Monday, October 31, 2005

Færsla #27

Ragga:

Bodil vinkona mín: Bodil mína hitti ég á fimmtudögum í tvinnfallagreiningu. Hún er einstaklega líflegur og skemmtilegur karakter og kemst ég alltaf í djammfíling þegar ég hitti hana. Hún hreinlega iðar af lífi, stekkur til og frá og finnst alveg óskaplega gaman að reikna. Göngulag hennar minnir mig ýmist á lítinn pattaralegan sjóara eða Gyðu Sól. Bodil er síbrosandi, eiginlega má segja að hún sé með hálfgert skítaglott framan í sér og finnst mér ótrúlegt að það hafi náðst mynd af henni nánast óbrosandi eins og hér fyrir ofan. Við hittumst í dag og hjálpaði hún mér með skiladæmin fyrir morgundaginn. Kys og kram til dig søde pige og vi ses på torsdag!

Færsla #26

Til hamingju með afmælið elsku Lilja!!

Sunday, October 30, 2005

Færsla #25

Sigga:

Nú er búið að seinka klukkunni hér í DK og ég er alveg rugluð! Veit ekki hvaða áhrif þessi tímabreyting mun hafa á líkama og sál. Á ég t.d. að fara klst. fyrr að sofa í kvöld eða á ég að fara mér hægar í breytingunum og ná aðlögun með smærri skrefum, t.d. tíu mínútum í senn? Hefði ég átt að djamma klukkustund lengur um helgina eða læra klst. lengur? Kannski skipta græddum klukkutíma jafnt á milli allra dagsverka minna? Ég er í gífurlegu ójafnvægi vegna þessa og vona að breytingin fari ekki of illa í mig.

Annars var helgin góð. Slikmutter á barnum á fimmtudaginn; nammiskot (Gei joooúl og Fissjermannsfrend) á 5 kr. alla nóttina. Skemmtum okkur fram á nótt - m.a. með þessum gaurum:


En nú... iðnaðartölfræði! Held að aukaklukkutímanum væri býsna vel varið í hana.

Saturday, October 29, 2005

Færsla #24

Til hamingju með afmælið elsku Jóhanna panna!!

Færsla #23

Ragga:

Mamma, ég sé um möndlugjöfina í ár:




Thursday, October 27, 2005

Færsla #22

Ragga:

Það kann að hljóma ótrúlega en tvinnfallagreining er skemmtilegasta fag annarinnar. Oliver hinn þýski hefur algjörlega tekið að sér kennarahlutverkið og leiðir okkur Ylfu í gegnum dæmin. Frekar vinsælt!

Þetta er Oliver.

Ylfu finnst ekki gaman að reikna og hefur þess í stað tekið að sér að vera fyndin. Dó næstum úr hlátri í dag.

Oliver og Ylfa að tala saman og ég að glápa á þau. Fékk svo snöggan verk aftan í hnakka sem leiddi leifursnöggt gegnum haus og blokkaði sjón á hægri auga. (DON´T PANIC PEOPLE.. var sko bara í hálfa sekúndu eða minna). Ég fann einhverja þörf fyrir að segja frá þessu og byrja að útskýra með mínum íslenska hreim: “... and there was like a strike through my head and then I lost my sight..”
Ylfa horfði í smástund á mig og svo: “Maybe you´re mentally ill, maybe it´s the math, you know, you see what you wanna see.”
Ég: “I was watching you..” Við í hláturskast.

Svo aðeins seinna ætlaði ég að spyrja Ylbs hvert hún væri komin í dæmunum. Ég er svo orðheppin: “Ylfa, where are you..?”
Hún horfði á mig dáldið áhyggjufull, svona eins og það væri eitthvað stórkostlegt að mér, byrjar svo að vinka: “I´m right here, can´t you see me?”

Æi, kannski svona had to be there.

Annars er allt fínt að frétta. Slikmutter kvöld á barnum á eftir. Dáldið furðulegt nafn á kvöldi en við ætlum að gefa því séns, öll nammiskot á fimmkall. Verð samt settleg því ég á að mæta í efnafræði kl.8 í fyrramálið. Jesssss..

Ég og Sigga keyptum miða á Sálina áðan. Kostaði skid og ingenting og allir að fara. Óli bró er meira að segja búinn að bjóða í fyrirpartý. Hann klikkar sko ekki á stemmningunni kallinn. Heheeee...

Sunday, October 23, 2005

Færsla #21

Sigga:

Hej allesammen! Vores danske venner har alle beklaget sig over at vores hjemmeside er skrevet på islandsk. Men vi fleste Islændinge lærer jo dansk for syv år - så det er lige meget om jeg skriver på dansk her på siden, ikke?

Nu er efterårsferien næsten slut! Den har været rigtig god. Gilli og Siggi var på besøg og sidste mandag var vi i biffen og så Charlie and the Chocolate Factory. Jeg kan huske at jeg HAR læst bogen men det er det eneste jeg husker så jeg havde ingen forvetninger. Men filmen var god nok - en rigtig god oplevelse. Johnny Depp var fantastisk som Willy Wonka og ligeledes Freddie Highmore som spillede Charlie Bucket. Ja, Charlie and the Chocolate Factory var sjov, charmerende og farverig! 3 stjerner!

Jeg har lige købt en pressekanne så nu kan jeg lave en rigtig god kop kaffe. Det synes jeg er vigtigt fordi de kommende uger skal jeg være dygtig til at læse. Kun halv anden måned tilbage af semesteren... :(

Thursday, October 20, 2005

Færsla #20

Ragga:

Haustfríið búið og lærdómur lífs míns tekur við... frá og með morgundeginum. Áttum voða ljúfa daga þar sem þetta stóð upp úr:

Reef ‘n Beef (ástralski staðurinn) þar sem ég fékk mér þorsk. Siggi var aðeins frumlegri og fékk sér emúa. Gott stöff.

TDC hjá Siggu þar sem Jakob á ganginum hennar skaut Gilla og Sigga tvisvar. Hann var með byssuþema og var að sýna þeim byssur: “Stand up, turn around, two bullets for each” og svo skaut hann þá í rass og bak. Mjög eðlilegt.



Experimentarium, vísindasafn með skemmtilegum speglum þar sem maður er æðislega mjó himnalengja. Þar eru reyndar líka speglar þar sem maður er ekki eins töff, hálfur metri og með feitasta rass í heimi.

Playboy night á barnum niðri og besta comeback allra tíma frá Peter á ganginum mínum. “Why weren´t YOU watching?”

Næturlífið í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Birkir og Jóhanna voru afar hress:


Á Pilegaarden hitti Siggi Önnu Beggu frænku sína og í sameiningu skipulögðu þau mini-ættarmót sem haldið var í dag hjá Mumma og Ástu ásamt því að huga að jólagjöfum handa skyldmennum.


Annars átti Sigríður hvern stórleikinn á fætur öðrum og toppaði allt þegar hún pantaði sér í þynnkumat stykki sem leit út eins og kúkur. “Ég bara VERÐ að smakka þetta.” Ógirnilegri mat hef ég ekki augum litið.


Wednesday, October 19, 2005

Færsla #19

Sigga:
Gaman í Hellerup. Myndir úr haustfríinu má finna á www.fotki.com/siggasig - mæli einkum með TDC-myndunum. (TDC-Tour de Chambers (stafs. án ábyrgðar): Tekinn er rúntur um öll herbergin sem bjóða öll upp á mismunandi þema. Ferlega skemmtilegt.)

Saturday, October 15, 2005

Færsla #18

Til hamingju með afmælið, elsku Ragga!



I dag er det Raggas fødselsdag!
Hurra! Hurra! Hurra!
Hun sikkert sig en gave får
som hun har ønsket sig i år
og dejlig chokolade med kage til.

Wednesday, October 12, 2005

Færsla #17

Sigga:

Vááááááááá! Kíktum í bæinn um síðustu helgi og sáum Johnny Depp á djamminu í Köben! Ég var fljót upp með nýju myndavélina... Fjandinn! Einhver labbaði fyrir myndavélina.

Saturday, October 08, 2005

Færsla #16

Ragga:

Helgin var með besta móti. Á fimmtudaginn (hér byrjar helgin á fimmtudögum því þá er partý á Kampsaxbarnum) var køkkenmøde í mínu eldhúsi. Ég og Steinunn mættum galvaskar, staðráðnar í að halda kúlinu og vera einkar settlegar.

En ekki hvað?

Á fundinum voru hin ýmsu mál rædd. Ákveðið var að kaupa nýjan örbylgjuofn, sjónvarp og kökukefli. Nokkrum tillögum var hafnað, t.d. settum við hnefann í borðið við þeirri hugmynd að fá strippara fyrir afgangspeninga úr bjórsjóðnum. Einnig afþökkuðum við boð um aukavinnu (já, sem stripparar).

Orð fundarins voru klárlega: SKÅL og ER DU FRA JYLLAND? (Maður verður að öskra þetta síðarnefnda fullur fyrirlitningar.) Fyndið. Eftir hressilegan drykkjuleik var hópsöngur næst á dagskrá og því næst var haldið á barinn. Tequila partý á barnum var ekki alveg að gera sig. Skynsöm eins og ég er ákvað ég að fá mér frekar besta staup í heimi, ice slush. Var frekar fegin daginn eftir þar sem það er víst næsta áfengislaust.

Á föstudagskvöld héldum við Steinunn matarboð. Þangað komu Aga frá Póllandi, Alexandra frá Júgóslavíu, Bjöggi frá Íslandi og Sigga af Kleppi. Maturinn heppnaðist prýðilega en á boðstólnum voru tvenns lags kjúklingaréttir. Bjöggi tók Jessicu Simpson á þetta: "Mmm, this is very good. What kind of fish is this?"

Hér eru Aga, Alexandra, Steinunn og Bjöggi.

Eftir matinn hélt stuðið áfram inni hjá Steinunni. Alltaf bættust fleiri í hópinn og var sérdeilis skemmtilegt þegar Helga frænka og Tommi komu. Lítill heimur! Trítluðum svo á Oktoberfest seint og síðar meir og tjúttuðum fram á rauða nótt.

Þetta eru Elín, Erna og Steinunn.

Sigga hitti tyrkneskan dansfélaga sem kann ekki að dansa í hring. Mjög fyndið þegar Sigga sagði: "In Iceland we dance in a circle." Tyrkinn miskildi það auðvitað og tók næstu mínútur í nýjan dans þar sem hann veifaði bjórglasinu sínu í kringum hausinn á sér.. svona circles. Hann kom svo öllum á óvart eftir festina þar sem hann birtist með gítar og var Sigríður svo heppin að fá einkatónleika á leiðinni heim þar sem kauði söng hástöfum Bítlalög.

Hér er Folga með gítarinn.

Þessir tveir eru á ganginum mínum.

Sá til vinstri heitir Morten og tókst honum að axlarbrotna í svefni. Það var mjög vont þegar læknarnir kipptu honum í liðinn en yfirleitt hlær hann að sársauka. Af honum hef ég lært þá lexíu að segja ekki kaldhæðinn brandara hérna í útlandinu. Hann misskildi og heldur nú að ég ætli að brjóta hina öxlina hans.
Sá til hægri heitir Martin og býr við hliðina á Steinunni. Hann er þokkalega metró gæi. Ef ryksugan er ekki inni í eldhúsi er næsta víst að hann sé að dúlla sér með hana. Hreinlæti og myndarskapur eru hans einkunnarorð enda er kjeppinn fyrirmyndarkokkur og með þrifáráttu á háu stigi. Hann var einn af fáum sem tók eftir því að ég var búin að lita á mér hárið. Stelpur, hann er á lausu!

Thursday, October 06, 2005

Færsla #15

Sigga:

Á meðan Nanna krúttlaðist með Kris sínum og Reva djammaði með íslensku píunum um síðustu helgi kíkti ég til Noregs með Ölmu sys og fleiri íslenskum gellum til Noregs á Café Norden. Café Norden er samkoma ungs fólks á Norðurlöndunum þar sem fram fara líflegar umræður og var þemað í ár Nordisk historia och nordens framtid (*geisp*). Hrikalega spennó. Ekki síður spennandi var djammið sem tók við þegar sagnfræðilegum samræðum sleppti. Samkoman var haldin í Tönsberg sem að sögn syngjandi sagnfræðings með regnhlíf var eitt sinn höfuðstaður Noregs. Þar er næturlífið ansi hreint ágætt og ber þar helst að nefna karíókíbar sem sló í gegn hjá hópnum og sýndu Helga og Rásta stjörnutakta uppi á sviðinu. Freyja sýndi líka góða takta en á öðru sviði þó... Við Alma vorum penar og stilltar að vanda. Þótt djammið hafi endað á karíókíbar byrjaði það með kojufylleríi í orðsins fyllstu merkingu. Mér leið eins og í verbúð.


Það sem stendur upp úr eftir Noregsferðina er fólkið sem ég kynntist þar. Danirnir voru auðvitað langhressastir - einkum Mette sem er mjög tæplega mellufær í íslensku. Eitthvað kann hún þó því að reglulega gall við í stelpunni:

"Du er en tybisk pjása! "

Auðvitað blöskraði okkur Ölmu talsmátinn í þeirri dönsku enda eru konurnar í okkar ætt ekki þekktar fyrir slíka orðanotkun en ekki skemmdi það þó fyrir ánægjulegum kynnum.

Þá hitti ég samíska stúlku sem hafði haft spurnir af nafni mínu og sagði mér við fyrstu kynni að ef hún eignaðist einhvern tímann stúlku skyldi hún hljóta nafnið Sigga. Pæling! Hefði verið kurteisi af mér að svara í sömu mynt og segja að ef ég myndi e-n tímann eignast stelpu fengi hún sama nafn og hún?

Já, sérdeilis skemmtileg helgi... en alltaf er gott að koma heim aftur eftir velheppnað ferðalag í hið daglega amstur. Hér að neðan sést Ragga þvo þvottinn minn.


Átti ég ekki eftir að segja ykkur að ég bý við hliðina á íslensku celebi? Muniði eftir þessum? Algjört yndi b.t.w.


Annars er ástandið á okkur stelpum hræðilegt. Svo erfitt að halda tönnunum hreinum og fínum hérna. Ætli það sé harkan í vatninu? Mútta sagði mér að það þyrfti að nota margfalt meira þvottaefni hérna í DK en heima því að harkan í vatninu er svo mikil. Skyldi það sama gilda um tannkrem? Þetta lítur ekki vel út...


en við erum samt hressar!

Wednesday, October 05, 2005

Færsla #14

Ragga:

Er búin að vera í klemmu undanfarið að reyna að beila á körfunni. Vorum í Mennesket og det fysiske áðan og ég var að vesenast við að semja bréf til Erik þjálfara. Sigríður, alltaf boðin og búin til þess að hjálpa vinkonu sinni, setti saman skotheldan texta fyrir mig:

Dear Erik!

I´m sorry to inform you that I won´t be able to participate in the basketball trainings for the next months. I went out this weekend and got really really drunk (I love alcohol). While dancing at the club Vega I fell on some really cute Pakistani and twisted my ankle and now it has doubled in size. The upper side of all of this is that now Ahmed (the Pakistani) and I are in love and we are trying to have a baby. So you see I have no spare time for the b-ball team. Anyway.. I hope you understand my situation.
Send my best wishes to all the girls and tell them that I´d like to come to the julefrokost to get some good pregnancy tips.
Have to go now – I´m ovulating.

M.v.h.
Ragga.

Nokkuð gott bara?

Monday, October 03, 2005

Færsla #13

Ragga:

Mamma kom í heimsókn til mín á miðvikudaginn. Hún gaf mér rosa fína afmælisgjöf og bauð mér út að borða á Reef n´ Beef, ástralska staðinn. Okkur var plantað inn í mitt þorrablót hjá löggum, bara kallar og ein kona sem var orðin frekar hífuð þegar á leið (byrjuð að hífa upp bolinn og sýna löggunum eitthvað ofarlega á maganum sínum). Við vorum ekki alveg að fíla lætin og létum færa okkur. Eftir matinn og eina hvítvín vorum við aðeins hressari. Mamma: "eigum við kannski að láta færa okkur aftur til lögganna?"

Eftir ljúft líf með mömmu mætti Lilja Þórunn á staðinn og hristi heldur betur upp í hlutunum. Hún bauð mér á listasýningu í Sívala turninum en systir hennar var að sýna verk þar. Mjög flott! Hér er Lilja skutla á toppi Sívala turnsins:


Við skelltum okkur svo á pöbbarölt með fjórum íslenskum píum á laugardagskvöldið. Það var heljarinnar fjör og endaði ég á að gista hjá mæðgunum. Takk fyrir það!


Þetta er Ylfa síhressa.


Þetta eru Ylfa, Elín og Lilja.

Á myndirnar vantar Steinunni og Júlíu. Steinunn býr ská á móti mér og er hármódel. Júlíu þekki ég minna en hún gæti líka verið módel. Þær komust ekki á mynd þar sem Steinunn var ýmist ullandi eða ég var með á mynd. Lilja, takk fyrir að láta mig vita af bólunni!

Það sem er annars helst fram undan (fyrir utan að hysja upp um sig buxurnar í náminu) er fyrsti tíminn í blakinu á miðvikudaginn, køkkenmøde á fimmtudaginn og félagsvist með miðaldra Íslendingum von bráðar.

Sigríði hef ég lítið séð undanfarið enda var hún í Noregi og Svíþjóð um helgina ásamt Ölmu systu. Von er á ferðasögu fljótlega. Nönnu og Kris hitti ég á laugardaginn og voru þau einstaklega hress. Er ekki kominn tími á pistil frá Nönnsunni?