Wednesday, November 30, 2005

Færsla #41

Sigga:

Hafi alvaran einhvern tímann blasað við þá er það núna. Fjögur próf framundan (fimm hjá Röggu) og menntagyðjan hefur sannarlega ekki blessað mann þessa önnina með iðjusemi og menntafýsn. En allt stendur þetta til bóta og pjásurnar iðnar sem aldrei fyrr og eiga líklega eftir að rúlla upp þessum prófum.

Helgarferðin til Amsterdam var frábær enda ferðafélagarnir ekki af verri endanum. Það sem stendur upp úr eftir helgina er líklega að hafa hitt jólasveininn:

Þarna sat hann áhyggjulaus kallinn (eins og fólkið sem býr við skátaheimilið) og lét ýta sér á skautasvelli í miðborg Amsterdam. Ætli hann hafi ákveðið að skella sér til Amsterdam til þess að fá sér aðeins í haus - svona til að ná úr sér mesta jólastressinu?

Þá var gaman að ferðast um í sporvagni. Mikið væri það sniðugt ef land orku og öfga tæki upp á þessum ferðamáta.

Annars skrifaði Steinunn ferðasögu sem ekki verður toppuð þannig að ég læt nægja að benda á hana. Myndir úr ferðinni má sjá hér.

Mikill kuldi er núna í Danmörku og erfitt að vera fátækur námsmaður í illa upphituðu kollegíherbergi. Danirnir passa vitaskuld upp á að eyða ekki of miklu í slíkan lúxus og afleiðingin er þessi:


Þ.e. grautfúll námsmaður með trefil og húfu við lærdóminn!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ættir að kíkja á bókasafnið í VR við tækifæri. Þar er funheitt og fínt. Enginn sem situr við glugga vill opna glugga og afleiðingin er mjög svo þungt og svæfandi loft.

2:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, og svo má sá svitaklepra renna niður nýja fína glervegginn... mjög leiðinlegt að vera á 3. ári og vera með heiamstofu.

11:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Toff jolasveinn!!!
Gangi ykkur ollum voda vel i profunum! Skal senda ykkur menntastrauma fra hinni einstaklega gafudu mer!

2:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Sigga mín!!!! :) Vona að þú gerir eitthvað skemmtó í tilefni dagsins!! Sendi þér góða afmælisstrauma frá Fróni...

3:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ástarþakkir f. afmæliskveðjurnar, sætu stelpur!

-Sigga Sig :)

5:44 PM  
Blogger Valla said...

Sigga, ég þekkti þig ekki með þessa skeifu! Viltu þrífa hana af med det samme!

10:51 PM  

Post a Comment

<< Home