Ragga:
Jæja Lárus Márus..
Ég og Ylfa erum byrjaðar að læra arabísku. Hélt það væri sniðug leið til að bonda við Masood þar sem ég hitti hann sárasjaldan eftir að ég flutti. Svo er líka svo töff að geta skrifað á sívíið að maður sé mellufær í arabísku.
Alĥamdulilah!
Kúrsinn er kenndur á dönsku og fannst mér kjörið tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og massa dönskuna í leiðinni. Það gekk ekki nógu vel því ég fékk kartöflu í hálsinn þegar ég átti að kynna mig og segja af hverju ég hefði valið arabísku. Fullt af tjellum þarna sem höfðu gefið solid skýringu, ein var ekkja manns frá Egygptalandi og langaði að læra málið svo hún gæti kynnst vinum hans (mér fannst það pínu skondið), önnur átti pabba frá Marokkó og enn önnur átti börn í Alsír.
Þar sem ég hafði enga spes ástæðu og tala þar að auki ekki dönsku var þetta einstaklega pínlegt móment. Fékk alveg aumingjalúkkið frá öllum nema Kristian steik sem var eflaust að spá af hverju ég drullaði mér ekki frekar í dönskutíma.
Komst svo að því að í Pakistan talar fólk ekki arabísku heldur panjabi eða urdu. Við erum því að leita okkur að nýju hobbíi og förum á kynningu í DTU á mánudaginn. Spennó.
Fórum stelpurnar að sjá Eivør Pálsdóttur á Jazzhouse í fyrradag. Hún var ekkert smá flott og talaði ógeðslega krúttlega dönsku. Söng á ensku, dönsku, sænsku, færeysku en ekki íslensku. Pah!
5 Comments:
Var Kristian (litla lambakjötið) líka á arabískunámskeiði?
Fariði í keramikið!
Nei, þessi Kristian var eldri, þokkalega seigt kjöt þar á ferð. Hann var með rosa attitjúd, nennti ekkert að vera þarna.
Ég stakk einmitt upp á keramikinu og auðvitað pókernum.
pah! En kostulegt orðaval, þú klikkar ekki í íslenskunni allavega, það er á hreinu!
Trui ekki ad tid aetlid ad beila a arabiskunni!!! Mer finnst arabiska kul!
Ok, fyrst þú ert flutt frá Masood er erfitt að koma með fregnir af honum. Mér finnst þó að þú ættir að heimsækja þennan hjartaknúsara amk vikulega. Ég skil samt núna af hverju lítið hefur verið bloggað um hann. Spurning um að fá Masood á arabískunámskeið!
Post a Comment
<< Home