Saturday, November 26, 2005

Færsla #38

Ragga:

Ég og Sigga horfðum á Ástarfleyið um daginn. Greinilega gott stöff þar á ferð og mikið sem gerist í hverjum þætti. Kann að meta svona vinnubrögð og fannst sérstaklega góð senan þar sem þau þurftu að þrífa bátinn. Gott að fá að vita hvað hverjum einasta keppanda fannst um þrifin. Ekki mikið síðri var veiðisenan sem var mjög löng. Verst að enginn veiddi neitt...

Uppáhalds okkar er að sjálfsögðu smiðurinn: “Svo vorum við látin þrífa bátinn. Það var náttúrlega bara snilld!”

Steinunn bauð okkur í Thanksgiving dinner á fimmtudaginn. Eftir hann hófst kveðjupartý fyrir mig (kannski pííínu að túlka hlutina mér í hag) þar sem stelpurnar fóru til Amsterdam á föstudaginn.


Kristian, Steinunn og Sigga pjása.

Steinunn var klárlega ferskasti Amsterdamfarinn og var mjög hressandi að vakna við lætin í henni á föstudeginum. Hún reddaði allavega kemi..

Hér er Steinunn rétt fyrir brottför á flugvöllinn.

Tóta tryllir er í Köben og fékk ég sms frá henni áðan þar sem hún sagðist vera ein á slísí gothic bar. Mjög eðlilegt bara. Hitti líklega mæðgurnar á mánudaginn - gríðarleg spenna!

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá hvað það er mikið stuð hjá ykkur. Nú finnst mér að við verðum að fara að plana hvernig djammið verður hér á Klakanum um jólin. Maður verður að hafa eitthvað upplífgandi að hlakka til í próflestrinum fram undan. Hvenær á ég að halda partý? Er að hugsa um að breyta Grettisgötunni í félagsmiðstöð yfir hátíirnar.

P.S. er voða spæld yfir því að þú getir ekki tjúttað með mér um áramótin Ragga.

6:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tad var EG sem sendi ter sms um ad eg vaeri ein a sleasy gothic bar.
Og tad var hrikalegt!

10:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu Eva mín, ertu að rugla fólki eitthvað saman eða ??? Bið að heilsa Þórdísi og vonandi er hún búin að jafna sig eftir gothic barinn ;) Hún þarf nú að vera hressí verslunarleiðangrinum/stórinnkaupunum.

10:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ah ókí, nú skil ég.. só sorrí, er svo dofin! Hahaha, týpískt þú að vera farin að stunda gothic bari. E-ir Spánverjar þar? :) Hitti Þórdísi áðan og hún var hress í stórinnkaupunum.

5:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég var nú líka soldið hress!!!

5:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

þ.e. á föstudaginn fyrir brottför, during brottför og eftir brottför.......ja svona, eða þannig.

5:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ragga krútt: Hahaha... reddaði Steinunn kemi?

Kl. 11:45
Sigga: "Jæja, náðirðu að mæta í kemi?"
Ragga: "Er á leiðinni... Ég næ þessu alveg?"

P.S. Kemi er frá 8-12, ekki satt?

5:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elín, þú varst einstaklega hress og var frekar fyndið að fylgjast með ykkur um morguninn. Þú hin rólegasta í tölvunni á meðan Steinunn var randomly að henda e-u dóti í tösku. Svo svona inná milli leistu upp: "Steinunn, siríösslí.. hvað líður tímanum?" Þið náðuð allavega fluginu ;)

Sigríður!! Mamma les þessa síðu!

6:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

við náðum sko alveg fluginu... algjörlega on time... þetta er bara spurning um að vera hress...

12:13 AM  

Post a Comment

<< Home