...vissi ekki um viðbrögð annarra...t.d. ættingja ykkar...fokkit!

Var Egill aftur í heimsókn? Er það ekki hann sem er kallaður SS pylsan?

4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Beyglududi bil??tvilikir rebellar sem tid erud ordnar!
Ragga,hvad meinardu, eg skrifadi ter bref a fimmtudaginn og er ekki buin ad fa neitt svar fra ter, eg endursendi tad til tin nuna!

9:56 AM  
Blogger Bibba Rokk said...

Langaði bara að skila kveðju - Hæ Ragga :)

2:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ!

2:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ragga!!! Ertu ad koma um helgina??????
JEIIIIIII!!!!!!!
Sendu mer post sem fyrst!

12:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Dísa og Lilja Þórunn! :)

Jámms, London beibí hír æ komm!! Kem kl.22 á friday og fer ógeðslega snemma á mánudagsmorgun. Mikið verður nú gaman.. ætla að sitja sveitt við lærdóminn alveg þangað til!

12:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ok, a hvada flugvoll kemurdu?

2:08 PM  

Post a Comment

<< Home