Thursday, December 15, 2005

Færsla #47

Sigga:

Naked Santa fyrir Röggu:


Til þess að svara fyrirspurnum fjölda fólks get ég með nokkurri vissu sagt að það er næstum alveg jafnleiðinlegt í prófum í Djéká og á Íslandi. Mikið verður gott þegar þessu lýkur. Annars verða þær tregablandnar tilfinningarnar í huga mér 22. desember þegar ég kveð Djéká þar sem helgin byrjar ALLTAF á fimmtudegi (nema auðvitað í prófunum). Verður samt gott að koma heim í jólafrí. Ég á eftir að redda jóladressinu. Hefur einhver tíma til þess að kíkja með mér í tískuverslunina Guðrúnu á Þorláksmessu? Mig dauðlangar í Jersey kjól, sjá hér.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skil vel ad tig langi i Jersey kjolinn! Otrulega fallegir kjolar, eg aetla potttett i tizkuvoruverslun Gudrunar fyrir jolin.

2:31 PM  
Blogger Alma said...

Sigga, nú verða femínistar á Íslandi ekki kátir með þig (kannski í lagi, er síðan ekki vinsælli í DK?). Það var verið að ræða það í gær hversu slæm þessi klámvæðing á jólasveininum væri. Ölgerðin hefur verið með auglýsingar sem eru víst alveg fyrir neðan allar hellur, og svo er litla systir farin að taka þátt í þessu...össs

4:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Lilja Hrönn: Jess, dressum okkur upp á heilögum Þorláki.

Alma: Hmm... Þessi jólasveinn er sko bara á leið í jólabaðið. Ég sé ekkert kynferðislegt við myndina. Annars birti ég hana til að gleðja hana Röggu mína. Hún hoppar öll og skoppar af kæti þegar hún sér Jule-Kim. Aldrei að vita nema við höldum áfram í sama dúr hér á síðunni. Vona að við móðgum sem fæsta.

5:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ynislegir þessir kjólar! Þú verður svo lekkert um jólin! Ég sakna þín svooooo á bókasafninu hér í VR. Það er bara ekki eins án þín. Viltu ekki bara reyna að flytja þetta byrja-helgina-á-fimmtudegi til Íslands. Held að það sé alveg markaður fyrir þessu hér.

7:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ja Sigga min! To vid tokum okkur nu alltaf serlega vel ut, ta er eg nokkud viss um ad vid munum hreinlega gloa i nyju Jersey kjolunum okkar!

2:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er með í Jersey-kjól! Er kannski ögn meira fyrir prjónakjólana samt... Kíkjum á þetta heima stelpur! Marserum til Guðrúnar!!

2:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þóra: Já, við vinnum í því saman að byrja helgina á fimmtudögum! Svo verð ég mætt með þér í sveittu stemmninguna á bókasafninu í næstu prófatörn.

Ze oters: Jöminn hvað við verðum elegant um jólin í fötum frá tískuversluninni Guðrúnu.

2:53 PM  

Post a Comment

<< Home