Thursday, March 30, 2006

Færsla #71

Sigga:

Lokastaðan á vísindamannalistanum er komin. Ég óska Þuru, Söru, Óla og Lárusi til lukku með glæsilegan árangur. Sjálf hafnaði ég í níunda sæti:


Mynd 1: Topp tíu vísindamenn Vélarinnar

Ef ég hefði ekki skellt mér til Boston og kjölfarið ekki misst af ferðinni í Alcan hefði ég sennilega lent í 3. sæti. Frekar svekkjandi. En það var reyndar ægilega gaman í Boston og dáldið spennó að hitta rauðhærða strákinn sem hefur ekkert breyst síðan síðast:

Mynd 2: Egill sposkur á svip með kokteil í annarri og eeh höku í hinni.

Við gistum á YWCA í hjarta Bostonborgar ásamt skrítnum konum og köttum. Fórum á Museum of Fine Arts, skoðuðum MIT og sáum The Blue Man Show að ógleymdum stundum í Urban Outfitters sem voru ansi margar.

Annars las ég í Birtu í gær að skórnir mínir séu við stofuhita, þ.e. að það sé ekkert sérstaklega töff lengur að ganga í svörtum venjulegum Converse skóm. Mér brá talsvert við lesturinn! Mér til varnaðar keypti ég mér hauskúpuskó í Boston. Ha! Birta! Hafðu það!

Hmm... hvað get ég bloggað um framvegis nú þegar vísindamannakeppninni er lokið?

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er með nokkrar hugmyndir. Skókaup, verslunarferðir, nánar lýsingar er varða heilsufar þittog breytingar á því frá degi til dags, hvað þú varst full um helgina eða hvað það sé brjálað að gera í skólanum og hvaða verkefni þú varst að klára eða ert að vinna í. Vildi bara hjálpa. Góðar stundir

12:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það hefði nú verið gaman að sjá einnig mynd af höfund færslu með kokteil í annarri.

12:08 AM  
Blogger Alma said...

Voðalega er þetta sætur rauðhærður strákur. Fær maður svona í Urban Outfitters?

2:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sigga! Ég er ótrúlega stolt af þér að vera á topp 10! Til hamingju!

Eins finnst mér þetta æðislega sæt mynd af artífartí kokteil og dauðlangar í rauðhærðan strák... neihh steik, á sko að vera öfugt! Hehe!

Ég fór á Kampsax og hitti Julie þína og Sune minn. Ég og Sune töluðum um blómin okkar (ég fékk sko hrós fyrir að hugsa vel um þau) á meðan Julie söng hástöfum. Þvílík örlög að við skyldum leigja af þeim. Forboðin ást?

Svo hitti ég Flemming, hahahaha Flemming!!! Manstu eftir honum? Með topp eins og Eyþór Arnalds...

Ahh saknaín!

2:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju Sigga! Ég vil líka endilega koma því að að ég er í 39. sæti (ég er allavega á listanum!)

12:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mig langar líka í rauðhærðan strák, nei úps átti að vera öfugt... rauðhærða stelpu meina ég

1:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvad er eiginlega ad gerast med tessa sidu krakkar?!? Madur kikir hingad a hverjum degi og tad bara gerist ekki neitt nytt svo dogum skiptir.

2:10 PM  

Post a Comment

<< Home