Wednesday, November 09, 2005

Færsla #30

Ragga:

Steinunn hélt matarboð áðan til að undirbúa fólk fyrir Amsterdam en Sigga pjása, Steinunn, Elín og Ylfa munu bregða undir sig betri fætinum 25. nóvember. Þó að ég sitji eftir með sárt ennið var mér samt boðið í matinn, enda æðislega hress pía. Steinunn eldaði rækjurétt og borðuðum við allar yfir okkur. Í eftirrétt var ís með marssósu og var blessunarlega afgangur. Við ætlum að fá okkur svoleiðis í morgunmat kl.8 og horfa á Simpsons. Gott að vera búin að plana að mæta of seint í tíma..
Héldum svo inn í herbergi að hlusta á jólalög. Steinunn er nefnilega komin í rosalegt jólaskap, bauð upp á mandarínur og jólakökur. Svo sátum við við kertaljós og sungum hástöfum: "ég hlakka svooo til!"

Helstu fréttir af mér eru þær að ég er að fara til London yfir helgina að heimsækja Lilju travel agent. Held það verði æðislega gaman að hitta skvísuna. Ef ekki þá þekki ég nú eitthvað fólk þarna...

Annars er ég mikið búin að spá í framtíðinni, finnst óþægilegt þegar hlutirnir eru óráðnir. Missi jú herbergið mitt í lok janúar og þá er fjandinn laus. Var að væla yfir þessu við Bork á ganginum. Hann er hrikalega fyndinn gaur og Harry Potter fan#1. Við Sigga köllum hann alltaf serkinn því hann á rosalega stóra gráa úlpu.



Serkurinn á góðri stund.

Allavega, Bork hélt nú að það yrði lítið mál fyrir mig að redda mér samastað og ef út í hart færi þá myndi hann bara reka út einhverja af Kínverjunum. Já gott fólk, Danirnir eru með svakalega fordóma fyrir grjónunum (djók!). Var á gangi með honum og hann byrjar þykjustusamtal við tjænamann: “you´re small and unsignificant human being. LEAVE!” Svo hló hann geðveikt en ég roðnaði og óskaði þess að enginn hefði heyrt þetta. Sussaði svo pent á hann og hann leit á mig alveg hissa á tepruskapnum. Rosalegt!

Annars kom ísbíllinn áðan. Ég var að taka siestu og vaknaði við að það klingdi bjöllum fyrir utan, æðisleg stemmning. Örfáum sekúndum síðar heyri ég einhvern hlaupa eftir ganginum og öskra: "Vúhú!" Serkurinn kann sko að meta ís!

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ja, tu ert sko ad koma til Lilju travel agent!!!Ooog tu tarft ekkert ad fara ad maela ter mot vid adra vegna tess ad eg er buin ad plana fyrir okkur superhelgi.Vid aetlum a Camden markadinn a lau og svo ad hanga nidri i bae og rolta.Lau kvold djamm ad sjalfsogdu og svo verdur sjalfur fjandinn laus a sun...fjandinn fjandinn fjandinn!

9:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hahaha! Fórstu að gráta þegar þú skrifaðir þetta? ;) Rosa spennt að hitta þig litla mín!

12:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ekki reyna að segja mér að þú hafir ekki rifið þig upp á hnakkadrambinu og hlaupið húfulaus út til að kaupa þér ís!

3:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ooo mig langar í ís...

4:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góða skemmtun í London Eva mín :) Kysstu Kalla og co frá mér

p.s. hey kanína var kannski slæmt dæmi, ég sé það núna.

5:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Lilja Þórunn: Hahaha! Neeeei, var svo þreytt, fékk mér samt ís í morgunmat og var svo úrvinda eftir það að ég sofnaði. Some things never change :) Sendu mér bréf, bollan þín!

Þórdís: Takk! Hver er Kalli? Gamalt skot? Haaaa?

6:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mig grunar að frjálslega hafið verið farið með sannleikann í frásögn þinni um Serkinn! Ég vil staðreyndir ekki lygavef!

7:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Neibb, all true! Hann er snillingur.. áðan var hann með bylgjuatriði sem fólst í því að hann barði á magann á sér og framkallaði þannig bylgjur. Svo söng hann: "I am a naughty boy, wanna be a woman´s toy!"

9:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sjaumst i kvold bebi!
Forum sko beint a djammid...bara svo tu vitir :)
Hlakka svooo til ad sja tig dullan min! Verdur ogedslega gaman hja okkur!

11:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til Roggu: Ok, tu verdur ad taka Stansted Express nidur a Liverpool street. Tar tek eg a moti ter, er tad i lagi?
Tegar tu ert komin til landsins vaerirdu ta til i ad hringja i mig, svo eg viti ca hvenaer eg fer nidur eftir. Annars er eitt enn, simanumerid mitt er: 0044-7976-248-551, EEEN tegar tu ert i UK ta tarftu ad hringja i: 07976-248-551 og fyrsta nullid verdur ad vera med. Annars hringi eg i tig eftir vinnu. Jei, verdur rosa gaman hja okkur!!!!

1:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Góða skemmtun stelpur í London..
verður gaman að fá ferðasöguna, vonandi verður hún villt ;)

2:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

RAGGA!!! Tu stalst tannkreminu minu! Skrugguskjodan tin!

12:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég stal líka fleiru vitlausa stelpa, kíktu bara í fataskápinn og peningabudduna!

Djók. Sorrí, er svo ógeðslega utan við mig að ég henti því bara í pokann með tannburstanum. Þú hugsar þig nú tvisvar um áður en þú býður mér aftur í heimsókn ;)

Mikið hlýturðu samt að vera andfúl núna. Sérstaklega eftir vodkastaupið í morgun. Hahahahaha!

Skrugguskjóða.. á ég að vera móðguð?

5:07 PM  

Post a Comment

<< Home