Færsla #69
Ragga:
Jørgen bauð mér upp á kaffi í dag:
Ég fór í messu í morgun með Steinunni og Ylfu. Ferlega gaman og Jørgen prestur talaði bara um ástina. Konan fyrir aftan mig hágrét á meðan Jørgen talaði. Það gerðum við Steinunn líka þegar við föttuðum að við höfðum sest öfugt í sætin (svona eins og þegar maður snýr öfugt í strætó). Flandrið á Jørgen var þokkalega til trafala því hann skipti um stað í miðri messu þannig að allir sneru sér við. Enginn var samt svo sniðugur að setjast öfugt eftir kærligheds ræðuna.
Sif og Jara voru í Kaupmannahöfn og gistu þær hjá mér í tvær nætur. Segir sitt um þægindi rúmsins míns þegar Jara pantaði að sofa á vindsænginni.
Voða notalegt að hafa þær og fékk ég svo að koma í eðaldanskt partý á Nytorv. Sif: "Varstu að klippe din top? ... Mads, du splæser!"
Jørgen bauð mér upp á kaffi í dag:
Æðislega sjarmerandi og EKKI MEÐ GIFTINGARHRING!
Ég fór í messu í morgun með Steinunni og Ylfu. Ferlega gaman og Jørgen prestur talaði bara um ástina. Konan fyrir aftan mig hágrét á meðan Jørgen talaði. Það gerðum við Steinunn líka þegar við föttuðum að við höfðum sest öfugt í sætin (svona eins og þegar maður snýr öfugt í strætó). Flandrið á Jørgen var þokkalega til trafala því hann skipti um stað í miðri messu þannig að allir sneru sér við. Enginn var samt svo sniðugur að setjast öfugt eftir kærligheds ræðuna.
Voða notalegt að hafa þær og fékk ég svo að koma í eðaldanskt partý á Nytorv. Sif: "Varstu að klippe din top? ... Mads, du splæser!"
15 Comments:
Steinunn eða kirkjan? Báðar líklega...
Steinunn. Kirkan er bara lala. Fáum við færslu um Bostonferðina?
Mmm, mig langar í pizzu!
Ragga, forst tu i messu??
Já, átti svona rosalega (fannst óviðeigandi að skrifa helvíti) vel við mig. Næstu sunnudagar eru bókaðir og guð minn góður hvað ég er spennt fyrir fermingunum.
Haha, andskoti er gaman ad heyra tad.
Messu?! Hvaða rugl er þetta? Vitiði'kki að það má mæta beint í messukaffið án þess að fara í sjálfa messuna?! Messukaffi í Jónshúsi næsta sunnudag.....
Ég veit ekki hvort Steinunn samþykkir það, hún var svo hrifin af ræðunni um ástina. Eftir messuna: "Kjeeelíheðen" og svo hrasaði hún...
En messukaffi hljómar annars fínt :)
Kærligheden, my ass. Við erum að tala um rosalegar hnallþórur, heita rétti og kaffikökur!!!
Þetta er eins og fínasta fermingarveisla, fyrir utan alla ættingjana og sparifötin.
I love it!!!
Hahahahah
Ja, madur aetti kannski ad fara ad krassa messukaffid herna i Sutton
hó hó hó... mér þótti svo merkilegt að þegar við þrjár dtu-nördar tókum okkur til og fórum í messu hafi umræðuefnið verið kærlighed og angst... þessvegna var mér svo mikið fyrir að ræða um þessa undarlegu tilviljun... hóf mál mitt "kærli..." hrasaði "uuu, er verið að reyna að segja mér eitthvað, en allavegana hvað er málið með að kærligheds-snakk" svoleiðis var þessi dettu saga mín, en ég er annars alltaf að hrasa... veraldlegir hlutir eru bara alltaf fyrir mér... já og líka ástin :)
Humm, eg myndi nu vilja ad eitthvad fari ad gerast a tessari blessudu sidu.
...ja og skrifadu mer bref bjanaprik!
Skrifa bréf bráðum. Þegar andagiftin kemur. Nenni ekki núna. Sigríður hefur lofað færslu um Bostonferð von bráðar. Stay tuned.
Post a Comment
<< Home