Monday, December 19, 2005

Færsla #50

Ragga:

Af daglegu lífi er það að frétta að ég þreif örbylgjuofninn í nótt eftir að hafa hlustað á nöldur í drengjunum aðeins of lengi. Eins og mamma gamla væri mætt á svæðið. Átti að vera löngu búin að þrífa kvikindið (hægt að telja seinkun í mánuðum) en þar sem maður er ekki drottning misskilnings fyrir ekki neitt þá fórst það fyrir. Var í alvöru að spá í að láta ofninn hverfa og skrifa miða:
Was so dirty that I came alive and have now moved to another kitchen.



Masood, Pakistaninn á ganginum, er sífellt að eiga stórleiki. Fyrir það fyrsta talar hann eins og Abú í Simpson´s. Um daginn var ég að borða harðfisk ásamt Morten (415) og hann ætlaði ekki að komast yfir það. Æpti upp yfir sig: “WHAT ARE YOU EATING?? IT´S DISGUSTING!! IS IT A DOLPHIN?” Morten horfði á hann í smástund og sagði svo hlæjandi: “Yeah, it´s a dolphin.” Hann fattaði ekki djókinn og öskraði: “OH MY GOD!! YOU ARE CRAZY! LOOK EVERYBODY, THEY ARE EATING A DOLPHIN!!” Svo aðeins seinna tjáði hann mér að ég myndi ekki fá franskan koss það kvöldið þar sem ég lyktaði eins og selur. Besta hrós í heimi...

Alveg eðlilegt að á laugardagskvöld bankaði hann á hurðina hjá mér til þess að gefa mér rauðvínsflösku. Ég var komin upp í rúm og hef því verið frekar mygluð. Mér fannst þetta ógeðslega sætt af honum og hann þokkalega kominn í mjúkinn hjá mér eftir selskommentið.

Adam var þó ekki lengi í paradís því þegar ég hitti hann í eldhúsinu daginn eftir benti hann á mig og sagði við gaurana: “You wouldn´t believe how bad she looks without her make-up.”
Annars á hann unnustu sem bíður hans í Pakistan. Þau eru ekki búin að hittast í tvö ár og hann hreinlega tiplar á tánum af spenningi. Það verður brúðkaup fljótlega eftir að hann kemur heim í apríl og býð ég spennt eftir boðskorti.

Mér finnst samband mitt við Sigríði krútt vera orðið steikt. Fyrir neðan eru nokkur dæmi.
Sigga: “Nennirðu að vera með hauspoka næst þegar við hittumst?”
Ég: “Nú?”
Sigga: “Því annars gæti ég étið þig þar sem þú ert eins og pepperonipizza í framan.”

Um daginn vorum við að skoða myndir í tölvunni hennar Siggu. Inn á milli mynda af vinunum sé ég kall sem ég kannast ekki við og spyr hver kauði sé. Fékk svar að bragði: “Þetta er danskur pólitíkus. Til venstre.” ..eins og ekkert væri eðlilegra!

Stundum fæ ég líka á tilfinninguna að okkur sé farið að skorta umræðuefni. Áttum t.d. þessar samræður áðan:
Sigga: “Hvort ertu meira fyrir kjúkling eða fisk?”
Ég: “Erfitt að segja. En þú?”
Sigga á innsoginu: “Já, erfitt að segja líka.”
Svo kom mjög vandræðaleg þögn.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahaha...tetta var snidugt blogg hja ter vinan. Hvar er annars brefid sem tu lofadir mer i gaer?
Hlakka til ad sja tig um jolin ( ef vid sjaumst...vona ad vid hofum tima )
lots of love honey!

1:54 PM  
Blogger Alma said...

Hahahahahha, skemmtilegar umræður. Sigga lét mig hringja í sig um daginn í gemsann til þess að ég hjálpaði henni að ákveða hvort spaghetti og fiskifrikkadellur færu vel saman með tómatsósu. Held að hún sé að missa það. Annars finnst mér leiðinlegt að þú hafir misst af frönskum kossi með þessu höfrungaáti. Gengur bara betur næst!

3:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvar er brefid????
Ekkert ad gera aldrei tessu vant og mig langar ad fa BREF! NUNA STRAX!

2:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Enga móðursýki litla mín. Sendi bréfið rétt í þessu :)

5:27 PM  
Blogger Bibba Rokk said...

Frábært að vita að maður geti sagt að harðfiskur sé höfrungur :) ágætis lygi ef maður þarf að plata einhvern :) og fiskur er betri en kjúlli ef hann er rétt eldaður ;) en Humar er sko toppuðurinn.

12:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Humar? Tad var nu ekki litid sem tu taladir um risarækjur herna i den :) Eru tær out nuna?

12:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir brefid Ragga min! Modursykin fauk utum gluggann um leid og eg sa tad.

9:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Muahahahahha!! Hló ekkert eðlilega að þessum pistli þínum esskan ;) "Eins og pepperonipizza í framan"...vissi ekki hvert ég ætlaði... heheheh...gaman að þessu ;) Gaman að sjá þig í gær esskan ;)

12:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Lubba, ætlið þið ekkert að skrifa?

7:21 PM  

Post a Comment

<< Home