Færsla #56
Sigga:
Hann: Jaaaá, svo þú ert hrifin af vélum? (fær alveg tíu stig f. að brjóta ísinn með þessari snilld)
Ég: Já já, ég er að vísu í iðnaðarverkfræði en ekki vélaverkfræði.
Hann: Jæja já, hvað er það?
Ég: Eeeh, æ... ég læri t.d. voðamikið um framleiðslu og...
Hann: JÁ - OG FLÆÐI???? FLÆÐI, ER ÞAÐ EKKI?
Ég: Jú, einmitt... flæði.
Hann: Jaaaá, þá er gott að fara í Marel. Þar snýst ALLT um flæði.
Í Marel fengum við að sjá opticut matvinnsluvélina í aksjón. Mjög heillandi sjón og freistandi að stinga kjötbita í vasann fyrir mönsið síðar um kvöldið.
Ég fyllist Danmerkur/Röggu/bjór/tjill-þrá þegar ég skrifa á evuoglottusíðuna. Af þeirri ástæðu er það andlegur sigur að blogga á síðuna og takast á við söknuðinn.
Hönnunarkeppnin var síðasta föstudag og vísindaferð í Marel á eftir. Rútubílstjórinn sem skutlaði okkur í Garðabæinn er algjör snillingur. Ég var sú fyrsta sem hann mætti þegar hann gekk inn í VRII og við áttum skemmtilegt móment:
Hönnunarkeppnin var síðasta föstudag og vísindaferð í Marel á eftir. Rútubílstjórinn sem skutlaði okkur í Garðabæinn er algjör snillingur. Ég var sú fyrsta sem hann mætti þegar hann gekk inn í VRII og við áttum skemmtilegt móment:
Hann: Jaaaá, svo þú ert hrifin af vélum? (fær alveg tíu stig f. að brjóta ísinn með þessari snilld)
Ég: Já já, ég er að vísu í iðnaðarverkfræði en ekki vélaverkfræði.
Hann: Jæja já, hvað er það?
Ég: Eeeh, æ... ég læri t.d. voðamikið um framleiðslu og...
Hann: JÁ - OG FLÆÐI???? FLÆÐI, ER ÞAÐ EKKI?
Ég: Jú, einmitt... flæði.
Hann: Jaaaá, þá er gott að fara í Marel. Þar snýst ALLT um flæði.
Í Marel fengum við að sjá opticut matvinnsluvélina í aksjón. Mjög heillandi sjón og freistandi að stinga kjötbita í vasann fyrir mönsið síðar um kvöldið.
Eftir Peerávda kíkti ég á svitaball Röskvu á Café Amsterdam. Sviti var kjörorð kvöldsins því að tvær sveittustu búllur 101 Rvk. voru þræddar í kjölfarið; Dillon og Celtic. Helvíti gaman.
Annars hef ég fetað í fótspor meistara Kreuzer en frá og með gærdeginum má titla mig kennara. Hef tekið að mér eðlisfræðikennslu í Fjöltækniskóla Íslands. Náði að halda athygli vélstjórnarnema nokkuð vel í gær þangað til Kiddi fór að tala um Lúdda sem laug því að hann ætti bíl sem gengi á flugvélabensíni og gæti komist upp í 240. Meiri steikin hann Lúddi. En mér líst annars bara vel á kennsluna.
Að lokum langar mig að minnast á þá snilld að pjásurnar sem halda til í Vafferr eru allar á topp 50 vísindamannalistanum. Lofsverður árangur þar á ferð - einkum hjá Elínu sem vermir 24. sætið.
Annars hef ég fetað í fótspor meistara Kreuzer en frá og með gærdeginum má titla mig kennara. Hef tekið að mér eðlisfræðikennslu í Fjöltækniskóla Íslands. Náði að halda athygli vélstjórnarnema nokkuð vel í gær þangað til Kiddi fór að tala um Lúdda sem laug því að hann ætti bíl sem gengi á flugvélabensíni og gæti komist upp í 240. Meiri steikin hann Lúddi. En mér líst annars bara vel á kennsluna.
Að lokum langar mig að minnast á þá snilld að pjásurnar sem halda til í Vafferr eru allar á topp 50 vísindamannalistanum. Lofsverður árangur þar á ferð - einkum hjá Elínu sem vermir 24. sætið.
7 Comments:
Va, til hamingju med tetta allar saman!
En mín Sigga, saknarðu mín ekkert? Annars prófaði ég kjúklinginn, hann sló í gegn. Já... það er hámark spennunnar á föstudagskvöldi hjá Nönnu óléttu í Horsens.
Þú ert algjör lufsa Nanna! Gott að heyra með kjúllann - en farðu nú að blogga og kynna okkur f. heimi óléttunnar! Miss jú tú.
Mikið er gaman að lesa blogg frá þér! Ég fyllist oft Sigguþrá, litla mín. Mikið held ég að þú sért góð kennslukona. Hitti Morten vin þinn (Slikmutter manstu) á barnum um daginn og hann spurði ítrekað um þig.
Já, ég er frekar góð kennslukona. Í þokkalegu jarðsambandi og ekki of djúpt sokkin í fræðin en þó með fáránlega yfirgripsmikla og góða þekkingu á efninu. Skrifa samt illa á többluna.
Morten vinur minn frá Slikmutter? Ha, ég man ekki eftir honum? Slikmutter? Ha, ég man ekki eftir því... Ertu nokkuð að tala um Morten bon Jovi í 2104?
Kveðja úr Vafferr kl.01:39.
Áætluð verklok kl.02:39.
Þessi Marelvél var nú algjör snilld. Skar ekki bara kjöt heldur spítti út úr sé boltum líka. Verð að fá mér eina svona! Og já, Nanna, koddu með blogg stelpa!
Þóra, mig langar að fá sögur af kynlífstækjakynningunni þinni!
Post a Comment
<< Home