Tuesday, January 10, 2006

Færsla #52

Sigga:

Önnur dúfan flogin til Íslands eins og stelpan í herbergi 411 orðaði það svo vel. Fínt að vera komin heim þótt ég sakni Kampsax dáldið mikið og stelpunnar í herbergi 407 óendanlega mikið - enda er hún kærastan mín. Ég tileinka henni þessa fyrstu færslu mína á nýju ári.

Stemmningin í Vafferr í dag var góð. Kann ágætlega við þriðja árs stofuna og enn betur við kennarann í kúrsinum Nýsköpun, vöruþróun og markaðssókn - einkum vegna þess að hann er ískyggilega líkur Paul McCartney. Mikil vonbrigði að kennarinn í Stjórnun fyrirtækja líkist John Lennon á engan hátt né nokkrum öðrum Bítli og því hyggst ég vitaskuld ekki taka þann kúrs.

Síðustu daga hef ég dundað mér við að taka til í kjallaraholunni minni, breyta þar og bæta. Mikil hjálp hefur verið í rauðhærða stráknum sem hefur verið ansi liðtækur á borvélinni.

Nýtt loftljós og nýr lampi:



Þá gerði ég kaup ársins í Húsgagnahöllinni. Þrátt fyrir negatífa tölu á debetreikningnum mínum var engin rödd í hausnum mínum sem sagði mér að nokkrum þúsundköllum væri illa varið í eftirprentun á mynd eftir Roy Liechtenstein. Ég sé ekki vitund eftir kaupunum enda smellti ég myndinni fyrir ofan ljóta sófann minn og vonandi dregur hún athygli gesta frá honum.

9 Comments:

Blogger Alma said...

Mér finnst þú eiginlega verða að kaupa þér sofa í stíl við myndina. Er ekki fullt til af flottum sófum í Húsgagnahöllinni?

1:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir færsluna. Eg taradist alveg. Mikid er holan tin ordin fin. Kann serstaklega vel vid sidustu myndina, eitthvad svo heimilisleg og kosy. Toff mynd lika!

10:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju med holuna. Mer finnst tetta bara virka afar heimilislegt hja ykkur! Flott mynd!

2:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Flott mynd. Ég vil samt að þú takir aftur slæm orð þín um sófann. Óþarfi að vera neikvæð. Tjáðu þig heldur um þægindi sófans. Yfir og út!

10:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað er Egill að gera á myndinni? Fitla við hann? Setja vafninga á hann?

11:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mjög töff Sigga. Hvenær má maður svo kíkja í heimsókn og sjá þessa glæsilegu lampa og myndina?

1:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Anytime... alltaf velkomin, litla mín!

8:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Setja vafninga á hann... ég held að hann sé að span'ann.

Annars er ég með DVD handa þér Sigga. Komdu bara við í V-352.

11:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jei! Ég elska pakka...

Takk, kíki á þriðju hæðina við fyrsta tækifæri.

4:33 PM  

Post a Comment

<< Home