Færsla #31
Ragga:
Ég er komin heim á køkken 4.
Það var yndislegt að hitta Liljuna sem talar nú orðið eins og innfæddur Lundúnarbúi, með alla frasana á hreinu. “Hann er sko ógsla poss.. þúst snobbaður!” Mér finnst náttúrlega alltaf flottast að vera með Íslendingahreim og er eftir miklar pælingar að spá í að vera ekkert að skipta..
Skruppum á djammið þar sem ég lenti í skrýtnu samtali við breska fótboltabullu: “Ædúr Gúddjonnsen is like a father to me!”
Æi plís!
..maður er alltaf vitur eftir á: hefði náttúrlega átt að segja honum frá því þegar kjeppinn var feitur og í KR í þokkabót. Furðulegt nokk, ekki svo langt síðan sem ætti að blása okkur öllum byr undir báða vængi: Allt er hægt pípúl!
Ég vil nú ekkert vera að alhæfa (hahh! ..er ekki mikið fyrir að taka stórt upp í mig. (Óli, plís ekki misskilja!)) en mikið eru Bretar hallærislegir! Sérstaklega skar úr að allar stelpurnar voru berleggja í ógeðslega stuttum pilsum og flegnum bolum. Ég á hinn bóginn hélt alveg kúlinu með húfu og vettlinga allan tímann. Það var nefnilega ógeðslega kalt.. ég elska déká, svo milt veðurfar og barinn hvort eð er alveg við hliðina þannig að veðrið er ekkert issue ef út í hart fer!! Hér erum við kærusturnar:
Var rétt í þessu að koma af S-huset. Bjöggi afmælisbarn tilkynnti markaðshugmynd aldarinnar sem vinur hans á víst heiðurinn af: “Áfengislaus vodka og smokkar með typpabragði.”Ég er komin heim á køkken 4.
Það var yndislegt að hitta Liljuna sem talar nú orðið eins og innfæddur Lundúnarbúi, með alla frasana á hreinu. “Hann er sko ógsla poss.. þúst snobbaður!” Mér finnst náttúrlega alltaf flottast að vera með Íslendingahreim og er eftir miklar pælingar að spá í að vera ekkert að skipta..
Skruppum á djammið þar sem ég lenti í skrýtnu samtali við breska fótboltabullu: “Ædúr Gúddjonnsen is like a father to me!”
Æi plís!
..maður er alltaf vitur eftir á: hefði náttúrlega átt að segja honum frá því þegar kjeppinn var feitur og í KR í þokkabót. Furðulegt nokk, ekki svo langt síðan sem ætti að blása okkur öllum byr undir báða vængi: Allt er hægt pípúl!
Ég vil nú ekkert vera að alhæfa (hahh! ..er ekki mikið fyrir að taka stórt upp í mig. (Óli, plís ekki misskilja!)) en mikið eru Bretar hallærislegir! Sérstaklega skar úr að allar stelpurnar voru berleggja í ógeðslega stuttum pilsum og flegnum bolum. Ég á hinn bóginn hélt alveg kúlinu með húfu og vettlinga allan tímann. Það var nefnilega ógeðslega kalt.. ég elska déká, svo milt veðurfar og barinn hvort eð er alveg við hliðina þannig að veðrið er ekkert issue ef út í hart fer!! Hér erum við kærusturnar:
Lítur hann út fyrir að vera klár gaur? (Takið einnig eftir banvænu augnaráði kæfunnar minnar.)
Pöntuðum bjórturn í tilefni afmælisins og ég mátti hafa mig alla við að halda í við þau hin (var auðvitað bara í hvidvin, menningarljónið sjálft). Stóð mig vel að vanda.
Annars fannst Elínu alveg augljóst af blogginu að dæma að ég og serkurinn værum ástfangin. Góði mannþekkjarinn! Ykkur að segja þá er gifting í vændum og ætlum við að mála okkur gul og ég að túbera hárið og mála blátt. Simpsons þema, allir að mæta í búning.. serkurinn er nefnilega heitur fan og hvað gerir maður ekki fyrir ástina?
6 Comments:
List vel a brudkaup! Eg skal vera Abu i Simpsonthemanu. Talandi um Abu annars, tu minnist ekkert a hann Jack leigubilstjoravininn okkar i blogginu tinu...vard ferlega svekkt!
Þetta er snilldarhugmynd fyrir þema í brúðkaupi! Fíla þetta! Má ég vera gul brúðarmær? Spurning hvernig þema við höfum í gæsapartýinu. Verðum að toppa brúðkaupsþemað!
Að sjálfsögðu máttu vera brúðarmær Þóra mín! Mátt samt alls ekki stela þrumunni minni.. ertu ekki til í að vera Barney?
Lilja, ætlar þú að mæta með Jack upp á arminn í bryllupið? Steingleymdi að minnast á hann . Einnig gleymdi ég að tala um bitchfight í strætó, kúk á klósettsetu og eiginmanni í London en hjarta á Íslandi. Haha!
Hehe,ja iss tu ert leleg. Hvernig gastu gleymt adalstudbolta Englands sem hefur hjartad a Islandi.
Jack og eg erum ordin par. Otrulega hamingjusom!
Vissidda!!!! jú meika perfektlí kjút koppúl
Þú verður að koma kókoshnetu-brjóstarhaldaranum fyrir í brúðkaupsveislunni... veit nefnilega að þú hreinlega getur ekki haldið vatni yfir honum... serkurinn í kókoshnetu getur ekki verið annað en drop dead sexy...
Post a Comment
<< Home