Tuesday, May 02, 2006

Færsla #75

Ragga:

Var að horfa á Bonde søger brud en það er þáttur um bændur sem eru að leita sér að kærustu. (Mjög töff að horfa á það á laugardagskvöldi.) Einn þeirra var hann Knud sem er einstaklega spennandi kall: Hann er með græna fingur, safnar lego og stundar kellingarleikfimi. Svo var sýnt legosafnið hans sem fyllti eitt herbergi og hann sagði voða ánægður að hann eyddi tveimur til þremur tímum á dag í legodundur. Pæling að smella sér á www.kanal4.dk og senda línu á kappann.

Hann er á lausu

Sommerfest í gær til að fagna síðasta skóladegi. Ég og Ylfa létum okkur ekki vanta og rúlluðum á staðinn í innkaupakerru. Mjög hress stemmning og ég bauð útvöldum bargestum í Kínverjapartý. Jin, Ming og Qian ætla öll að koma jafnvel þó að Jin sé ekki Kínverji heldur frá Suður-Kóreu. Kristian, nýi besti vinur minn, er líka boðinn þó hann sé bara danskur. Hann ætlar líka að elda. Eins og þetta sé ekki nóg þá ætlum við Kristian og Lars til Kína eftir tvö ár.

Sumarið komið og Danir voða krúttlegir, alltaf í boltaleikjum. Ég hitti Masood minn gamla vin í vikunni en hann er núna farinn til Pakistan eftir þriggja ára fjarveru frá unnustunni. Núna stendur s.s. yfir leit að félaga sem talar eins og Abú í Simpons og er með Indverjagreiðslu. Giftingin hans er í byrjun júní og hann lofaði að senda mér myndir frá herlegheitunum.

Hönk með indverjagreiðslu

Sá hinn færeyska Teit spila á Kristianshavn í vikunni. Hann spilaði úti og Þorgils og Ylfa dönsuðu af sér rassinn. Ég var í stöðugu augnsambandi við kauða og fékk svo diskinn áritaðan: Ástin mín. Er ég sjalló? Spísuðum svo ítalskt (sko ég, Ylfa og Þorgils, ekki ég og Teitur) þar sem þjónninn var hrifinn af Ylfu. (Já, ég er afbrýðissöm.)

Krútt

Ég er alltaf á leiðinni að kaupa mér miða á Roskilde festval. Inga, góða konan með krullurnar, er líka á leiðinni og hlakka ég til að hitta lufsuna. Fleiri að fara?

Skemmtilegar myndir úr jógúrtbransanum:

Á leiðinni á Øllingegaard mjólkurbúið. Það er rosalega stutt síðan veðrið var svona vont.


Strumparass í Arla verksmiðjunni

14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú ert líka á lausu, Ragga! Ætlarðu að setjast að í danskri sveit?

1:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Oo sástu Teit! ..ég missti af honum úti í Helsinki. Hann er svoo mikið æði!

10:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sigga: Það er alls ekki vitlaus hugmynd. Ég er jú mikið náttúrubarn og góð við dýrin. Myndirðu gera þér ferð til Jótlands til mín?

Lilja: Ég ætla aftur að sjá hann (vinna í augnsambandinu) 19. maí. Á ég að kaupa miða fyrir þig líka?

3:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Eva frænka

Brynja: "Þú átt að koma í heimsókn til okkar."
Eva: "Við elskum þig mjög mikið og þess vegna áttu að koma í heimsókn til okkar og við söknum þín mikið."
Eva: "Saknar þú okkar líka?"
Brynja og Eva: "Vonandi Eva gengur þér vel í skólanum."

Bless

7:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Eva og Brynja! Ég sakna ykkar líka rosalega mikið. Í sumar skulum við leika saman og fara í sveitina til Láru ömmu og Gumma afa.

10:58 PM  
Blogger Bibba Rokk said...

Nei nei, kella bara búin að blogga.... annars held ég að Sif ætli að skella sér á hróarskeldu og örugglega Lilja og Jara líka....en ekki ég, ég er að láta mig dreyma um þjóðhátíð.

3:07 AM  
Blogger Bibba Rokk said...

This comment has been removed by a blog administrator.

3:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mmmmm tjodhatid! Mig langar lika!

7:03 PM  
Blogger Halla said...

Þú ferð á þjóðhátíð Ragnhildur mín, ekkert vafamál! Svo er ég líka búin að panta ;)

2:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

roskilde og þjóðhátið.. trúi ekki að þessi orð hafi verið sögð í sömu setningu... ROSKILDE is the sjjjiiiittt...

12:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

roskilde og þjóðhátið.. trúi ekki að þessi orð hafi verið sögð í sömu setningu... ROSKILDE is the sjjjiiiittt...

12:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

roskilde og þjóðhátið.. trúi ekki að þessi orð hafi verið sögð í sömu setningu... ROSKILDE is the sjjjiiiittt...

12:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku besta Halla, alltaf að plana! Mér finnst það fyndið! Jámms það má náttúrlega ekki sleppa þjóðhátíð... :)

Inga! Róaðu þig!! Keldan verður gargandi snilld... er svo spennt að sjá þig!!

1:11 PM  
Blogger Halla said...

hahaha ég er ekki búin að panta en það er planið ;)
svo er engin ástæða til að bera saman þjóðhátíð og roskilde því það er álíka góð samlíking og tyggjó og fíll :Þ

10:09 AM  

Post a Comment

<< Home