Friday, March 10, 2006

Færsla #65

Nanna:

Skemmtileg nótt!

Kris kallinn var staðráðinn í því að skemmta sér ærlega í gær og skellti sér með skólafélögunum á djammið. Stuðboltinn ég ákvað að taka nördinn á þetta og hékk í tölvunni eftir að ég hafði skutlað honum og Henrik gråmus í bæinn um ellefuleytið. Eftir nokkuð slitróttan svefn var ég svo vakin með símtali þegar klukkan sló fimm og beðin um að sækja. Ekki málið! Hendist á fætur og næ í drukknu lufsuna hjá bankanum. Jafnvægið var eitthvað að stríða kappanum þegar heim var komið; ég skemmti mér alveg konunglega við að horfa á greyið í feluleik í fatahenginu, dansandi á tómum plastflöskum í leiðinni. Priceless! Eftir að Kris hafði tæmt magann með miklum látum (ég flissaði hátt á meðan, var það rangt af mér?) förum við í rúmið ca. 06 , hann til að sofa, ég til að bylta mér. Vekjaraklukkan hringir svo hálfátta en Kris greyið var ekki alveg að gera sér grein fyrir hvaðan óhljóðin komu. Hann þreif því kremtúpu af náttborðinu og byrjar einbeittur að skrúfa lokið af með gríðarhraða. "Hvað ertu að gera???", spyr ég en til þess eins að fá túpuna beint í fésið. Því næst grípur hann klósettrúllu og flettir nokkrum bréfum á methraða. Ég greip rúlluna og setti hana á sinn stað. "Þetta er vekjaraklukkan snillingur." Slekk á henni og næ loksins að sofna. Stuð! Svo er ég dugleg að rifja upp atburði næturinnar, sérstaklega þegar mamma hans er nálægt, það finnst mér ofsa fyndið.

Hér í Horsens er ekki mikið um leikfimi fyrir bumbulínur eins og mig. Í líkamsræktarstöðinni þar sem við eigum kort er þó að finna einn tíma vikulega og líst mér ágætlega á. Hér á myndinni er hún Lone, eldhress skvísa í hópnum. Takiði eftir gallanum! Ég á alveg eftir að redda mér einum slíkum.

Annars er ekki mikið um að vera hjá mér þessa dagana. Mun henda inn fréttum þegar ég byrja loksins í dönskuskólanum. Og já, kannski eins og einni óléttumynd þegar ég tek slíka. Þar til síðar!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ahahahahaha! Elsku vitlausi Fyllibyttu-Kris!

Heitir gaurinn í alvörunni gråmus?

Hvenær á ég að koma að skvetta kanil?

En hressandi að fá Nönnsublogg. Meira svona! ...Lone flott ;)

8:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að fá loksins fréttir frá þér Nanna :)
Kris bara alveg í flippinu ;)
Þessi Lone virkar eiturhress og skemmtileg, og svakalega flottur búningur. Verður þetta ekki bara málið á fáránleikunum 2007?

12:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Rex: Jább, litli trúðurinn! Stefnan fyrir kanilinn er sett á fyrsu helgina í ap, það er þessi með 1. apríl. Skyldumæting fyrir þig! Nei, Henrik heitir ekki gråmus, hins vegar eru þeir með furðuleg nikk fyrir hvort annan. Gråmus og Rotten minnir mig.

Þórarinn: Lone er svaaakaskutla! En hugmyndin um fáránleikana kitlar. Tekur þú þátt?

3:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ Nanna!!! Greinilega stuð hjá ykkur... næst myndi ég fela kremtúpur, klósettpappír og annað slíkt (hvað fleira eruði eiginlega með á náttborðinu??? fótanuddtæki?) :) Gaman annars að heyra fréttir af þér!

12:45 PM  

Post a Comment

<< Home