Færsla #58
Jæja, allt að gerast bara.
Rakel og Hildur komu í heimsókn yfir helgina. Rakel var ekki alveg sátt við glerharða rúmið mitt og vældi smá. Skemmtum okkur samt konunglega og var ég eins og blóm í eggi.
Dró skutlurnar á Kampsaxkollegíið á fimmtudaginn. Duttum fyrst í hvítvín og spjall hjá Steinunni þar sem staða kvenna, þrældómur tískunnar og dvergafetishið hennar Rakelar var tekið fyrir.
Kíktum að sjálfsögðu á barinn og hefur aldrei verið jafnfámennt þar. Við vorum þó ekki í miklum vanda með að koma okkur í stuð og voru nokkur dansspor stigin. Ferðaþreytan sagði fljótt til sín hjá stöllunum og þegar þær sögðust ætla heim setti ég upp sólheimaglottið og vinkaði pent bless. Trausti vinurinn tekinn á þetta.
Á laugardaginn sjoppuðu Rakel og Hildur á meðan ég hafði mig til fyrir þorrablótið. Skammtaði mér 500 kalli fyrir djammið og hljóp svo yfir til Steinunnar þar sem við býsnuðumst yfir peningaleysi okkar. Ræddum febrúarmánuð sem kæmi til með að einkennast af núðluáti og snauðu skemmtanalífi. Ég batt snarlega enda á þær umræður þegar ég áttaði mig á að ég hafði steingleymt að huga að hálsmeni. Fögur fyrirheit fuku út í vindinn og var splæst í taxa niður í Magasin, hálsmeni reddað og eftir stóð ég með hundraðkall. Fékk lán hjá Elínu milla..
Kíktum á nýja slottið þeirra Elínar og Bjögga sem er á besta stað í bænum. Hér er Steinunn fyrir utan íbúðina:
Eftir fordrykk röltum við syngjandi af stað í tívolí. Vorum mætt snemma og náðum borði fremst. Ylfa skautaði svo inn rétt á eftir okkur með mörgæs sér við hlið. Þarf alltaf að stela þrumunni..
Mér til lukku settist hún hjá mér og hlógum við endalaust að öllu og engu.
Við vorum hressasta borðið:
Ylfa rifjaði upp gamla takta:
Dönsuðum af okkur táslurnar og var ballið búið allt, allt, allt of snemma. Við tók hörmung lífs míns þar sem ómögulegt reyndist að fá taxa og kuldinn var ómennskur. Gunnar Jarl pleijaði klárlega herramann kvöldsins þegar hann fórnaði húfu og vettlingum í vælukjóann. Theink jú!
Rólegheit á sunnudeginum þar sem við vorum tíðir gestir á Hard Rock, skoðuðum aðeins Christianiu og duttum svo á Sam´s bar í karókí. Gunnar var sá eini sem tók lagið en Rakel beilaði alveg óvænt. Um kvöldið duttum við aldrei þessu vant í þroskaða pakkann og tókum billjón myndir og hlógum eins og fávitar. Rakel skellti sér að sjálfsögðu í sloppinn hans Peter sem ég leigi af (já, hann skildi sloppinn sinn eftir, veit hreint ekki hvar ég væri án hans) og Hildur setti upp hliðartagl. Svo tróðum við lakkrís milli tannanna (mér finnst það svooo fyndið) og mátuðum öll sólgleraugun í safninu hans. Myndirnar voru teknar á vélina hennar Hildar þannig að fleiri myndir eru væntanlegar :)
9 Comments:
já ég er fjölhæf kona ;)
Ánægður með að þú hafir valið sómasamlega mynd!
Eins og ég hefur áður sagt þá var mín ánægjan að hafa lánað þér húfuna og vettlingana, ég fraus þá bara í staðinn:)
Gunnar
Hæ elskan...
vantar þér peninga dúllan mín, akkúru hefurðu ekki samband??
Ástarengillinn þinn :)
Meiri stemmningin alltaf hjá þér pjása!
Tetta var skemmtilegt blogg en hvar er brefid sem tu ert buin ad lofa mer?? Tu aettir lika ad vita ad menn sem bjoda hufu og hanska eru yfirleitt med gras i skonum!
Skrifadu mer snart ljufan!
Djös stemmari er þetta alltaf þarna úti í DK!
það er líka ógeðiskuldi hérna og tærnar detta af manni smátt og smátt... ein á dag.
Þetta hljómar kannski eins og þreytt grín en mér er dauðans alvara. Get ég fengið stuttan pistil um stöðu mála í lífi Masood???
Samband mitt og Masood er alveg dautt þessa dagana, lofa að banka upp á hjá honum næst þegar ég fer á Kampsax.
Lilja mín, bréf er alveg á leiðinni... verður komið öðru hvoru megin við helgi. Sama með tálausa krypplinginn :)
I recognise that mess with the wine ;-)
Post a Comment
<< Home