Sunday, December 18, 2005

Færsla #49

Sigga:

Var að fletta í gegnum myndasafnið og þar sem ég verð alkomin heim á fimmtudaginn er við hæfi að líta yfir önnina sem leið. Margar myndir höfum við pjásur tekið af okkur við hin ýmsu tilefni.


Myndin hér að ofan var tekin þegar við fréttum að þessi pjása:


væri með krókódílabeibí í maganum. Ætlar sú pjása ekkert að blogga? Hef heyrt að lesendur bíði spenntir eftir bumbumyndum! ;)

Að búa á Kollegíi er dásamlegt, eins og lífið sjálft! Kosturinn við að búa á jarðhæð er sá að maður getur alltaf átt von á heimsókn á gluggann (ég elska þessa mynd):


Annars er ég ógurlega tilfinninganæm þessa dagana og hundfúl að þurfa að kveðja Djéká líkt og áður hefur komið fram. Á eftir að sakna krakkanna á ganginum þrátt fyrir að hafa orðið fyrir aðkasti oftar en einu sinni vegna harðfisksins míns og fiskibollanna. Verð líka að játa að brandarinn um að það sé í bígerð hjá mér að kaupa alla Danmörku (liggur beint við þar sem ég er Íslendingur) er orðinn píííínulítið þreyttur.


Hér að ofan til vinstri má sjá Jonas (17), Brian (06), Allan (13) og Jesper (06) fagna áramótunum. Í miðjunni er ég ásamt Kínverjanum Liang (08) sem strákarnir fylltu hér fyrr í vetur með þeim afleiðingum að hann ældi út um glugga og Jakob KK-formand (09) sem verður ægilega pirraður ef maður gleymir að fara út með ruslið. Til hægri eru Tina (14) og Allan (13) í trylltum strandarfíling. Fallegt fólk á KK21, ekki satt?

Annars er litla dúllan mín hún Ragga bara í fríi þessa dagana á meðan ég tileinka mér lögmál varmaflutningsfræðinnar. Hún notar tímann vel - hefur dekrað við strákana á KK4... bakað fyrir þá og krúttlast með Bork sem virðist allur vera að hressast eftir veikindin. Hún svona finnur sér eitt og annað til dundurs; skrifar bréf til pennavina, prjónar og skipuleggur jólafríið. Svo kíkti hún í smáheimsókn til mín í gær og við drukkum saman pepsi og tókum smá myndasession. Við erum í stöðugri þróun í módelstörfunum.



Á fyrstu myndinni erum við að hreinsa tennurnar með munnskoli... Það geta ekki allir litið vel út með munnskol í kjaftinum. Á annarri myndinni tókum við smáflipp og ég klæddi mig í brúðarkjólinn sem ég fann í skápnum í herberginu mínu og Ragga í ferlega sæta dragt. Um leið og ég hafði smellt af þriðju myndinni gall við í Röggu: "Neeei, ég panikaði aðeins með svipinn!". Augljóst þegar litið er á myndina. Alls ekki fagmannlegt. RÖGLIÐ SEM MAÐUR LENDIR Í! En nóg af egómanínu og meiri lærdóm.

Sjáumst eftir meeeeeegastuttan tíma!

8 Comments:

Blogger Alma said...

Hver greiddi ykkur fyrir brúðarmyndartökuna? Fóruð þið á stofu eða sá kaupmaðurinn á Kamsax um hárið?

3:53 PM  
Blogger Alma said...

KamPsax :)

4:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nanna, koma svo! Við viljum sónamyndir!

4:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tjo litidi vel ut eftir tessa dvol i Djeka. Otrulega saetar alltaf, og modelhaefileikarnir leyna ser nu ekki a ykkar bae.

2:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er búin að setja ykkur á skrá hjá Eskimo models og sagði eigandinn mér að hún muni hafa nóg að gera handa ykkur eftir áramót. Spurning hvort Ragga komi ekki bara heim og setji módelstörfin fyrir sig í staðinn fyrir að vera eitthvað að vesenast í verkfræði... er það ekki bara fyrir stráka??

3:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Alma: Nei, vid greiddum bara hvor annarri. Thetta med brudarkjolinn og dragtina var sko alveg spontant.

Lilja: Takk. Thu ert lika agætlega sæt!

Linda: Takk. Thu ert samt liffrædinørd.

7:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þessi mynd mynd er augljóslega ekki af ykkur.

11:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sorry my bad, þið eruð bara ekki með make up. Bið að heilsa Masood

10:54 PM  

Post a Comment

<< Home