Friday, May 12, 2006

Færsla #77

Ragga:

Hér bý ég:Nördalegt?

Fékk sms áðan:

"Hi. You would throw a party at the end of July or what? I just need a confirmation for further planning of my holiday. Regards, Jin."

Mikið er þetta spennandi strákur... og líf mitt ef út í það er farið!

Ég er dugleg að taka myndir á nýju vélina:


Jógúrtskýrslan og Ylfa.

Boðin í mat í Húsið í gær - Alessandro og Aga íbúar Húss.

Það er voða fallegt í Lyngby. Ég, Chiara og Aga við vatnið.

Ég elska þessa mynd. Oliver pervert.

Þau til hægri eru par. Mig langar á bát eins og er fyrir aftan.

Bleikur himinn út um gluggann minn. Það þýðir sko að það verði gott veður næsta dag.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mega nordaleg gata sem tu byrd i! Ekki eins kul og Robin Hood Lane tar sem alvoru toffarar eiga sko heima.
Fardu ad skrifa mer bref lufsa!!!

1:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, hvað mig langar að lesa jógúrtskýrsluna. Beljan framan á selur hana alveg.

Mjög lógísk redding á fyrirsagnafíaskóinu, Ragga!

1:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá Lllja, Robin Hood Lane er rosalega töff!

Sigga, ég vissi að þú myndir taka eftir fyrirsögninni. Þú ert svo nákvæm og fín!

Ylfa fékk að velja forsíðumynd. Svo vildi hún skíra fyrirtækið Jensens yoghurt eða yo-yoghurt en það var kæft í fæðingu af Marie.

1:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Yo-yoghurt finnst mér hrikalega töff. Jensen's yoghurt mjög öruggt nafn líka. Líttu bara á vinsældir Jensen's böfhus.

1:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Stáluði körfu úr Nettó?

1:36 AM  
Blogger Halla said...

Voða er mikil sól og gleði og gaman! Ánægð með frammistöðuna á myndavélina.
Nú! ég er að fara í seinasta prófið mitt eftir klukkutíma og næsta víst að tekið verði upp á því að grilla þegar því er lokið, já Ragga mín ég skal grilla eitt grænmetisbuff til heiðurs þér!

10:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sigga! Við fengum lánaða körfu úr Super-Brugsen. Ég geri fastlega ráð fyrir að einhver sparsamur Daninn hafi skilað henni því ekki þurfum við á klinkinu að halda!

Halla! Gott að þú ætlar að grilla mér til heiðurs! Til hamingju með að vera búin í prófum, ég býst við samúðarbréfum í lok mánaðar þegar ég mun þreyta mín próf. Hipp hipp húrra!

3:05 AM  
Anonymous Anonymous said...

innkaupakerran sem þið stöllur fenguð lánaða er hér á ganginum hér á kökken 4...

4:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Neeei, er hún ekki úr Super Best þessi sem er á ganginum? Við verslum sko bara við Brugsen... :)

Hvar ertu búin að vera Steina litla? Alltaf að læra? Við skulum fara á barinn á fimmtudaginn niðrá hovedbane að horfa á Sylvíu! Kei?

11:34 PM  

Post a Comment

<< Home