Friday, February 24, 2006

Færsla #61

Sigga:

Hver man ekki eftir finnska sjarmörnum úr Eurovision þættinum með norrænu spekingunum? Líklega enginn... og eitt er víst að ég mun aldrei gleyma honum enda vorum við systa að djamma með honum á laugardaginn um þarsíðustu helgi. Jah, ég neita því ekki að Alma sys náði aðeins betri tengingu við hann, sérstaklega eftir að ég lýsti því yfir að ég fílaði eiginlega ekki Eurovision þegar hann spurði um uppáhaldssigurlagið mitt í keppninni frá upphafi. En hann er hins vegar afskaplega indæll og staupaði með okkur brennivín með bestu lyst.

Mynd1: F.v. Alma Sigurðardóttir og Tomas Júróvisjónfinni í eftirpartýi á
Kaffi Reykjavík eftir íslensku undankeppni Júróvisjón.

Djöfull er dagbókarbloggfærslur oft leiðinlegar. Oj, hver nennir að lesa heilu ritgerðirnar um dag í lífi e-s annars, kommon!

Mín framsetning er mun frambærilegri:

Mynd 2: Gantt rit f. dagskrá 23. febrúar 2006 hjá Sigríði Sigurðardóttur

Engin vísó í dag - einhver tómleiki sem fylgir því en svo sem ágætt að taka pásu fyrir árshátíðina sem verður næstu helgi. Ha! Sagði einhver að DJ Party sjái um mjúsikina? ÉG MÆTI!

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mín framsetning er að vísu helst til ólæsileg vegna smæðar, en að öðru leyti fullkomin.

4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegt að nota Gantt rit svona hversdaglega. Meira af síku.

1:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég man eftir gaurnum úr þáttunum! En þið svalar að djamma með honum...

5:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mjög töff Gantt rit Sigga. Sérlega verkfræðileg framsetninga á hversdagsleikanum. Við verðum gríðar hressar á árshátíðinni :)

12:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég naga mig í handarbökin fyrir að hafa misst af Tomasi. Fékkstu númerið hans? Einhver séns á hittingi í sumar?

4:30 PM  
Blogger Alma said...

Ragga, það er ég viss um að ef þú hringir í sjónvarpsstöðina sem Thomas vinnur á í Finnlandi, þá getið þið farið saman á einhverja krána og drukkið saman síder af krana. Mér finnst vanta inn í töfluna: innilegar stundir með fjölskyldunni.

6:50 PM  
Blogger Alma said...

Neðsta setningin var ætluð þér Sigríður.

6:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

En dásamleg hugmynd hjá systur Ölmu. Ég er þegar komin hálfa leið á vit ævintýranna í Helsinki. Ég og Tomas tjúttandi við Evróvisjónslagara. Skyldi hann muna eftir Sjúbbidú?

2:44 PM  
Blogger Alma said...

Heyrðu, krútt, hann kann pottþétt að syngja Sjúbídú. Framburður hans á íslensku júróvisjónlögunum er óaðfinnanlegur.

9:47 PM  

Post a Comment

<< Home