Tuesday, March 07, 2006

Færsla #64

Sigga:

Besta plata ársins 2006 var að koma út...


Heimsendi 18 er góð plata en Hvar í hvergilandi toppar hana og gott betur - öll lög plötunnar eru mín uppáhalds og ég elska líka smellna textana. Allir ættu að kaupa sér eintak.

...

Árshátíð verkfræðinema var haldin á hótel Örk á föstudaginn og var hún hin besta skemmtun. Þar voru gömul kynni endurnýjuð og ný tengsl mynduð. Dásamleg skemmtiatriði, frábærir kynnar og yndislegur matur. Var í félagsskap með alvöru djömmurum þar sem þreyta var sannarlega álitin hugarástand. Mitt móment var klárlega kl. 8:43 þar sem ég sat alein í morgunverðarsalnum og maulaði hrökkbrauð. Er hálftóm innan í mér nú þegar svona góðu djammi er lokið. Hugga mig við Amríkuferð í næstu viku.

Yfir og út.

4 Comments:

Blogger Jónas said...

Ætlaru að kaupa þér e-d í Amurrica?

11:38 PM  
Blogger Bibba Rokk said...

Ragga - þetta er komment á skítadraumsfærsluna hérna fyrir neðan. Að dreyma skít táknar peninga og/eða mikla gæfu :) og þar færðu það. Alltaf gott að dreyma skít

10:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ah mig langar i nyju pløtuna!
Mer finnst tøff ad telja treytu til hugarastands!

Takk, elsku Disa, fyrir tetta komment. Eg vona ad tig dreymi skit i nott.. hver veit, kannski verdum vid rich bitches a Kanari eda Hawai innan skamms!

3:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, ég ætla að kaupa kávbojhatt og kávbojbuksur í stíl. E.t.v. kávbojklút. Góða kávbojskyrtu á ég. Vantar þig e-ð, Jónas?

5:33 PM  

Post a Comment

<< Home