Wednesday, October 04, 2006

Færsla #93

Sigga:

Mynd 1: Ragga með góðum vini

Viðtal við Ragnhildi Evu (hundamömmu)

Evaoglotta: Sæl, Ragnhildur. Hvað er að frétta?

Ragga: Bara fínt að frétta af mér.

Evaoglotta: Er einhver sérstakur í þínu lífi í dag?

Ragga: Nei. Nú er það bara ég og hundarnir.

Eva og lotta: Hverju svararðu þrálátum orðrómi um samband ykkar Arnar Árnasonar leikara?

Ragga (kímin á svip): Þetta ætlar að verða langlíf kjaftasaga. Við þekkjumst bara í gegnum hundana. Ekkert í gangi þar. Þannig er það nú bara. Við Örn erum bara ágætiskammeratar.

Evaoglotta: Hver er eftirlætissjónarpsþátturinn þinn?

Ragga: Einfalt svar: Dýravinir á Skjáeinum. Frábær þáttur. Frábært framtak!

Evaoglotta: Nú eiga foreldrar þínir tvo hunda. Eru dýr á núverandi heimili þínu í Hvarfahverfinu?

Ragga: Já, hundur og köttur.

Evaoglotta: Ein að lokum... Hvað gerðirðu í dag?

Ragga: Ég fór á kattasýninguna í Garðheimum. Ógeðslega gaman. Sá stærsta kött sem ég hef séð.

Evaoglotta óska Röggu hundamömmu alls hins besta í framtíðinni.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ertu búin að mála Danna brúnan og hvítan, Ragga?

6:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu einfætt?

2:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert á mjög gráu svæði SS. Brátt mun ég birta viðtalið sem ég tók við þig um daginn.

4:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

inn með það, ég bíð spennt!

6:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hva, kisuslagur? Koma pjásur, mjáááá!

9:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvernig var á hundasýningunni í Reiðhöllinni um helgina, Ragga lamb?

11:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Muahahhahahahahhaha!!! Djös snilldarviðtal!! Að detta þetta í hug!

1:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sjáiði hvað þeir eru sætir!
http://www.mbl.is/mm/folk/myndasyrpa.html?album=351&img=11957

12:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahahahahahah, litla rassgatið. Ég sé hana alveg fyrir mér fylgjast með öllum glæudýrum hverfisins.

1:36 AM  

Post a Comment

<< Home