Sunday, January 29, 2006

Færsla #55

Ragga:

Ræktaði menningarvitann í mér í gær og skrapp á hönnunarsafn. Voða gaman og ég hitti þessar skutlur á hovedbane fyrir tilviljun:


Rakel búin að panta flug til mín og kemur eftir tvær vikur. Ég tipla á tánum af spenningi og er að vinna í að redda miða handa henni á þorrablótið. Má náttúrlega enginn missa af gleðinni þegar Sixties spila fyrir dansi. Vonandi verður hún ekki of full.

Hitti Sigga og co áðan. Voða fínt að koma inn úr kuldanum og fá heitt súkkulaði a la Ásta. Arnar litli var rosa krútt og ældi um leið og ég skilaði honum. Laglegt.

Annars hlustaði ég á leikinn í gær um leið og ég skoðaði lotukerfið með öðru auganu. Lýsendurnir alltaf skemmtilegir: “Hann hefur hugsanlega fengið högg á kjálkann. Sem er vont.” Gott að fá svona aukaupplýsingar.

Svipað og þegar Bjöggi og Steinunn voru að tala um að spila á hljóðfæri og syngja í leiðinni. Ég sat eins og kúkur og hafði ekkert að segja. Bjöggi voða næs, sneri sér að mér: “Þetta er svona eins og í körfunni. Maður má ekki horfa á boltann þegar maður dripplar því þá sér maður ekki völlinn.”

Skólinn byrjar á mánudaginn og ég fæ nýja fína herbergið á miðvikudaginn. Er voða spennt og er orðin nokkuð þreytt á að búa í Viggogötu. Það mættu fjórir nýir skiptinemar í húsið í dag þannig að nú erum við 9. Fjör.

Hér er snjór og Steinunn keypti þoturassa. Skelltum okkur á þá um daginn á eina hólnum í grenndinni.

Hér erum við á rassinum í snjónum.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegar þessar snjómyndir. Greinilega mikið fjör í gangi þarna ;)

5:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég get bara engan veginn séð hvernig þessar sögur varða Masood! Bæta úr því ASAP.

8:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta, ætlarðu ekkert að svara tölvupóstnum frá mér???
Þín systir.

12:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

ja, endilega fleiri Masood sogur.
Flott ad koma med svona myndir samt,endilega halda tvi afram!
Byrjadi a ad skrifa handa ter krassandi bref i gaer en a eftir ad klara tad...spurning hvenaer tad gerist.

2:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Einhvernvegin hef í þig grunaða um að hafa ekki tekið áramótaheitið föstum tökum... Ertu ekki örugglega lifandi Ragga?!

7:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eg vil fa meira ad lesa i hadegishlenu minu,svo viltu gjora svo vel ad fara ad blogga!

2:33 PM  

Post a Comment

<< Home