Wednesday, January 18, 2006

Færsla #54

Ragga:

Var að koma af þriðjudagsbarnum. Hitti Bjögga og Steinunni þar eftir langan dag með Oliver og Majiec. Þriggja vikna kúrsinn er heldur betur farinn að segja til sín og ég orðin nokk spennt fyrir föstudeginum. Modelling for Dummies hefði verið nær lagi en þetta advanced stöff sem ég asnaðist til að skrá mig í. Eftir tvær vikur er farið að skína í gegn hverjir eru að feika það og hverjir ekki...

Síðustu dagar mínir á Kampsax eru senn á enda. Þá á ég auðvitað við sem íbúi því ég geri sterklega ráð fyrir að vera fastagestur hjá Steinunni (er auðvitað með aukalykilinn). Sune, gaurinn sem ég leigi af, bankaði óvænt upp á hjá mér á miðvikudaginn og sagðist vera kominn til baka. Ég elska svona óvæntar uppákomur og tók þetta bara á kúlinu, hló næstum ekkert og var mjög yfirveguð. Steinunn kom yfir og hjálpaði mér að taka mesta draslið. Flissuðum endalaust mikið yfir hvað áramótaheitið mitt er búið að klúðrast mikið (“Hafa allt undir kontról”). Segi bara eins og Stonelove: Batnandi konum er best að lifa.

Oliver átti setningu dagsins áðan: “I´m going to the databar and you´re going to the cellar bar.” Mér til varnaðar var Bjöggi að fá vinnu í Nokia og er aldeilis ærin ástæða til fagnaðar. Ætlum að halda því áfram út misserið. Karókí, sumarhús, ströndin...

Fórum nokkur á ganginum í afmæli Kristians á laugardaginn. Ég og Steinunn vorum fyndnar og gáfum uppblásna kind. Féll í kramið. Bork missti hins vegar hressleikastimpilinn þessa vikuna og féll úr náð. Í partýinu söng hann stanslaust írska slagara þrátt fyrir engar undirtektir og hélt svo uppteknum hætti í lestinni á leiðinni heim, þá fyrir pening.

Hitti indverskan tennisvin Siggu áðan. Hann hefur séð 101 Reykjavík nokkrum sinnum og tölum við alltaf um Ísland þegar við hittumst. Alltaf jafngaman. Ég var að segja honum frá snjónum heima og var vægast sagt vandræðalegt þegar ég spurði hvort hann hefði einhvern tímann á ævinni séð snjó. Hann horfði á mig eins og ég væri hálfviti og gaurinn við hliðina á honum skellti upp úr. Ég náði næstum að halda kúlinu þegar hann sagðist vera snjóbrettagaur.

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jedúdda mía... Og gaurinn síðan bara snjóbrettagaur! :D Sjett, fyndið!!

4:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert rooosa cool Ragga!

2:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahaha, en fyndid. Mer heyrist tu eins og vaenta maetti, ad tu sert enn og aftur ad meika tad hja indverjunum!
You go girl!

2:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

úff Ragga "hefuru einhverntíma séð snjó" er djörf spurning, en þú ert náttúrulega þekkt fyrir mikla djörfung og dug eins og víðfrægt er orðið :)

5:39 PM  
Blogger Alma said...

Heyrðu, reyndu að fá líka boð í brúðkaupið hjá þessum (hef heyrt góðar sögur af honum) og svo höfum við sama díl og síðast. :)

6:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er hann enn með flotta klippingu?

1:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ja, ferlega flotta. Svo er Bernd lika buinn ad klippa sig og raka af ser skeggid. Voda stæll a teim felogum. Indverjinn spurdi itrekad um tig og sagdist hafa hringt einu sinni i tig.

9:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað er að frétta af Masood? Væri gott að fá nokkrar línur um hann reglulega. Takk fyrirfram. Kveðja, LM

1:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eg er totally ad vanrækja Masood-hornid. Skal reyna ad bæta mig. Annars er hann bara hress, alltaf ad sjoda kjukling og gengur voda vel i skolanum. Fær bara 13 og 11, s.s. algjort geek hehe.

2:12 PM  
Blogger Steinunn said...

nauðsynlegt að það fylgi snjósögunni að það var snjór úti þegar þú spurðir að þessu... því meikaði ekkert sens að halda að drengurinn hefði aldrei séð snjó!!!

8:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kommentið hennar Steinunnar fór alveg með það! Ragga mín..ó Ragga!

3:07 PM  

Post a Comment

<< Home