Monday, September 26, 2005

Færsla #12

Ragga:

Það er sannarlega líf og fjör hér í útlandinu. Óli Freyr var hjá okkur um helgina og gaf okkur drauma. Mjög vinsælt. Við skoðuðum fullt fullt af kirkjum og höllum og tókum netta Japani á þetta hvað myndatöku varðar.

Í Danmörku er klárlega eitt hæsta hlutfall krúttlegra gamalla kvenna (Sigríði til mikillar ánægju). Þessi áhyggjulausa dúlla var að krúttlast í einum garði og vakti (óskipta) athygli okkar.


Kampsax partý á laugardaginn var hressandi og enduðum við Sigríður á stjörnuskoðun upp á fjalli. Náttúrlega var fjallið bara hóll, allavega blésum við Sigíður ekki úr nös þegar á toppinn var komið enda hraustar píur í toppformi.

Á sunnudaginn fórum við (Nanna, Kris, Sigga, Óli og Þói) á lokakvöld tívolísins. Kashmir voru að spila en misstum við SS af því sökum þreytu. Það var samt ótrúlega gaman. Strákarnir fóru í turninn og skríktum við stelpurnar af kátínu á jörðu niðri.


Í gær hittum við loksins Þóru og Hrabba en þau eru búin að vera góðu yfirlæti hjá hinni síhressu Jóhönnu Árósapíu. Fengum okkur unaðslega pizzu og allir voru hressir og kátir:



Nú er það bara lærdómur á lærdóm ofan þangað til annað kvöld en þá kemur frú Lára í heimsókn. Lilja Þórunn, ætluðum við ekki að skottast eitthvað saman um helgina? Sendu mér Emil, búin að gleyma þínum!

Hérna kemur fimmlistinn minn en Alma klukkaði mig. Alma er ein uppáhaldsvinkona mín þessa dagana og skyldi engan undra. Hún gaf mér Freyjurís og þurfti ég ekki annað en að lygna aftur augum á meðan súkkulaðið bráðnaði í munni mér og fannst mér ég vera komin aftur á heimahaga. Meira svona, Alma!

1. Ég hata bein. Fæ massíva klígju af því að hugsa um að snerta bein.

2. Ég hef litla sjálfstjórn og fer stundum í rosaleg hlátursköst. Það getur verið mjög hvimleitt og vandræðalegt.

3. Mér finnst gaman að pússla.

4. Mér finnst fyndið að vera með annarra manna gleraugu á djamminu. Því sterkari, því betra.


5. Mér finnst ljótt að vera með mottu. (Þetta er hint til Sigga þar sem hann er með ranghugmyndir og dellu fyrir Oktoberfest.)
Ég klukka Jesper, Teresu, Ane og Kristian. (Jeg klukker jer alle: Jesper, Teresa, Ane og Kristian!)

Thursday, September 22, 2005

Færsla #11

Sigga:

Klukk!

Sjitt hvað klukkæðið er að tröllríða bloggsenunni. Alma systa klukkaði mig í nýjustu íslensku færslu sinni og því ekki annað að gera en að finna 5 fremur spes atriði um mig sjálfa.

1. Mér finnst skemmtilegt að dansa og djamma með eldri konum úr hverfinu mínu.


2. Ég laða að mér danskar gamlar konur og eeeeelska rauðhærða stráka í föðurlandi!



3. Ég horfi á fólk sofa þegar ég er þunn.


Þessa tók ég morguninn e. Sensommerfest - meiri þynnkan mar!

4. Ég hata tær - nema Nönnu tær en hún er auðvitað bara með tvö pör fingrum!

5. Ég hef ekki fengið að ríða í meira en mánuð! Sjiiiiitt mar! Erfiður andskoti!

Ég klukka Lilju Hrönn, Völlu og Kreuzer!

Tuesday, September 20, 2005

Færsla #10

Ragga:

Ég og Sigga hjóluðum á bensínstöðina til að láta pumpa í hjólin. Það var frekar flókin pumpa, með stillingum þar sem maður átti að velja þrýstinginn, eitthvað sem við lufsur vorum ekki alveg að skilja.

Kom askvaðandi einn gamall gaur, baðandi út höndum og talaði á fullu. Hann var í klossum og hélt sko að hann ætti pleisið. Ég varð stressuð og fór í hláturskast. Hann fór að fikta í stillingunum á meðan hann blaðraði. Svo lét hann mig halda á pumpunni á meðan hann dældi:

"Nejnej, du holder den forkert!"

Alveg upp á honum typpið maður.
Allavega, skarfurinn dældi allt of mikið í dekkið mitt þannig að það sprakk á því í fyrrinótt.
Næst þegar ég sé hann ætla ég að gefa honum selbita í ennið og hrópa: "DUMBE MAND"

Það var það. Annars fór ég í póker með strákunum á ganginum í gær. Elska póker! Við pjásur erum meira að segja að spá í að fara að æfa. Nefnilega boðið upp á það í skólanum einu sinni í viku.

Annars var ég að skoða deltagerlistann í Mennesket og de fysiske omgivelser. Ekkert smá skrýtið lið sem er með okkur í tíma. Ein rosa Mansongella, alltaf í síðum leðurfrakka sveiflandi einhverjum keðjum og hvæsandi að kennaranum. Maður er bara hræddur:


Sunday, September 18, 2005

Færsla #9

Reg&Sig:

Sitjum í huggulega hreiðrinu hennar Siggu og höfum spjallað saman um lífið og tilveruna í allt kvöld. Svo skrítið að hugsa til þess hvað við erum orðnar fullorðnar. Gleymum því aldrei þegar við vinkonurnar djömmuðum saman í fyrsta skiptið. Það var í 4. bekk í MR *söknuður* og við vorum áhyggjulausar ungar stelpur sem áttum framtíðina fyrir okkur. Þetta var í sumarbústaðarferðinni eftir vorprófin og margir ungir einstaklingar í bekknum að uppgötva hinar ýmsu hliðar lífsins. Pési drakk bjór í fyrsta skipti og Hallgrímur missti sveindóminn með Þórkötlu sem hafði víst einhverja reynslu á þessu sviði. Við vinkonurnar smullum alveg saman og fundum strax að þessi vinátta átti eftir að endast út ævina. Nú erum við saman í Danmörkunni og hefur þessi dvöl sannarlega styrkt vinaböndin, erum hreinlega eins og blóm í eggi.

Annars erum við tussuþunnar eftir gærkvöldið! Sjitt, helvítis djamm á manni. Skriðum inn á herbergi einhvern tímann í morgun og vorum að vakna. Í gær var sumsé DTU-djamm með rokktónleikum. Eða það minnir okkur a.m.k. *blikk* Við lufsurnar skiptum einni hvítvínsflösku, eins og venjulega. Gúddsjitt! Miðað við höfuðverkinn í dag höfum við víst innbyrt eitthvað aðeins meira en hálfa hvítvínsflösku á mann. Ég meina... svona er djammið bara!

Kvöldið var engu að síður gott. Kynntumst fólki sem aldrei fyrr. Fyrsta ber að nefna Mette sem var að fá sér að míga á sama tíma og við. Þokkalega hot gella með perm:

Ragga hataði ekki ruglið og bauð einum strák gistingu á meðan besti vinur hans var að fá sér að ríða. Það kom sem betur fer ekki til þess, líklega hefur hann ekki náð honum upp eða eitthvað.

Annars erum við bara búnar að vera að taka myndir af nágrenninu. Þetta er gatan okkar:



Þetta er herbergið hennar Röggu:

Hún er búin að hengja ógeðslega sæta mynd af Siggu upp á vegg. Sigga er aftur á móti svo mikill töffari, finnst of væmið að vera með mynd af Röggu upp á vegg. Þetta er herbergið hennar:

Wednesday, September 14, 2005

Færsla #8

Ragga:
Missti því miður af mat með Sigga Siggupabba áðan. Ákvað heldur að rifja upp gamla takta sem b-ball lady og skella mér á æfingu í Sporthallen.

Áður en ég skundaði af stað klippti ég toppinn minn. Vildi hafa hann svona á ská eins og er móðins núna. Svo eftir æfingu þegar ég kíkti í spegilinn brá mér heldur betur í brún. Það var eins og ég væri með hjálm. Eða að sveppur hefði stolið hausnum mínum. Æi, erfitt að lýsa þessu en þetta var sláandi.

Allavega.

Á æfingu voru mættar sjö hressar píur og Erik þjálfari. (Hann minnir óþægilega mikið á Dan. Talar alveg eins ensku og með eins bros.)

Það var rosa skemmtileg æfing, bara að spila og skjóta. Sweet. Er auðvitað í engu formi og tók nettan astmasjúkling á þetta og var næstum búin að fá krampa í bæði (já, það hefur komið fyrir áður) lærin. Helvíti töff. Náði samt að halda kúlinu þar sem þær voru ekkert allar mjög kvikk á því.

Nýju vinkonur mínar (ég er sorgleg) hvöttu mig endilega til að halda áfram og sögðu að ég myndi fá að spila mikið. Ekki af því ég væri svo góð, heldur af því að þær eiga allar krakka og eiga erfitt með að redda pössun um helgar (leikirnir eru yfirleitt á sunnudögum, mjög böggandi). Ég er sem sagt langyngst ásamt Anu þannig að maður kemur inn sem ferskt kjöt. En ekki hvað?

Annars er maður bara allur í sportinu. Við Sigga skelltum okkur í ping pong niðrí kjallara um daginn. Sigga kom með tvo spaða hérna út, öðrum er hún voðalega stolt af og vill helst ekki lána, en hinn er skítlélegur. Ég tapaði alltaf enda var ég iðulega með þann lélega og svo hefur stelpan líka æft borðtennis. Borðtennis, for crying out loud! Er samt öll að koma til í bakhöndinni og mun líklega snúa aftur til Íslands sem Forrest Gump borðtennisins. Eða Wang Nan (það er sko heimsmeistarinn í ping pong fyrir ykkur sem fylgist illa með).

Það sem er svo næst á döfinni er keramikklúbburinn (“upp á félagsskapinn” sagði Sigga). Ég man ekki alveg hvenær fyrsti hittingur er en það verður ábyggilega ógeðslega gaman. Hverjir eru game?

Thursday, September 08, 2005

Færsla #7

Sigga:
Nú erum við Ragga búnar að vera í viku í herbergjunum okkar hér á Kampsax. Ragga býr í eldhúsi 04 en ég í eldhúsi 21. Kerfið hérna á kollegíinu er þannig að hver gangur hefur afnot af sama eldhúsinu og því má segja að hvert eldhús sé eins og stór fjölskylda. (Reyndar líður Röggu eins og einbirni...)
Í kvöld var fjölskyldufundur hjá mér, sumsé køkkenmøde. Þar voru ýmis mál tekin fyrir og endaði með einsöng Bei Bei úr herbergi 2101 (án gríns). Eftir fundinn stilltum við okkur svo upp í hópmyndatöku. Ég er í nýju vesti úr H&M e-s staðar þarna í miðjunni.


Lífið hérna í Kampsax er mjög ljúft. Aðallega Danir sem búa hérna en svo líka nokkrir Kínverjar. Ragga er búin að taka þá nokkra Kínverjana á löpp enda með bestu pikköpplínu ársins: "Hey! I have a new sweater. It's made in China - just like you!"

Annars verður þetta nú ekki eintóm afslöppun og gleði hérna hjá okkur stallsystrum. Við erum allar þrjár í frekar erfiðum kúrsum. Þar á meðal er Styrkelære 3 (metinn sem hönnun burðareininga) sem við véla-og iðnaðarstelpur tökum. Kennarinn þar er ljúfur sem lamb og duglegur að hjálpa okkur. Hins vegar er um mjög mjög fræðilegan kúrs að ræða og kennslubókin sannkallað torf, ekkert nema jöfnur og lítið um frekari útskýringar. Í einhverju stresskasti í dæmatíma í dag fengum við Ragga hláturskast með kennarann yfir okkur. Það var hræðilegt! Við höfðum reyndar áður gert grín að því að andardráttur hans lyktar eins og hangikjöt og það var líklega kveikjan að öllum hlátrinum. Svo spurði grey kennarinn af hverju við værum að hlæja og ég svaraði ósköp eðlilega að okkur þætti það bara svo drepfyndið og fráleitt hvað við hefðum verið lengi að reikna út einhverja energy density!

Þrátt fyrir gott skipulag í kúrsunum hérna úti verður að segjast að fyrirlestarnir heima eru MIKLU betri. Þetta er sko fáránlegt... kennararnir tala svo óskýrt og láta út úr sér hin og þessi orð sem maður botnar ekkert í. Já, íslensku kennararnir eru töluvert skýrmæltari. Það mega þeir eiga.

Jæja, þá er það barinn! Enginn skóli hjá mér á morgun - ekki sömu sögu að segja um Ragnhildi sem var rétt í þessu að hrópa til djammandi Dana á ganginum:

"Ti stille! Jeg har kemi i morgen!"

Wednesday, September 07, 2005

Færsla #6

Nanna:
Mikið var nú gaman um helgina sem leið! Pjásan ákvað að vera ekkert að tvínóna við hlutina heldur skellti sér í svifflug. Mæli ég hér með með því öllum þeim sem þykir gaman að fljúga flugvél í mikilli ókyrrð. Ég býst við að skemmtilegasti parturinn hafi verið flugtak; gífurleg hröðun og halli sem jafnast á við besta geimskot. Eftir frábæran morgun í háloftunum var haldið heim til Jakobs og ég neydd á gamalt crosser mótorhjól. Það var ekki minna gaman! Sökum aldurs hjólsins var þó nokkuð erfitt að koma því í gír en annars gekk keyrlsan eins og í sögu og mátti sjá pæjuna bruna um mölina hring eftir hring með reykskýið á eftir sér. Áhorfendum þótti víst ægilega fyndið að lappirnar dingluðu meðfram hliðum hjólsins og að framhjólið reikaði (vinstri og hægri til skiptis - endurtekið) en þess ber þó að geta að það var bara fyrst. Ég náði góðum tökum á endanum og er efni í bestu hljólatík. Meðfylgjandi mynd náði Kris að smella af og sýnir hún glögglega stemninguna sem ríkti þennan dag.

Dagurinn endaði svo á skotæfingu með pumpunni hans Jakobs (krúttleg byssa) og þótti ég hafi staðið mig með afbrigðum illa. Ástæða þess er enn óljós en ég kenni Jakob um. Ástæða þess er óljós. Lífið í stórborginni er annars ákaflega ljúft. Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi! Danskan er því miður fremur slöpp en ég og Kris tölum sífellt meira saman á dönsku og get ég nú státað mig af gífurlegum orðaforða fúk- og skammaryrða. Nú er bara að vara sig þegar pjásan tekur upp á því að blóta á dönsku!