Wednesday, November 23, 2005

Færsla #35

Ragga:

Mætti snemma í Mennesket og det fysiske í morgun. Sigríður kom rétt á eftir mér, leit á mig í senn hissa og alsæl auðvitað: "Nei, á dauða mínum átti ég von.. þú hér!"
Fyrirlesarinn var sænskur og með hryllilega fyndinn hreim. Meira hvað Svíar eru gay. Skelfilega þreytandi tími en Sigríður var dugleg að finna sér ýmislegt til dundurs. Til dæmis skrifaði hún minnislista yfir það sem hún ætlaði að kaupa í búðinni. Að því loknu heyrði ég hana muldra í barm sér og hripa hjá sér einhverjar tölur. Ég leit spyrjandi á hana og fékk útskýringu: "Ég er bara að reikna út hvað þetta á eftir að kosta mig."
Litlu seinna spyr hún mig hvort hún megi fá lánaða vigtina mína. Þá var dúllan að hafa áhyggjur af yfirvigtinni og væri ég ekki hissa ef hún væri að prufupakka núna.
Ég spurði hvað hún ætlaði að gera við hjólið og varð hún þá áhyggjufull á svipinn.
"Ætli það sé hægt að selja það hérna úti?" Svo eftir smá stund ljómaði yfir henni: "Hei! Vantar þig ekki hjól?"
Allar klær úti..

1 Comments:

Blogger Valla said...

Sigga, eg vona ad hraedsluarodur minn vardandi yfirvigt hafi ekki skemmt fyrir ther laerdominn.

6:17 AM  

Post a Comment

<< Home