Færsla #83
Ragga:
Í framhaldi af væli mínu um e-mail (í alvöru talað, mér leiðist mjög, mjög mikið) hef ég ákveðið að búa til lista þar sem fólk getur séð hvar það stendur gagnvart mér. Verið ófeimin við að kommenta (eða SENDA MÉR MEIL) ef ykkur finnst þið vera skilin út undan.
Sannir vinir:
Í framhaldi af væli mínu um e-mail (í alvöru talað, mér leiðist mjög, mjög mikið) hef ég ákveðið að búa til lista þar sem fólk getur séð hvar það stendur gagnvart mér. Verið ófeimin við að kommenta (eða SENDA MÉR MEIL) ef ykkur finnst þið vera skilin út undan.
Sannir vinir:
- Rakel. Mjög dugleg og virk. Jafnvel of virk. Þannig hef ég í dag fengið fjögur bréf frá henni og þrjú í gær. Geri aðrir betur.
- Halla. Hún sendi rosalegt pep up bréf fyrir skemmstu en þarf þó að vera á tánum til að halda stöðu sinni á listanum.
- Þóra. Mjög snögg að svara bréfunum mínum enda kjarnorkukona á ferð. Frá henni fæ ég slúður úr verkfræðinni beint í æð. Skyldi ég fá bréf um ævintýri helgarinnar á mánudaginn?
- Lilja Þórunn, a.k.a. Júdas. Það er ekki tilviljun að þessi er efst á lista. Síðasta bréf frá henni er síðan í janúar sem er auðvitað arfaslakt. Eins og þetta sé ekki nóg þá hefur hún fyrir löngu kommentað hér á síðuna og tilkynnt að bréf sé á leiðinni. Lilja, hvar er samviskan? Hvar er hjartað?
- Báðar systralufsurnar, en þó sérstaklega Linda. Dísa djammari hefur forskot þar sem hún kom með skyr til mín fyrir skemmstu. Reyndar er Linda ólétt og því gæti offlæði hormóna verið skýring á bréfaleysinu. Takið ykkur á, systur!
- Lilja Hrönn. Mig er farið að þyrsta mjög í fréttir frá London. Þau topic sem eru efst á óskalista mínum eru datemenning og bólfimi Breta. Annars er ég opin fyrir öllu.
- Elín Birna. Flestir þekkja hana sem Línu sem gefur tilefni til rosalega fyndins brandara: Lína, sendu mér línu. Langt líður milli bréfa frá Línunni og er hún auk þess stundum með stæla í bréfum sínum. Elín Bé, slakaðu á attitjúdinu!
- Óli Freyr. Hefur aðeins einu sinni sent mér bréf. Það var reyndar ekki af verri endanum þar sem það innihélt mynd af Hauki frænku í góðum félagsskap. Ólafur, nú langar mig í fleiri djúsí djammmyndir!
- Óskar Örn. Sendi mér leynilegt ástarbréf fyrir jól en hefur svo látið staðar numið. Skari, hvað kom upp á?
- Brynjar Þór. Hann hefur aldrei sent mér bréf. Binni, ég veit hvar þú átt heima!
- Lára og Gummi. Hvað er að frétta af parinu? Enn þá saman?
- Inga. Dansar á línunni en fær plús fyrir að hringja í mig í dag. Hún er einnig búin að lofa mér löngu og innihaldsríku bréfi innan skamms og fer skilyrðislaust á svarta listann ef hún stendur ekki við það. Inga, mundu bara að ég er með Keldumiðann þinn!
- Nanna. Hún á beibí og býr þar að auki hér í déká. Þó mér finnist óskaplega gaman að fá e-mail frá henni er eðlilegra að viðhalda stöðugu símasambandi. Nanna, call me!
- Bryndís. Hefur aldrei sent mér meil en fer þó ekki á svarta listann (strax) þar sem ég er litlu skárri. Dísa, einhvern tímann er allt fyrst og gæti hugsanlegt topic verið humarsúpan sem þú varst búin að lofa mér.
- Sigga og Siggi. Þessir tveir stuðboltar eru í LA. Þau hafa ekki sent mér meil nýlega en ástæðan fyrir því gæti verið tölvuleysi. Þau fá prik fyrir sms-sendingu í morgun og get ég nú upplýst fréttaþyrsta lesendur um að í gær þeystist Sigríður um á mótorfák (tilvísun í uppáhaldslagið mitt) á Malibu ströndinni og fékk sér svo tattú. Síðar um kvöldið fóru S&S svo á tónleika með Eels. Ég verð að játa að dagurinn minn fölnaði eilítið í samanburði við þeirra.
8 Comments:
.... ég skalf á beinunum við lesturinn, Ragga þú sýnir fólki hver ræður.. (heyy.. þú veist að það er algjör óþarfi að vera flokka mig í flokka... og hey, svartur er ekki alveg minn litur.. mundu það!)
Sannir vinir flokka ekki "vini" sína í flokka. Hversu oft hefur þú sent þessu fólki bréf?
Inga, jámm maður náttúrlega hikar ekkert við að þruma yfir fólki! ...einmitt! Ánægð með viðbrögðin...gemmér i gemmér n gemmér g gemmér a IIIIIINGA!
Samviska, fékkstiggi bréf eða? farðað grenja! ...eða þúst skrif undir nafni eða ekkva..! Djísess kræst!
Rakel! HRINGDU ÞÁ!!
Jú Gummi og Lára eru enn saman og er á þessari stundu að gleðjast yfir væntum kosningaúrslitum þó ekki þeim sömu.
Láttu þér ekki leiðast elskan mín það eru ekki svo margir dagar þangað til þú kemur í pökkunina.
Þið sem er á svarta listi vera bara ánægður. Þið er á einkver listi ala vega.
Jess pabbi, mikið verður gaman í pökkuninni!
Æi elsku Masood, ég gleymdi þér! Hvernig er í nýju vinnunni? Sendu mér myndir úr brúðkaupinu svo ég geti sett þær á síðuna fyrir Lárus Márus.
Heyrðu - það er spurning að skella bara í eins og einn tölvupóst - yfirskriftin verður auðvita HUMARSÚPA og svo ætla ég að láta þig vita af karlamálum mínum. En eins og þær ykkar vita, sem þekkja mig, þá eru karlamál mín efni í ansi góða og skemmtilega gamansögu sem verður hin næsta Bridet Jones. Þú verður hins vegar að lofa að halda því öllu fyrir þig :)
Bibba, ahhh djúsí maður... það er náttúrlega enginn sem skákar þér í veiðunum! My lips are sealed! :) dje er ég spennt!
Ragga Magga, já maður er náttúrlega búinn að setja rosalega pressu á liðið... nú reynir á hverjir þola þetta!! (æææji, maður er kannski að ganga dáldið langt með þetta djók..?) Mitt meil er reyndar ekkert djúsí eftir viðburðaleysi.is um helgina... vonandi bætir þitt það upp!
Post a Comment
<< Home