Friday, April 14, 2006

Færsla #73

Ragga:

Það var æðislega gaman að dúllast með mömmu og pabba í Nefjork og tókum við ágætan túristapakka. Fórum þrisvar í svona:


Fórum upp í Rockefeller Center og þar var fínt útsýni:


Sáum Kim Cattrall (Samantha í Sex and the City) og fleiri góða í Mamma Mia:


Sáum frelsisstyttuna:

Burummbumm tsssss!

Mamma átti stórleik þegar hún gaf manni á lobbíinu krem fyrir svertingja sem hafði óvart læðst ofan í pokann minn. “Æ kent jús ðiss, itt iss for kolored men.” Hann horfði á hana frekar hissa, opnaði það en hélt því miður öfugt á því þannig að kremið lak ofan á skjölin hans. Hann leit aftur á hana og henti svo kreminu í ruslið. Held ég hafi sjaldan hlegið jafnmikið á einum degi.

Yndislega gaman í NY en ég nenni ekki að segja meira frá því...

Stoppaði líka á skerinu í þrjár nætur. Náði ekki að hitta næstum alla en ætla að henda í punktafærslu einhverju af því sem ég afrekaði:

  • Fór í klippingu og perm
  • Hlussaðist í barnaafmæli – gullmolar eins og “nú tökum við á þessu saman í Central Park” eftir olnbogaskot í síðuna og “er pilsið of lítið á þig?” flugu um loftið
  • Hitti Höllu lasarus og flatlús (nei djók, fatlus... vá, þessi var meira að segja stolinn)
  • Sötraði Bailey´s með Ingu og Rakel þar sem við töluðum um körfubolta og flotta bíla
  • Kíkti á konuna sem er ákaflega stolt af því að vera á topp 10 á vísindamannalistanum
Hér er hún að slamma ásamt einhverjum drykkjuboltanum

  • Spilaði kasínu við ömmu sem var hæstánægð með Pimmelnase kortið sem ég sendi henni
Keypti þetta í Hamburg og ældi næstum af hlátri. Einföld?

  • Knúsaði Tuma litla
  • Hitti systurnar yfir hvítvíni þar sem Þórdís var í stuði með Hemma Gunn. “Ertu lessa? ... Hvaaaaað? Ég er bara open minded!”
  • Vann í meistarastykkinu mínu um Edison
Vá hvað ég var lengi með þessa færslu. RÖGLIÐ SEM MAR LENDIR Í MAÐUR!!!

Svo átti Lilja Hrönn eina tönn afmæli í gær. Til lykke sæta mín!

6 Comments:

Blogger Halla said...

HEI sæta! Uuuu vantar þig pening eða fannstu ekkert gott combo handa okkur?
Skil ekki hvernig þú komst öllu þessu í verk á þessum stutta tíma sem þú stoppaðir á kaldaskeri en Haaalelúja fyrir því og allir ánægðir :)

7:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jaaaá alveg rétt! Humm... var sko í smá vandræðum en keypti svo nokkuð gott combo. Vona að þú verðir ánægð og passir í þá... það var samt ekkert mikið úrval en mér fannst frekar ömó að koma tómhent heim. Þú verður því að gjöra svo vel að feika hrifningu þínu og punga út fyrir þessu ;) Sendi meil bráðum með bankainfo...

8:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég mun aldrei sjá endann á þessu blessaða kampsax djammi þarna fyrir jól... mér finnst þú eiga endalaust af ömurlegum myndum af mér síðan þetta kvöld...

11:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nú fer að koma mail frá hlussunni..

3:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir lessuspjallið og bjögga halldórs fílinginn...það var yndislegt að hafa þig.

12:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Lilja mín, viltu standa við orð þín! ...var einmitt að tala um þig og Ólafsfjarðarævintýrið í gær... sleppti samt alveg að minnast á Borgarnesið ;)

Linda mín, takk sömuleiðis enda á ég "yyyyndislegar systur". Hahaha!

4:46 PM  

Post a Comment

<< Home