Monday, April 17, 2006

Færsla #74

Ragga:

Gleðilega páska lömbin mín!

Var boðin í frábæran páskamat í gær, mmm! Þúsund þakkir til Steins og Ástu Maríu fyrir íslenska lærið og páskaeggið. Ég fékk málsháttinn: "Enginn getur þjónað tveimur herrum (í senn)." Á það að segja manni eitthvað? Svo bjó Elín til lestarslys í eftirrétt þannig að ég verð södd út vikuna.

Prinsessan með Dollý hans Bjögga

Segi ekki meir..

Steinunn, Steinarr og Auðun gista hjá mér þessa dagana og það er voða ljúft að hafa þau. Held að Steinunni finnist líka gott að hafa einhvern til að spúna sig.

Árshátíðin á næsta leyti og hún er að sögn Bjögga fancy smancy. Allir í smóking og með snittubrauð í rassgatinu á sér. Jess...

Veit einhver hver maðurinn á myndinni er? Ætti að vera nokkuð augljóst.

Friday, April 14, 2006

Færsla #73

Ragga:

Það var æðislega gaman að dúllast með mömmu og pabba í Nefjork og tókum við ágætan túristapakka. Fórum þrisvar í svona:


Fórum upp í Rockefeller Center og þar var fínt útsýni:


Sáum Kim Cattrall (Samantha í Sex and the City) og fleiri góða í Mamma Mia:


Sáum frelsisstyttuna:

Burummbumm tsssss!

Mamma átti stórleik þegar hún gaf manni á lobbíinu krem fyrir svertingja sem hafði óvart læðst ofan í pokann minn. “Æ kent jús ðiss, itt iss for kolored men.” Hann horfði á hana frekar hissa, opnaði það en hélt því miður öfugt á því þannig að kremið lak ofan á skjölin hans. Hann leit aftur á hana og henti svo kreminu í ruslið. Held ég hafi sjaldan hlegið jafnmikið á einum degi.

Yndislega gaman í NY en ég nenni ekki að segja meira frá því...

Stoppaði líka á skerinu í þrjár nætur. Náði ekki að hitta næstum alla en ætla að henda í punktafærslu einhverju af því sem ég afrekaði:

  • Fór í klippingu og perm
  • Hlussaðist í barnaafmæli – gullmolar eins og “nú tökum við á þessu saman í Central Park” eftir olnbogaskot í síðuna og “er pilsið of lítið á þig?” flugu um loftið
  • Hitti Höllu lasarus og flatlús (nei djók, fatlus... vá, þessi var meira að segja stolinn)
  • Sötraði Bailey´s með Ingu og Rakel þar sem við töluðum um körfubolta og flotta bíla
  • Kíkti á konuna sem er ákaflega stolt af því að vera á topp 10 á vísindamannalistanum
Hér er hún að slamma ásamt einhverjum drykkjuboltanum

  • Spilaði kasínu við ömmu sem var hæstánægð með Pimmelnase kortið sem ég sendi henni
Keypti þetta í Hamburg og ældi næstum af hlátri. Einföld?

  • Knúsaði Tuma litla
  • Hitti systurnar yfir hvítvíni þar sem Þórdís var í stuði með Hemma Gunn. “Ertu lessa? ... Hvaaaaað? Ég er bara open minded!”
  • Vann í meistarastykkinu mínu um Edison
Vá hvað ég var lengi með þessa færslu. RÖGLIÐ SEM MAR LENDIR Í MAÐUR!!!

Svo átti Lilja Hrönn eina tönn afmæli í gær. Til lykke sæta mín!

Færsla #72

Sigga:

Símanúmerið heima hjá mér: 5534059
Símanúmer Sundhallarinnar: 5514059

Að gefnu tilefni:

Gleðilega páska!