Færsla #51
Ragga:
Guð minn góður hvað gærkvöldið var kómískt.
Tour de Chambre á køkken 4 var fámennt en góðmennt. Mættir voru Klaus, Kristian, Morten, Peter og Rói að ógleymdri undirritaðri að sjálfsögðu. Undirbúningur fyrir herlegheitin var nokkur, eldhúsið tekið í gegn og splunkunýr örbylgjuofn vígður og þeim gamla hent út.
“Isn´t it nice to live with people who are ready to pay 900 kroners so that you don´t have to clean the microwave?”
“Skåååå-ål!”
Strákarnir voru í sínu fínasta pússi. Klaus reyndar í hefðbundnu skopparabuxunum sínum en braut út af venjunni með fallegri perlufesti um hálsinn.
Guð minn góður hvað gærkvöldið var kómískt.
Tour de Chambre á køkken 4 var fámennt en góðmennt. Mættir voru Klaus, Kristian, Morten, Peter og Rói að ógleymdri undirritaðri að sjálfsögðu. Undirbúningur fyrir herlegheitin var nokkur, eldhúsið tekið í gegn og splunkunýr örbylgjuofn vígður og þeim gamla hent út.
“Isn´t it nice to live with people who are ready to pay 900 kroners so that you don´t have to clean the microwave?”
“Skåååå-ål!”
Strákarnir voru í sínu fínasta pússi. Klaus reyndar í hefðbundnu skopparabuxunum sínum en braut út af venjunni með fallegri perlufesti um hálsinn.
Morten var í töff skyrtu með endurskinsmerki á barminum. Það gerði það að verkum að hann var með sjálflýsandi brjóst á hverri einustu mynd sem var tekin af honum þetta kvöld.
Ég: “Don´t you miss Sigga?”
M: “Well, I often talk to her on the internet so I´ll survive.”
Ég: “Don´t you miss Steinunn?”
M: “I miss my mum. It´s her birthday in a few days.”
Ég reyndi að njóta hvers augnabliks á meðan á kvöldverðinum stóð þar sem ég gerði mér grein fyrir að ég ætti líklega ekki eftir að upplifa annað eins. Svona aðstæður fást nefnilega ekki útí búð. Þriggja rétta máltíð og kertaljós var eitt það síðasta sem ég bjóst við að upplifa með drengjunum.
“Skål. Tak for I kom.”
Í forrétt fengum við rækjukokteil sem Morten bjó til af mikilli list. Með því serveraði hann hvítvín.
“I hope the whine is ok. I looked everywhere for a whine that matches the shrimps and this one came closest to it.”
Krúttið föndraði einnig blævængi úr servíettunum mér til mikillar skemmtunar. Þetta hefði svosum ekki þurft að koma mér á óvart þar sem ég kom að honum um daginn að þrífa ísskápinn með eyrnapinnum. Eyrnapinnum, for crying out loud!
Í aðalrétt var roastbeef og kartofler a la Kristian og var kjötið víst fandeme sejt. The raisin in the end of the hotdog var jarðarberja-, vanillu-og súkkulaðiís a la Peter. Ókei, hann bjó ekki til ísinn en það hefði verið í stíl við allt hitt.
Að uppvaski loknu tók við ráf í herbergi. Hæst ber að nefna númer 406 þar sem drukkið var Sambucca í boði Róa. Það má með sanni segja að nýr heimur hafi opnast fyrir mér þar og fannst mér æðislega gaman. Tilfinningin að finna glasið sogast að lófanum eftir að hafa fylgst með drykknum loga í örlitla stund er engu lík.
Ég var þriðja í röðinni og bauð upp á Opalskot og lakkrís. Öllum fannst það vont og var staldrað stutt við í 407. Ég náði þó að gera gott djók og troða lakkrís milli framtannanna og leika tannlausan róna. Jess..
Masood bættist í hópinn upp úr miðnætti og var manna lengst enda maðurinn með furðulegar svefnvenjur. (Þess má geta að hann er líka með furðulegar matarvenjur sem og líkamslykt. “Ég held að allir Indverjar noti sama ógeðslega rakspírann.”) Enn og aftur kom hann með myndir af unnustu sinni og mér gafst færi á að spyrja frekar um þeirra hagi. Einnig þreyttist ég á að bíða eftir boði í brúðkaupið og gekk í málið. Ég er meira en velkomin og tjáði hann mér að 1000 manns væru væntanlegir. Helvítis stemmning.
Restin af kvöldinu var í svipuðum dúr, sannarlega ánægjulegt og verður eflaust lengi í minnum haft.
13 Comments:
Já hva, ópal drykkurinn virðist ekki falla í kramið hjá útlendingum, skil ekkert í þessu pakki... Gott múv með rónann samt, þú hefur alveg pottþétt endurheimt virðingu strákanna eftir útspilið með ópalinn!!
Blessuð Ragga :) Verð að viðurkenna að ég náði ekki að lesa allan pistillinn..... einbeitingin ekki alveg sú besta. Gott samt að vita að þú fékkst góða máltíð og þér er hér með boðið í mat til mín í sumar í heimsins bestu sjávarréttarsúpu....eða alla vega mjög góða, spurðu bara Sif :)
I MISS MY MOMN!!! veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu... :) Leiðinlegt að missa af þessu öllu saman... Takk fyrir jólakortið sigga og EVA... áramótaheitið mitt fyrir 2006 er einmitt í anda kveðjunnar... lengi lifi djammið i sambland við ítalska elskuhuga... gott ár framundan...
Smelltu einni hárri fimmu á Masood. Væri gott ef öll bloggin hjá þér innihéldu stuttan pistil um Masood og hvað sé að gerast hjá honum.
Aldeilis romo stemning hja ter Ragga min!
Finnst tu annars skrifa alltaf frekar mikid um hann Masood...ert tu nokkud ordin vidhald hans?
Veit ad tu ert soldid hot fyrir indverjum og pakistonum sbr. the crazy cab driver.
Allavega...sakna tin voda mikid dullan min, veit ekki hvenaer vid munum hittast naest...samt vonandi fyrr en seinna!
Aldeilis romo stemning hja ter Ragga min!
Finnst tu annars skrifa alltaf frekar mikid um hann Masood...ert tu nokkud ordin vidhald hans?
Veit ad tu ert soldid hot fyrir indverjum og pakistonum sbr. the crazy cab driver.
Allavega...sakna tin voda mikid dullan min, veit ekki hvenaer vid munum hittast naest...samt vonandi fyrr en seinna!
Já, það er nú smáhjónasvipur með ykkur Masood. Verst að hann skuli vera svona kyrfilega á föstu.
SAKNA ÞÍN ÓENDANLEGA MIKIÐ!
Þín að eilífu,
Sigga.
hæ elsku Ragga... takk fyrir yndislegar stundir um jól og áramót.. án þín er ég ekkert.. sakna þín...
já og herru ég og Rakel stefnum á ferð til þín sem fyrst..
þín Inga
Nanna: Ég nýt ómældrar virðingar. Hvenær kemurðu út? (Svarist í bloggfærslu, takk.)
Rakel: Djöfull varstu full þá! Hlakka rosa til að fá ykkur Ingu í heimsókn.
Bryndís: Kærar þakkir fyrir gott boð, á þokkalega eftir að minna þig á þetta litla mín!
Steinunn: Ég veit heldur ekki hvernig ég myndi taka þessu. Sting upp á löðrungi næst þegar þú hittir hann.
Lárus Márus: Vangefið fyndið að skrifa bara um Pakistanann, hehe.
Lilja: Þú þekkir mig og mína veikleika of vel.
Sigga: Hér biðja allir voða vel að heilsa þér. SAKNA ÞÍN LÍKA!
Inga: Takk sömuleiðis krútt! Hilsen til Búggí, þið eruð höfðingjar heim að sækja.
Þú ert svo skipulögð, Ragga!
Ragga, má ég koma með þér í indverska brúðkaupið? Síðan ég horfði á Bend it like Beckham hefur það verið draumur minn að komast í slíkt, ef ekki sem brúður þá sem gestur. Ég get þóst vera lesbísk eiginkona þín. Plííís!!
Sigga: Eg veit, tetta tok mig samt rosalega langan tima.
Alma: Tad hefur einmitt lengi verid draumur minn ad eiga plateiginkonu tannig ad svarid er ja. Jiminn hvad vid verdum finar i buningum og alles.
JESSSSS :D
Post a Comment
<< Home